Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar Nú verður því varla á móti mælt að þeir, sem sagðir eru stunda heim- speki, leita visku. „Filosof" þýðir viskuvinur. En viskan sem þeir leita er sinnar tegundar. Heimspekingur leitast ekki við að vita allt, heldur leitar hann þekkingar á því sem veitt getur skilning á veröldinni. Það eru frumforsendur og ástæður hlutanna, sagði Aristóteles, og sú staðhæfing hefur ekki glatað gildi sínu. Frumforsendur gera kleift að draga ályktanir um allt annað, allt sem er, en ástæður segja hvers vegna eitthvað er eins og það er. Þekkjum við frumforsendur og ástæður hlutanna, þá höfum við öðlast vissan skilning á hverju sem vera skal, veruleikanum í heild. Slíkur skilningur, sem er kappsmál heimspekinga, viska sem beinist að heiminum öllum (en ekki að öllu í heiminum), á að sjálfsögðu lítið skylt við sérvisku. Miklu fremur er um að ræða visku sem allir mega deila og miðla sín á milli. Hinu er þó ekki að leyna að viss sérviska einkennir heimspeki — svo djúpstæð að verði hún upprætt er eins víst að heimspekin verði úr sögunni. Aður en að því er hugað er rétt að beina sjónum að einu atriði sem oft er horft framhjá sökum þess hve augljóst og sjálfsagt það er. Heimspeki er ákveðin orðrœðu- og bókmenntahefð. Þessi hefð hófst fyrir um það bil 2500 árum meðal Forngrikkja, stóð þar í blóma um langt skeið, hófst aftur til vegs og virðingar á síðmiðöldum og hefur síðan vaxið á Vesturlöndum með margvíslegum hætti. Þessi orðræðu- og bókmenntahefð hefur alið af sér ýmiss konar vísindi og fræði sem oft hafa farið eigin leiðir og fjarlægst hina almennu umræðu og jafnframt tengst tækni, atvinnugreinum og fjölmiðlum með áhrifaríkum hætti. En hvers konar orðræðulist er heimspeki? Um það er sjaldan rætt. Þess í stað ræða menn um hugmyndir og kenningar og allt sem slíku fylgir: hugtök, skilgreiningar, vandamál, tilgátur, skýringar, aðferðir . . . Astæðan til þessa er ofureinfaldlega sú að í orðræðulist heimspekinnar er einmitt um slík fyrirbæri að ræða, en ekki manneskjur og athafnir þeirra líkt og í ævi- sögum eða skáldsögum. I heimspeki leika sem sagt hugmyndir og kenningar aðalhlutverkin, eru bæði persónur og leikendur. I íslenskri menningu eru okkur búin sérstök skilyrði sem valda því að nauðsynlegt er að leiða hugann að því hvers konar orðræðulist heimspeki er. Það er ekki til nein íslensk heimspekihefð og þar af leiðandi finnum við engar skýrar viðmiðanir í íslenskri menningu um heimspekilega orðræðu- list. Nú kynni einhver að ætla að við ættum auðvelt með að bæta okkur þetta upp með rækilegri þekkingu á erlendum heimspekihefðum; og víst er að slík þekking er okkur brýn nauðsyn. En hún getur ekki komið í stað viðleitninnar til að hugsa og ræða heimspekilega á íslensku og með þeim hugmynda- og orðaforða sem er að finna í íslenskri menningu. Orðræðulist 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.