Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 75
Leit að lífsskilningi
Eins og fram kemur síðar er Hel í eðli sínu existentialískt verk, sem birtist
kannski best í þeirri niðurstöðu þess að menn verði að leita að tilgangi lífsins
í sjálfum sér. Þar af leiðir að félagslegt umhverfi og samfélagslýsingar fá litla
sem enga umfjöllun, eru aukaatriði. Engu að síður nær höfundur stundum
að gera snögga en djúpa samfélagskrufningu í örfáum línum — draga fram
meginandstæðurnar í nútímasamfélagi og þau einkenni þess sem ríkust eru,
og sýnir það best dýptina í stíl hans.
Myndmálið og lýríkin haldast vitaskuld í hendur en þó er blæbrigðamun-
ur á hlutverkum þeirra. Þegar ég greini á milli þessara þátta á ég annarsvegar
við myndmál sem notað er á táknrænan hátt og hins vegar lýrík eingöngu
sjálfrar hennar vegna. Oftar en ekki hefur myndmálið táknræna merkingu, í
einni líkingu er reynt að kristalla almenn atriði sögunnar (vitnað er til frum-
útgáfu):
Fiðrildin bera af . . . eins og túnfíflar af töðugresi. En gættu að þegar grasið er
slegið. Þá verða fíflarnir ónýtt og ilmlaust slafak, en grasið er ekki einungis
fengur í hlöðu bóndans, heldur angar það sætar en nokkur rós og ilmur þess
stígur sem þekk fórn upp til bústaða guðanna. (147)
Með andstæðunum túnfífill ■«-»■ tödugresi dregur höfundur fram muninn
á Alfi, hinum glæsilega heimsmanni, og Steinunni sem stritað hefur í túninu
heima allt sitt líf. Þetta leiðir til djúpstæðari andstæðna sem snerta líf þeirra
beggja: yfirborbsmennsku «-»■ heiðarleika.
Frásagnarhættinum á Hel hefur oft verið líkt við prósaljóð því sagan er
fleytifull af líkingum og ljóðrænu sem umlykur alla söguna og gefur henni
þokka og stemningu. Verkið er í heild sinni lifandi dæmi þessa, en fróðlegt
er að taka eitt lítið dæmi sem sýnir vel aðferð Sigurðar. Álfur er að lýsa
augum Dísu vinkonu sinnar og tökum eftir því hvernig hann ljær þeim
dýptina:
Og augun — voru þau grá eða blá? Hvort er sjórinn? Var það ekki eins og
mjúk þokumóða lægi á djúpi, sem í raun og veru var blátt, en dökknaði og
dökknaði, djúpi, sem varð grænt og svart niður við grunninn? (111)
Meginatriði varðandi stílinn er þó það að hann helst fullkomlega í hendur
við þá lífsskoðun sem til umræðu er hverju sinni. Til dæmis má benda á
kaflann Haust sem birtir nýrómantíska lífssýn. Hún lýsir sér kannski best í
þeirri hugmynd að gera eigi líðandi stund sem ljúffengasta, meðtaka lífið í
einum teyg — og deyja síðan. Stíll kaflans endurspeglar þessa lífsskoðun, til
að mynda orðin sem ganga líkt og stef í gegnum allan kaflann: eitur, sjúkur,
eldur. Þá eru í kaflanum áberandi stíltengsl við Jóhann Sigurjónsson sem
TMM 5 65
L