Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 107
Ævintýr í Moskvu
Hér er aðeins bætt við upphrópuninni til Drottins til að leggja áherslu á
leiða Símonar. I Landnámuútgáfunni er hins vegar hert á:
Einnig á annan hátt var hann gæfur og viðkomugóður. Andæfði ekki,
hvorki með stunum né hósta, að verða að dragnast með hópnum um
víðáttumiklar verksmiðjur, íburðarskóla, sjúkrahús af sýndartaginu, fyrir-
myndarbúgarða, uppeldisstofnanir fyrir unga, gamla og úrkynjaða, verzlun-
arsamstæðubákn ríkisins eða hvað það nú átti að heita, og verksmiðjur,
skóla, sjúkrahús, fyrirmyndarbú . . . röðina á enda, hvarvetna þar sem stað-
næmzt var til styrktar brennandi rétttrúnaði. (196. bls.).
Hér eru komin inn orð og setningar sem lýsa hneigð sögumanns:
„sjúkrahús af sýndartaginu", „verzlunarsamstæðubákn ríkisins" og
„hvarvetna þar sem staðnæmzt var til styrktar brennandi rétttrúnaði."
Annað dæmi um mismunandi hneigð, sem lögð er í frásögnina, er þar
sem lýst er viðbrögðum samferðarmannanna við þeirri yfirlýsingu Símonar
að hann hyggist heimsækja Maxím Gorkí undir miðnættið. I dönsku
gerðinni segir:
Den tyske Tolk oplyste — noget uvis — da et passende Uddrag af Símons
Program var blevet ham forebragt, at Gorki for 0jeblikket befandt sig paa
Krim — og at det jo desuden var Nat. . . (77.—78. bls.).
Þessi frásögn verður mun langdregnari í Helgafelli 1942:
Túlkurinn, sem talaði við þá þýzku, spurði um ferðaáætlanir Símonar.
Guðfræðingurinn þýddi fyrir hann það, sem honum fannst frambærilegt af
því, sem Símon hafði sagt — ekkert var fjær Símoni sjálfum en að endurtaka
orð sín á öðru máli. Túlkurinn vildi honum og öðrum allt til lags gera, en
vissi ekki almennilega, hvað segja skyldi: Maxím Gorkí var langt í burtu — á
eyjunni Krím, eftir því sem hann bezt vissi, — enda komið miðnætti. . .
Þeir drepa þig, Símon — þeir skjóta þig sem njósnara! sagði guðfræðingur-
inn og leizt ekki á blikuna. (328. bls.).
Síðustu orðin, sem lögð eru í munn guðfræðingnum, eru hvorki í
dönsku gerðinni né Landnámuútgáfunni. Ef til vill er út í hött að sjá í þeim
endurspeglast ástand styrjaldartíma þegar meintir njósnarar voru ekki
ævinlega látnir bíða dóms.
I Landnámuútgáfunni er enn önnur viðbót sem ekki á sér hliðstæðu í
fyrri gerðum:
Þýzki túlkurinn fræddi nefndarmenn um, óðara og guðfræðingurinn hafði
353