Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 113
Litir landsins þegar kalda stríðið var að lokum komið brutu meðlimir Fluxus endanlega það litla sem eftir var af mörkum milli listgreina.1 Það má sjálfsagt finna önnur dæmi um hvar og hvenær mörkin voru brotin, en fyrir tíu árum var svo komið að varla var nokkur leið að ganga fram af þeim sem eitthvað þekktu til lista. Nema þá að gera pornómynd um ævi Jesú. Það reyndist jafnvel erfitt. Byltingarsinnað niðurbrot var ekki vandræðalaust. En leikhús götunnar virtist heldur bitlaust pólitískt vopn; þar dugði ekki minna en endurvakning sósíalrealismans, helst að kínverskri fyrirmynd. Þannig enda- sentust listiðkendur milli horna listastofnunarinnar og töpuðu sér í átökun- um við þanþolið. Það er ekkert skrítið þótt viðbrögðin hafi verið óþægð og óvitaháttur eins og Guðbergur nefnir tilraunir til að brjótast út úr vítahringnum. Tækju listiðkendurnir „þetta hefur allt verið gert áður“ alvarlega, er frelsisþrá þeirra fædd andvana. Þau yrðu ung þar til þau næðu sextugsaldri Valtýs. Það var bara eitt verkefni eftir: að kála módernismanum. Módernisminn hefur jú gert út af við söguþráðinn, laglínuna og myndmálið. Aðferðin var einfaldlega að vera ekki að burðast með byrðar fyrri tilrauna á bakinu. Byrja að vinna að list og sjá síðan hvað verður. Vandinn er fremur að velja það sem hentar en að forðast það sem hefur verið gert áður. Það er ekki mark- mið í sjálfu sér að vera á undan, að framúrstefna, heldur að gera eitthvað sem er einhverra hluta vegna athyglisvert. Það er ofmat á mætti listarinnar að ætla henni að breyta heiminum í sífellu. Þeir skólar og þær stefnur eru að verða óteljandi sem hafa strikað yfir fortíðina og boðað nýja byrjun. Það sem einkennir flestar hræringar sem nú teljast til þess nýja er að grundvallarviðmiði módernismans er afneitað. En það má eiginlega merkja tvo samhliða strauma í því nýjasta nýja, annan yfirborðskenndan og hinn dýpri. Annarsvegar er ósöguleg tilvísun til sögunnar, hinsvegar endurvakn- ing sögunnar. I fyrra tilfellinu mætti tala um hámark kapítalískrar firringar þar sem öll fortíð er lögð að jöfnu og meðhöndluð án tillits til upprunalegs samhengis. I því síðara eru listamennirnir farnir að segja sögu sína og sinna og þá með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum og nútímalegum eftir því sem þeir ráða við. Hér er á ferðinni raunveruleg endurnýjun sem binda má vonir við. Með rismestu tímabil heimsmenningarinnar að vopni tekst Guðbergi að leiða hjá sér þá spennu sem óhjákvæmilega hefur myndast milli þessara tveggja strauma. I samanburði við hápunktana verða svona tilburðir nánast hégómlegir og það er vissulega rétt að ástæðulaust er að tala um Nýja Tíma. Það er kannski mikilsverðasta sérkenni núverandi hræringa að slík hróp væru talin hjárænuleg af þeim sem fást við listsköpun. Það er eins og listamennirnir, eins og allur almenningur, séu að sætta sig við óumflýjan- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.