Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 88
88 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir í jólapakkann á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- JÓLAMATUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ragnar Freyr Ingvarsson er íslensk- um matgæðingum að góðu kunnur. Matarbloggið hans, Laeknirinnield- husinu.com, á sér marga aðdáendur og á dögunum sendi Ragnar frá sér sína aðra matreiðslubók, Læknirinn í eldhúsinu: Veislan endalausa. Eins og við er að búast fer Ragnar létt með það að galdra fram veislu- rétti í desember, en einn af þeim rétt- um sem ekki má vanta er furðuein- faldur eftirréttur frá seinni hluta 18 aldar. „Ég er alinn upp við að borða á jól- um franska peruréttinn Poire belle Hélène. Sagan segir að Auguste Es- coffier, faðir franskrar matargerðar, hafi fundið upp þennan eftirrétt árið 1865. Nafnið fær rétturinn lánað frá óperettu Jacques Offenbach, La belle Hélène, um Helenu fögru og hetjur Trójustríðsins.“ Hægt að svindla Perur Helenu fögru samanstanda af perum sem soðnar hafa verið í sír- ópi, vanilluís og súkkulaðisósu. Ef- laust tíðkast það á mörgum heimilum að útbúa þess háttar ísrétt án þess að fólk endilega átti sig á að um franska uppskrift er að ræða. Segir Ragnar auðveldlega hægt að svindla og nota einfaldlega perur úr dós og ís úr boxi, en til að rétturinn sé alveg ekta og eins og Escoffier hefði viljað hafa hann þarf að gera allt frá grunni. „Ég byrja á að blanda síróp og hita í potti og getur verið gaman að bragð- bæta sírópið með skemmtilegum kryddum eða víni. Sjálfur er ég vanur að setja smá appelsínubörk, kanil og stjörnuanís út í sírópið,“ útskýrir Ragnar. „Flysja þarf perurnar áður en þær eru settar út í og hægt að ým- ist sjóða þær heilar eða skera í helm- inga og fjarlægja steininn. Perurnar geta komið mjög skemmtilega út ef þær eru soðnar í heilu lagi og kemur steinninn ekki að sök. Er líka gott að reyna að láta stilkinn vera áfram á sínum stað ef peran er skorin í helm- inga því þá heldur hún betur formi sínu og toppurinn dettur síður af.“ Gaffall mælir ástandið Perurnar þurfa um 45 mínútur af suðu til að mettast vel af sírópinu. Ragnar segir að það fari eftir peru- tegundum nákvæmlega hversu lengi þarf að sjóða en hægt er að nota gaff- al til að stinga í perurnar og þannig fá tilfinningu fyrir því hvenær þær eru tilbúnar. Ekki má sjóða of lengi því þá er hætta á að peruhlutarnir losni of auðveldlega í sundur og erfitt verði að bera þær fallega fram. Þegar búið er að slökkva undir pottinum eru per- urnar látnar kólna í sírópinu og halda þær þá sírópinu enn betur. Degi áður gerir Ragnar ísinn. Til þess notar hann sniðuga viðbót við KitchenAid-hrærivélina. Er um að ræða sérstaka skál af sömu stærð og hefðbundna stálskálin, nema hvað ís- skálin er með hola veggi sem geyma kælivökva. Þessi ísgerðarskál situr tilbúin í frystinum og er tekin fram ís- köld þegar kemur að því að gera ís- inn. Sérstök hræra er fest á mótorinn Eftirréttur að hætti Escoffier  Ragnar eldar allt frá grunni: sýður per- urnar í sírópi, býr til ísinn og súkkulaðisósuna Nammi Franskur meistarakokkur fann upp eftirréttinn vinsæla. Fjölhæfur Ragnar segir hægt að svindla með tilbúnum perum og ís, en á stórhátíðum er gaman að elda frá grunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.