Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 21
Bókmenntarýni Sigurðar Nordals
IV
Sigurður Nordal samdi fjölmargar styttri og lengri ritgerðir sem vöktu
mikla athygli og mótuðu skilning lesenda á einstökum höfundum, bók-
menntum og bókmenntasögu. Auk snilldarlegrar framsetningar hefur hinn
túlkandi þáttur ritgerðanna vafalaust átt mestan þátt í áhrifum þeirra.
Bókmenntatúlkun hans var ævinlega sett fram á mjög persónulegan hátt
enda beindist hún ætíð í fyrstu umferð að persónu þess skálds sem til
umfjöllunar var, en persónan var ævinlega sýnd í díalektísku sambandi við
söguna, þannig að persónan er ætíð háð sögunni, fortíð sinni og samtíð, en
þó aldrei smættuð niður í það að vera sögulegt tilfelli, heldur séð sem
sjálfstæður heimur með persónulegan vilja og sérkenni. Hvert einstakt
skáldverk nýtur ekki sömu stöðu í túlkunum hans, ef mörg eru til eftir sama
höfund. Hann virðist, ef svo má komast að orði, hvenær sem er geta stytt
sér leið gegnum eina línu eða eina hugmynd í texta að persónu höfundar.
Þetta kemur t. d. glöggt í ljós í ritgerðum hans um Stephan G. Stephansson
og Einar Benediktsson, þar sem einangruð atriði eru tekin til vitnis um
viðhorf og persónuleika skáldsins án allra vangaveltna um stöðu þeirra
innan kvæðisheildar.
Styrkur slíkrar túlkunaraðferðar er tvenns konar: hvaðeina er séð í ljósi
skýrt afmarkaðrar heildar og fær þannig vitaskuld dýpri merkingu en ef litið
er á það einangrað, og skáldið sem persóna býður heim samsömun lesand-
ans við viðfangsefnið og getur því vakið tilfinningu fyrir fullkomnum skiln-
ingi.
Þótt slík túlkunaraðferð sé tekin góð og gild blasir ýmiss konar vandi við
túlkandanum, eins og sá mun kynnast sem sjálfur reynir, og í fyrstu einkum
þessi: kvæði eru eitthvað annað en persónan sem orti þau, sýna aldrei nema
brot af persónuleika, þó maður trúi að þau séu gagnsæ. Hvernig á þá að fylla
í eyðurnar, hvernig skal mynda heild úr brotunum?
Svar Sigurðar Nordals, í vísvitaðri andstöðu við hlutlægniskröfu pósitív-
ismans, var: með innlifun: verkefni túlkanda er að lifa sig inn í hug skáldsins
og endurskapa þannig forsendurnar fyrir verki þess. Það er að vísu svo að
einhvers konar innlifun (sumir túlkunarfræðingar mundu væntanlega frem-
ur vilja tala um ágiskun um merkingu) er óhjákvæmilegur þáttur í allri
túlkun, en hitt er mismunandi hve miklar kröfur túlkendur gera um að inn-
lifunin eigi sér rökstuðning í textanum sem glímt er við. Innlifunargagnrýni
sem svo mætti nefna (oft nefnd impressionísk gagnrýni) átti æðimiklu fylgi
að fagna nálægt síðustu aldamótum og var liður í andófinu gegn andleysi
pósitívismans, en hún varð einatt svo lausbeisluð að heita mátti að túlkandi
hefði fullt sjálfdæmi um merkingu viðfangsefnisins, svo að túlkunin þurfti
helst að vera sjálfstætt listaverk, ef hún átti að verða einhvers virði. Það er að
11