Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar
Þegar ég horfði yfir þennan káta samstillta hóp barna og foreldra sem
skemmtu sér saman þessa kvöldstund kviknuðu fremur dapurlegar spurningar
í hugskoti mínu. Hvar dansa börnin okkar eftir tvö til þrjú ár og við hvaða að-
stæður? Hvers konar skemmtun eiga þau þá kost á? Hvað kemur í stað stuðn-
ings foreldra og skóla? Verður hugmyndaflugið svona frjótt og frjálst? Hvernig
verða „kökukvöldin“ þeirra þá?
Eftir tvö til þrjú ár eru þessi börn orðin að unglingum og hluti af unglinga-
vandamálinu alræmda. Það að vera unglingur er í hugum margra fullorðinna
eitthvað neikvætt, eitthvað ógnvekjandi og ögrandi sem kemur með óþægilegar
athugasemdir og getur farið að rífa kjaft hvenær sem er.
Af hverju er svona mikill munur á barni og unglingi? Unglingur er mitt á
milli þess að vera barn og fullorðinn. Til að verða fullorðinn einstaklingur er
vissulega nauðsynlegt að slíta þau sterku bönd við foreldra sem voru svo stór-
kostleg þarna á kökukvöldinu. Slíta böndin og horfa inn í það samfélag sem
bíður þess að þau takist á við það.
Hvað skyldu börnin okkar sjá þegar þau vakna til vitundar um raunveruleika
samfélags okkar þar sem þeim er ætlað að plumma sig.
Það er búið að segja þeim hverjar leikreglurnar eru, hver siðalögmálin eru og
hverjar hefðirnar sem ber að virða og viðurkenna.
Þau hljóta að spyrja: er þetta það sem hefur raunverulegt gildi? Þau munu
ekki einungis efast heldur og sjá að þessi gildi eru ekki alltaf virt.
Þau munu skynja að það hefur ekki beinlínis verið logið að þeim. Sann-
leikurinn var bara ekki allur sagður. Þegar þeim verður þetta ljóst og ýmislegt
fleira um lífslygina og það sem bíður, þá skeður það: Þau mótmæla. Um leið
verða þau ógnun við þá veröld sem fullorðna fólkið er búið að sætta sig við og
nennir ekki lengur að standa í að breyta.
Einmitt þess vegna víkur fullorðna fólkið til hliðar og í stað þess að standa
með unglingunum eru þeim gerð andlaus og ófrjó tilboð, t. d. „Nú fáið þið að
hafa diskótek í kvöld en þið megið ekki drekka eins og við og ekki vera í kele-
ríi.“ Auðvitað reyna þau að fara á fyllirí og komast í kelerí ef færi gefst, en þá er
„ búllunni" bara lokað.
Það er eins og ekkert hafi gerst frá því fyrir tuttugu og fimm árum þegar
„Skalli“ var eina athvarfið og rúnturinn ljúfi gekk rúnt eftir rúnt. Rúntinum var
lokað. Hvað kom í staðinn? Bráðum verður miðbærinn bannaður unglingum.
Og Hlemmur. Loka. Banna. Engin „kökukvöld“ hér. Það væri nær að setjast
niður og velta fyrir sér raunhæfum úrlausnum.
Unglingar eiga ýmislegt sameiginlegt með gamla fólkinu, t. d. það að báðir
þessir hópar eru lítt virkir á vinnumarkaði og finna því til tilgangsleysis í sam-
félagi þar sem framleiðsla og hagvöxtur á hagvöxt ofan er hið eina og sanna
markmið. Leggi maður ekki fram sinn skerf er ekki hlustað. Þó er hér einn
grundvallarmunur. Afstaðan til eldra fólks og vandamála þess á þeirra þrepi á
lífsbrautinni er jákvæð, en afstaðan ti! unglinga og vandamála þeirra á þeirra
252