Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 21
Bókmenntarýni Sigurðar Nordals IV Sigurður Nordal samdi fjölmargar styttri og lengri ritgerðir sem vöktu mikla athygli og mótuðu skilning lesenda á einstökum höfundum, bók- menntum og bókmenntasögu. Auk snilldarlegrar framsetningar hefur hinn túlkandi þáttur ritgerðanna vafalaust átt mestan þátt í áhrifum þeirra. Bókmenntatúlkun hans var ævinlega sett fram á mjög persónulegan hátt enda beindist hún ætíð í fyrstu umferð að persónu þess skálds sem til umfjöllunar var, en persónan var ævinlega sýnd í díalektísku sambandi við söguna, þannig að persónan er ætíð háð sögunni, fortíð sinni og samtíð, en þó aldrei smættuð niður í það að vera sögulegt tilfelli, heldur séð sem sjálfstæður heimur með persónulegan vilja og sérkenni. Hvert einstakt skáldverk nýtur ekki sömu stöðu í túlkunum hans, ef mörg eru til eftir sama höfund. Hann virðist, ef svo má komast að orði, hvenær sem er geta stytt sér leið gegnum eina línu eða eina hugmynd í texta að persónu höfundar. Þetta kemur t. d. glöggt í ljós í ritgerðum hans um Stephan G. Stephansson og Einar Benediktsson, þar sem einangruð atriði eru tekin til vitnis um viðhorf og persónuleika skáldsins án allra vangaveltna um stöðu þeirra innan kvæðisheildar. Styrkur slíkrar túlkunaraðferðar er tvenns konar: hvaðeina er séð í ljósi skýrt afmarkaðrar heildar og fær þannig vitaskuld dýpri merkingu en ef litið er á það einangrað, og skáldið sem persóna býður heim samsömun lesand- ans við viðfangsefnið og getur því vakið tilfinningu fyrir fullkomnum skiln- ingi. Þótt slík túlkunaraðferð sé tekin góð og gild blasir ýmiss konar vandi við túlkandanum, eins og sá mun kynnast sem sjálfur reynir, og í fyrstu einkum þessi: kvæði eru eitthvað annað en persónan sem orti þau, sýna aldrei nema brot af persónuleika, þó maður trúi að þau séu gagnsæ. Hvernig á þá að fylla í eyðurnar, hvernig skal mynda heild úr brotunum? Svar Sigurðar Nordals, í vísvitaðri andstöðu við hlutlægniskröfu pósitív- ismans, var: með innlifun: verkefni túlkanda er að lifa sig inn í hug skáldsins og endurskapa þannig forsendurnar fyrir verki þess. Það er að vísu svo að einhvers konar innlifun (sumir túlkunarfræðingar mundu væntanlega frem- ur vilja tala um ágiskun um merkingu) er óhjákvæmilegur þáttur í allri túlkun, en hitt er mismunandi hve miklar kröfur túlkendur gera um að inn- lifunin eigi sér rökstuðning í textanum sem glímt er við. Innlifunargagnrýni sem svo mætti nefna (oft nefnd impressionísk gagnrýni) átti æðimiklu fylgi að fagna nálægt síðustu aldamótum og var liður í andófinu gegn andleysi pósitívismans, en hún varð einatt svo lausbeisluð að heita mátti að túlkandi hefði fullt sjálfdæmi um merkingu viðfangsefnisins, svo að túlkunin þurfti helst að vera sjálfstætt listaverk, ef hún átti að verða einhvers virði. Það er að 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.