Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
bindelse med den russiske Mystik bes^gte Tsarerne altid dette Kapel, fer de
tog ind paa Kreml.36>
Til slíkrar kapellugöngu gæti „Rússneskur prestur“ Davíðs átt rætur að
rekja:
I gatslitnum kufli með gamla skó
gengur hann, stirður og visinn,
hrekst eins og rekald í reiðum sjó
gegnum rykið og borgarþysinn,
djarfastur þegar dimmir nóg,
eins og draugur úr moldu risinn.
[-------]
Hann er eins og lygi frá liðinni öld,
sem lifir í fólksins munni,
finst hann hafa sín fornu völd,
sem fortíðin laut og unni,
vill krefja alla um kirkjugjöld,
þó kirkjan sé rifin að grunni.
[-------]
Hann er hin stirðnaða, steinda sál,
sem starir með glyrnum rauðum,
er hættur að skilja mannamál
og miðla sjúkum og snauðum,
vill lífga kirkjunnar kvalabál
og keisarann vekja frá dauðum.
[-------]
Hann er skorpinn og skortir mátt.
Um skrokkinn lepparnir hanga.
Hárstrýið flaxar hélugrátt
um herðar og loðinn vanga.
Við kirkjurústirnar kveinar hátt
hin kaþólska afturganga.37’
Kvæði Davíðs, „Vodka“, sem í Nýjum kvxbum stendur næst á eftir
„Rússneskum presti" gæti verið sprottið af raunverulegri heimsókn á krá í
344