Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 75
Leit að lífsskilningi Eins og fram kemur síðar er Hel í eðli sínu existentialískt verk, sem birtist kannski best í þeirri niðurstöðu þess að menn verði að leita að tilgangi lífsins í sjálfum sér. Þar af leiðir að félagslegt umhverfi og samfélagslýsingar fá litla sem enga umfjöllun, eru aukaatriði. Engu að síður nær höfundur stundum að gera snögga en djúpa samfélagskrufningu í örfáum línum — draga fram meginandstæðurnar í nútímasamfélagi og þau einkenni þess sem ríkust eru, og sýnir það best dýptina í stíl hans. Myndmálið og lýríkin haldast vitaskuld í hendur en þó er blæbrigðamun- ur á hlutverkum þeirra. Þegar ég greini á milli þessara þátta á ég annarsvegar við myndmál sem notað er á táknrænan hátt og hins vegar lýrík eingöngu sjálfrar hennar vegna. Oftar en ekki hefur myndmálið táknræna merkingu, í einni líkingu er reynt að kristalla almenn atriði sögunnar (vitnað er til frum- útgáfu): Fiðrildin bera af . . . eins og túnfíflar af töðugresi. En gættu að þegar grasið er slegið. Þá verða fíflarnir ónýtt og ilmlaust slafak, en grasið er ekki einungis fengur í hlöðu bóndans, heldur angar það sætar en nokkur rós og ilmur þess stígur sem þekk fórn upp til bústaða guðanna. (147) Með andstæðunum túnfífill ■«-»■ tödugresi dregur höfundur fram muninn á Alfi, hinum glæsilega heimsmanni, og Steinunni sem stritað hefur í túninu heima allt sitt líf. Þetta leiðir til djúpstæðari andstæðna sem snerta líf þeirra beggja: yfirborbsmennsku «-»■ heiðarleika. Frásagnarhættinum á Hel hefur oft verið líkt við prósaljóð því sagan er fleytifull af líkingum og ljóðrænu sem umlykur alla söguna og gefur henni þokka og stemningu. Verkið er í heild sinni lifandi dæmi þessa, en fróðlegt er að taka eitt lítið dæmi sem sýnir vel aðferð Sigurðar. Álfur er að lýsa augum Dísu vinkonu sinnar og tökum eftir því hvernig hann ljær þeim dýptina: Og augun — voru þau grá eða blá? Hvort er sjórinn? Var það ekki eins og mjúk þokumóða lægi á djúpi, sem í raun og veru var blátt, en dökknaði og dökknaði, djúpi, sem varð grænt og svart niður við grunninn? (111) Meginatriði varðandi stílinn er þó það að hann helst fullkomlega í hendur við þá lífsskoðun sem til umræðu er hverju sinni. Til dæmis má benda á kaflann Haust sem birtir nýrómantíska lífssýn. Hún lýsir sér kannski best í þeirri hugmynd að gera eigi líðandi stund sem ljúffengasta, meðtaka lífið í einum teyg — og deyja síðan. Stíll kaflans endurspeglar þessa lífsskoðun, til að mynda orðin sem ganga líkt og stef í gegnum allan kaflann: eitur, sjúkur, eldur. Þá eru í kaflanum áberandi stíltengsl við Jóhann Sigurjónsson sem TMM 5 65 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.