Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 55
19 ára í vist — Hérna, sagði hún við stelpuna. — Þetta er svona uppbót — bara frá mér. Stelpan varð svo undrandi að hún tók um hálsinn á ráðskonunni og kyssti hana. Jólin náðu út í alla króka hússins. A gamlárskvöld voru gamli maðurinn og vinnustelpan ein heima. Frúin mun hafa farið aftur á sjúkrahús og ráðskonan átt frí. Venjulega voru það afleitir dagar fyrir alla í húsinu þegar hún átti frí, því vinnustelpan gat með engu móti búið til mat. Stundum enduðu frídagar ráðskonunnar þannig að vinnustelpan og gamli maðurinn átu hrökkbrauð og kex eftir vandlega leit að ætum mat, bæði í eldhúsinu og jafnvel niðri í kjallara. En á gamlárskvöld hafa líklega verið birgðir fyrirliggjandi. Gamli maðurinn sat aleinn inni í stofu innan um bækur sínar og málverk og lampa og virtist hugsi. Vinnustelpan færði honum koníak eins og hann bað hana alltaf á kvöldin. Þá leit gamli maðurinn upp og sagði: — Talið þér við mig dálitla stund, væna mín. Eða ætlið þér kannski út að skemmta yður? — Ekki strax, svaraði stelpan. — Ég ætla á Færeyingaball klukkan ellefu. Hún lagði olnbogana fram á stólbak og horfði á gamla manninn. Það var óvenjulegt að hann tæki hana tali. — Heyrið þér væna mín, hélt húsbóndinn áfram, — vitið þér nokkuð hvaða karl þetta er? Hann benti á mynd á stofuveggnum. Nú hneykslaðist vinnustelpan. — Jón Sigurðsson — haldið þér að ég þekki hann ekki? Gamli maðurinn sá að henni þótti og dró í land. — Æ, það er svo margt ungt fólk sem veit svo lítið — vill ekkert vita. Hefur ekki áhuga á neinu. Setjist þér, væna mín. Sögðust þér ætla á Færeyingaball? Færeyingar eru merkileg þjóð að mörgu leyti. — Mjög svo, samþykkti stelpan. — Bara alltof beygðir, hélt gamli maðurinn áfram. — Eins og þeir séu alltaf að sligast undir þungri byrði. Vonleysi mætti kalla það. — Þeir eru ekki vonlausir, fullyrti stelpan herská. — Þeir eru raunsæir. Það er ekki nóg að vera bara montinn — eins og við. Gamli maðurinn brosti. Hann ræddi við stelpuna um lönd og þjóðir, bækur og skáld. Honum virtist vera alveg sama þó stelpan væri þver og þrjósk og tæki hann ekki trúanlegan. Mest deildu þau um Þjóðverja og Göthe. Gamli maðurinn virtist ekki ýkja hrifinn af þeim. Auðvitað vissi stelpan ekkert í hausinn á sér, en það var eins og hún yrði að vera gamla manninum ósammála. Þó var þetta ógleymanlegt kvöld. Þau skemmtu sér bæði. — Englendingar, sagði gamli maðurinn, — það er stórkostleg þjóð. Væri 45 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.