Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 99
Ef skáldsagan leggur upp laupana gæða sérhvern hlut merkingu, — hélt Don Kíkóti út í heim en gat einhvern veginn ekki komið veröldinni heim og saman. I fjarveru síns æðsta dómara blasti veröldin við í uggvænlegri tvíræðni; hin guðdómlega Viska leystist upp í urmul afstæðra sannleikskorna sem mennirnir deildu hver með öðr- um. Þannig varð heimur Nútíma til og með honum skáldsagan, eftirmynd hans og fyrirmynd í senn. Að rekja undirstöðu alls sem er til hins hugsandi sjálfs, að hætti Descartes, stilla sér upp einum andspænis alheiminum — það var hlutskipti sem Hegel taldi réttilega af hetjulegum toga. Að leggja afstæðan skilning í heiminn að hætti Cervantesar, eiga í höggi við mótsagnakennd sannleiksbrot í stað algilds sannleika, eiga aðeins vísa óvissu viskunnar, það krefst ekki minni hetjuskapar. Hver hefur á réttu að standa og hverjum skjátlast? Don Kíkóta eða hinum? Ogrynni bóka hefur verið skrifað um þetta efni. Þeir eru til sem þykjast sjá í sögunni gagnrýni að hætti skynsemishyggju á þokukennda hugsjónastefnu Don Kíkóta. Aðrir sjá þar vegsömun hugsjónastefnunnar. En báðar þessar túlkanir eru rangar því þær leitast við að finna í grundvelli sögunnar fyrirframákveðna siðferðisafstöðu í stað spurnar. Maðurinn þráir heim þar sem gott og vont eru klárlega aðskilin. Hann býr yfir inngróinni og óviðráðanlegri tilhneigingu til að kveða upp dóma áður en hann hefur öðlast skilning. Það er þessi þörf sem liggur til grundvallar trúarbrögðum og hugmyndafræði. Því aðeins geta þau sam- rýmst aðferð skáldsögunnar að þau taki mið af afstæðu og tvíræðu tungu- taki hennar um leið og þau boða og kenna. Þau ganga út frá því að til sé rétt og rangt; annað hvort er Anna Karenína fórnarlamb þröngsýns einræðis- herra eða hann er leiksoppur siðlausrar konu; annað hvort traðkar órétt- látur dómstóll á sakleysingjanum K. eða þá á bak við dómstólinn leynist guðdómlegt réttlæti og K. er sekur. I þessu „annaðhvort eða“ felst getuleysi til að axla afstæði sem er samofið öllu mannlífi, vanmáttur til að horfast í augu við fjarveru æðstadómara. Vegna þessa getuleysis er skáldsagan viska sem erfitt reynist að sætta sig við. 4. Don Kíkóti hélt út í heim sem breiddi úr sér takmarkalaus. Hann gat farið og komið að vild. Hinar fyrstu skáldsögur eiga sammerkt að vera ferðalög um veröld sem virðist án enda. Jakob forlagatrúar eftir Diderot byrjar í miðju ferðalagi söguhetjanna; við vitum hvorki hvert þær eru að fara né hvaðan þær koma. Þær eru staddar í tíma án upphafs og endis, veröld án endimarka og Evrópu sem bíður óendanleg framtíð. Hálfri öld á eftir Diderot hefur sjóndeildarhringur Balzacs dregist saman í sveit sem hillir undir á bak við nútímabyggingar sem hýsa þjóðfélags- 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.