Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 25
Bókmenntarýni Sigurbar Nordals Eitt hefur mér aldrei dottið í hug að efast um. Andinn hefur komið yfir kunningja minn, þó að eg fyndi þess engin merki, þegar eg las kvxðin. Hann var alveg einlægur, þegar hann sagði mér frá reynslu sinni, og í því efni hefur honum ekki skjátlazt. A þessum augnablikum hefur hann fengið að skyggnast inn í dýrðarheima listarinnar, og eg get öfundað hann af að hafa lifað þau. Hitt er annað mál, hvort sú reynsla hans sker úr um gildi kvæðanna. (Áfangar, I, bls. 242) Það má auðvitað til sanns vegar færa að „dýrðarheimur listarinnar" sé hvergi til nema innra með manninum sjálfum, en að hugsa sér hann sem eitt- hvað sjálfstætt og óháð raunverulegri list, eins og hér virðist gert, flytur hann inn á svið sálarfræðinnar, og jafnvel sú fræðigrein mun eiga bágt með að gera hann að viðfangsefni ef hann hlýtur enga tjáningu, ekkert merking- arbært form. I lok greinarinnar um Viljann og verkið virðist mér Sigurður kominn mjög nærri þeirri niðurstöðu að það sé skáldskapurinn sjálfur sem skiptir mestu máli, en ekki undanfarandi reynsla skáldsins, og þar með að þeirri niðurstöðu að efni og form kvæða verði ekki skilin að. Eg get þó hvergi séð í verkum hans merki þess að hann hafi stigið þetta skref til fulls þannig að hann hefði getað tekið undir fyrrgreind orð Eliots. V Þótt maðurinn að baki verkunum væri sjálfstætt viðfangsefni í bókmennta- rannsóknum Sigurðar Nordals, var hann sem fyrr segir ekki eina markmið- ið. Hann leit einnig á ritin sem „hlekki í rás viðburðanna“, túlkaði þau í sögulegu ljósi. Og ef við höldum okkur enn við samanburð við Eliot og þá nýrýni sem fylgdi í kjölfar hans, þá hygg ég að söguskoðun Sigurðar Nordals hafi staðist tímans tönn miklum mun betur. Sú áhersla, sem fyrstu andófsmenn gegn ævisögustefnunni og hinni rómantísku skáldskaparhug- sjón lögðu á séreinkenni og séreðli skáldskaparins, leiddi þá einatt í þá freistingu að einangra bókmenntirnar frá öðrum þáttum mannlífsins. A hinn bóginn leiddi það svo sem sjálfkrafa af hugmyndum Sigurðar um rætur skáldskaparins í heildarlífsreynslu skáldsins að hann hlaut að tengja bók- menntaverkin við söguna í víðum skilningi, við samtíð skáldsins og fortíð. Túlkun hans á Völuspá er í sjálfu sér ágætt dæmi um þetta. Hann setti þar fram hugmyndir um að kvæðið væri til orðið á mörkum heiðins siðar og kristins, í því umróti sem verður þegar gamalli heimsmynd er ógnað af nýrri. Islenzk menning I er vitaskuld órækasti vitnisburðurinn um það hvernig Sigurður Nordal leit á bókmenntasögu sem samofna annarri sögu. Um 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.