Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 27
Bókmenntarýni Sigurðar Nordals vonir við framfarir á sviði sálarfræði og nýjar kenningar á því sviði til að varpa nýju ljósi á bókmenntasköpun og bókmenntaskilning, og er síður en svo einn um það viðhorf.4 Meginmarkmið bókmenntafræðingsins eða ritskýrandans er fyrir honum enn hið sama og fyrr: [Ritskýrandinn] verður að lifa sig inn í og sökkva sér ofan í ritin, ef hann á að vera vanda sínum vaxinn, þangað til hann kemst í sem nánust kynni við skáld- manninn sjálfan. Og hann á að geta tjáð þá reynslu sína berari orðum en skáldið sjálft. (Bls. 18) Hér hefur verið stiklað á stóru í því augnamiði að setja Sigurð Nordal í samband við strauma og stefnur í bókmenntafræði þessarar aldar. Það er gert í þeirri trú að hver maður sé barn síns tíma, háður takmörkunum staðar og stundar, sé hartnær ásköpuð sjóndepurð á suma hluti en eigi jafnframt kosti mikillar glöggskyggni á aðra. Við lærum mest af þeim sem á undan eru gengnir með því að reyna að njóta gleggstu sýna þeirra án fordóma en gefa jafnframt gaum að þeim fyrirbærum sem nú virðast mikilvægari en þá. Þó ekki væri annað ætti sú athugun að geta vakið með okkur grun um að ein- hvers staðar séu blindir blettir í okkar eigin augum sem muni blasa við næstu kynslóðum. Að einu leyti ættu bókmenntafræðingar að gera meiri kröfur til sjálfra sín en flestir aðrir fræðimenn: í umgengni við þá tungu sem þeir rita. Verk Sig- urðar Nordals eru lýsandi fyrirmynd að málsnilld og andríki, þótt viðsjár- vert kunni að vera að reyna að stæla rithátt hans. Það sem hann skrifaði um bókmenntir eru fagrar bókmenntir, og þótt getgátur hans séu misjafnlega sennilegar eru þær ævinlega skáldlegar. Sjálfur gerir hann undir lok ritgerðar sinnar um bókmenntasögu, skemmtilega grein fyrir afstöðu sinni til skálda- leyfa fræðimanna, og þar sem svo vill til að sú málsvörn hans endar á hinni snjöllustu málsvörn fyrir bókmenntafræði og bókmenntasýsl yfirleitt, læt ég hana verða lokaorð þessarar ritsmíðar: Ritskýringin verður óhjákvæmilega því minni fræði eða vísindi sem hún stefnir hærra eða kafar dýpra. Þá verður að leggja á hana annan mælikvarða. Og í allri hreinskilni sagt: Hvað er hér í húfi, þó að bókmenntasaga eða ritskýring leggi á brattari leiðir? Þær eru algjörlega óhagnýtar greinir, eins og bókmenntirnar sjálfar. Þótt ritskýranda verði það á, eins og dæmi eru til, að vera meira skáld en sum skáld, sem hann neyðist til þess að fjalla um, eða jafnvel að finna enn fleiri fjársjóði í ritum stórskáldanna heldur en þreifa má á, að þar séu fólgnir, þá er vandséð hvern hnekki vísindin hafa beðið við það. En bókmenntirnar hafa grætt. í verklegum fræðum getur hvert víxlspor orðið til TMM 2 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.