Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 6
Tímarit Máls og menningar Þegar ég horfði yfir þennan káta samstillta hóp barna og foreldra sem skemmtu sér saman þessa kvöldstund kviknuðu fremur dapurlegar spurningar í hugskoti mínu. Hvar dansa börnin okkar eftir tvö til þrjú ár og við hvaða að- stæður? Hvers konar skemmtun eiga þau þá kost á? Hvað kemur í stað stuðn- ings foreldra og skóla? Verður hugmyndaflugið svona frjótt og frjálst? Hvernig verða „kökukvöldin“ þeirra þá? Eftir tvö til þrjú ár eru þessi börn orðin að unglingum og hluti af unglinga- vandamálinu alræmda. Það að vera unglingur er í hugum margra fullorðinna eitthvað neikvætt, eitthvað ógnvekjandi og ögrandi sem kemur með óþægilegar athugasemdir og getur farið að rífa kjaft hvenær sem er. Af hverju er svona mikill munur á barni og unglingi? Unglingur er mitt á milli þess að vera barn og fullorðinn. Til að verða fullorðinn einstaklingur er vissulega nauðsynlegt að slíta þau sterku bönd við foreldra sem voru svo stór- kostleg þarna á kökukvöldinu. Slíta böndin og horfa inn í það samfélag sem bíður þess að þau takist á við það. Hvað skyldu börnin okkar sjá þegar þau vakna til vitundar um raunveruleika samfélags okkar þar sem þeim er ætlað að plumma sig. Það er búið að segja þeim hverjar leikreglurnar eru, hver siðalögmálin eru og hverjar hefðirnar sem ber að virða og viðurkenna. Þau hljóta að spyrja: er þetta það sem hefur raunverulegt gildi? Þau munu ekki einungis efast heldur og sjá að þessi gildi eru ekki alltaf virt. Þau munu skynja að það hefur ekki beinlínis verið logið að þeim. Sann- leikurinn var bara ekki allur sagður. Þegar þeim verður þetta ljóst og ýmislegt fleira um lífslygina og það sem bíður, þá skeður það: Þau mótmæla. Um leið verða þau ógnun við þá veröld sem fullorðna fólkið er búið að sætta sig við og nennir ekki lengur að standa í að breyta. Einmitt þess vegna víkur fullorðna fólkið til hliðar og í stað þess að standa með unglingunum eru þeim gerð andlaus og ófrjó tilboð, t. d. „Nú fáið þið að hafa diskótek í kvöld en þið megið ekki drekka eins og við og ekki vera í kele- ríi.“ Auðvitað reyna þau að fara á fyllirí og komast í kelerí ef færi gefst, en þá er „ búllunni" bara lokað. Það er eins og ekkert hafi gerst frá því fyrir tuttugu og fimm árum þegar „Skalli“ var eina athvarfið og rúnturinn ljúfi gekk rúnt eftir rúnt. Rúntinum var lokað. Hvað kom í staðinn? Bráðum verður miðbærinn bannaður unglingum. Og Hlemmur. Loka. Banna. Engin „kökukvöld“ hér. Það væri nær að setjast niður og velta fyrir sér raunhæfum úrlausnum. Unglingar eiga ýmislegt sameiginlegt með gamla fólkinu, t. d. það að báðir þessir hópar eru lítt virkir á vinnumarkaði og finna því til tilgangsleysis í sam- félagi þar sem framleiðsla og hagvöxtur á hagvöxt ofan er hið eina og sanna markmið. Leggi maður ekki fram sinn skerf er ekki hlustað. Þó er hér einn grundvallarmunur. Afstaðan til eldra fólks og vandamála þess á þeirra þrepi á lífsbrautinni er jákvæð, en afstaðan ti! unglinga og vandamála þeirra á þeirra 252
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.