Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar bólgna stórutána á Tóta pabba og hún bregst ókvæða við þegar litla Tóta ryðst inn á þetta verksvið hennar. Tóti stóri pabbi er aumkunarverð per- sóna. Hann (xr líklega fáu ráðið á heim- ilinu, að minnsta kosti fær hann Iítið að koma nálægt barni sínu. Tóti stóri er valtur á fótum um helgar, (Tóta stóra raunar líka), og virðist mikið til á valdi táar sinnar. Stórutáarinnar sem er vold- ugust af öllum tám á löppinni, sú lang- sterkasta, stórgáfaðasta og fjörugasta á kvöldin. Pað virðist þvi enginn leikur að ráða yfir þessari óþægu tá og hemja hvatir hennar. Að vísu er táin slösuð og leikur raunar tveim skjöldum í draumn- um, er bæði á fæti Tóta pabba og í svuntuvasa Tótu litlu. Táin sem losnar af og eignast eigið líf er spennandi kríli. Stundum er hún lin og lætur lítið á sér kræla en stundum sprellandi fjörug og hoppar og dansar. Einkar gott þykir þessari tá að láta toga dálítið í sig, þá þrútnar hún og stífnar upp, verður ólm og til alls vís. Táin þessi er eftirsóknarverð í meira lagi og allar telpur og konur sáröfunda Tótu af þessu óviðjafnanlega leikfangi. Tóta er líka sjálf algerlega á valdi þessarar kitlandi táar. Hún leikur við hana heima og tek- ur hana með sér hvert sem hún fer og stærir sig af henni. Hún tekur hana með sér í skólann þar sem kynsystur hennar missa gjörsamlega stjórn á sér af löngun í stórutána og falast ákaft eftir henni. Tóta mín, seldu mér tána. Ég skal gefa þér aleiguna fyrir hana. Aldrei geri ég það, svaraði Tóta. Eg skal lána þér litla tá í staðinn, hún er mátuleg fyrir þig, hvíslaði stelpan. Nei, svaraði Tóta. Eg þarf að leika mér að stærri tám en þú heldur. (bls. 46) Ég á þetta leikfang! hrópuðu allar kennslukonurnar og tóku undir sig stökk og ætluðu að grípa tána. Við erum svo einmana að við viljum eiga tá fyrir leikfang! (bls. 65) Svo stórt og mikilvægt er hlutverk tá- arinnar í sögunni að raunar má persónu- gerva hana líka þó að hana skorti ýmsa persónulega eiginleika. En ekki verður litið framhjá því að hún er f. o. f. hluti af karlinum í sögunni og svo mikilvæg bæði sem slík og sem sjálfstæð vera í draumnum að allt fjölskyldulífið snýst í kringum hana. Tóta er skemmtileg persóna. Hún er sprellfjörug eins og táin, ung og fersk, til í hvaða leik sem er. Afar skemmtileg er lýsingin á Tótu í fyrsta kafla bókarinnar þar sem hún veltir fyrir sér leyndardóm- um svefnsins og myrkursins og þráir að eignast lifandi púka. Hið óvænta ævin- týri læðist svo til hennar í formi fótarins, hún tekur á móti því með látalátum og æsingi sem smám saman þróast í mikla áfergju. En hvers vegna vaknar drengur í rúmi telpunnar? Bendir það ekki augljóslsga til þess að þar hafi líka sofnað drengur? Litli drengurinn sem á sér þann draum að vera stúlka. Hér er komið að túlkun söguþráðarins. Hvað er höfundurinn að segja okkur? Það gæti verið ýmislegt en beinum sjónum að þessu atriði: hvernig fer umhverfið með draum drengsins? Móðirin lemur hann burtu svo að hann er ekki til þegar drengurinn vakir. Hún reynir líka af öllum mætti að hindra líkamleg samskipti feðganna sem gjarn- an vilja vera góðir hvor við annan. „Ég vil að hann sofi áfram í okkar rúmi, sagði Tóti stóri pabbi. Ætlarðu að gera hann að umskiptingi? spurði Tóta stóra mamma. Hann sefur hér, þetta er stór strákur.“ (bls. 78) 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.