Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Verkfalls-aðgerðirlækna taka örugglega mjög á þá og það af mörg- um ástæðum. Þær eru einnig erfiðar þeim sem þurfa á þjónustu þeirra að halda, þótt læknar í kjarabaráttu gæti þess að ganga ekki út fyrir ákveðin mörk gagnvart þeim. Það gera læknar þótt það óhjákvæmi- lega tillit dragi sjálfsagt brodd úr baráttu þeirra. Því hefur verið haldið fram að góður stuðningur sé á með- al almennings við þessa bar- áttu og það þótt kröfurnar séu mun hærri en gengið er út frá að aðrar stéttir verði að sætta sig við. Ekki skal það dregið í efa. En stjórnvöldin í landinu eiga enga góða leiki í stöðunni. Landið þarf lengri tíma til að jafna sig eftir bankahrun og 4 ára vinstristjórn en tvö ár. Og stjórnvöld vita að þótt læknar njóti ríkrar samúðar og það að verðleikum þá er fjarri því gefið að samningar við þá, sem væru mjög úr takti við annað, myndu ekki valda ólgu á vinnumarkaði. Dæmið er því snúið og gerir miklar kröfur til allra sem að lausn þess þurfa að koma. Margt má betur fara í ís- lensku heilbrigðiskerfi. Auð- velt er að vitna til þess, sem sé í betra fari í lönd- um sem best standi sig á því sviði. En þau lönd eru samt sem áður ekki mörg og mun færri en ætla mætti af umræðunni. Það er þó ekki neikvætt innlegg í um- ræðu um núverandi kjör lækna og eftir atvikum ann- arra heilbrigðisstétta. Síðasta ríkisstjórn hljóp á sig í launa- málum einstaklings á Land- spítalanum og var í framhald- inu reynt að slá á þá ólgu sem hlaust af með því að þykjast vera að hygla kvennastéttum í jafnréttisskyni. Allir eldri en tvævetrir vissu að slíkt fjas var ekkert innlegg. Þetta klúður hefur sín áhrif nú. Í baksviðsgrein í Morg- unblaðinu nýlega var vikið að því að OECD upplýsir að Ís- lendingar megi við fæðingu búast við að lifa lengst allra þjóða. Dánartíðni við fæðingu sé einnig lægst í heimi hér á landi. Dánartíðni vegna krabbameins er undir með- altali hér og fleiri heilbrigð- isþættir standa vel í okkar kladda. Þótt kannski megi ekki færa þetta allt heilbrigð- isstéttum til tekna er hlutur þeirra vafalaust drjúgur. Það hljótum við, feitasta þjóð á Norðurlöndum skv. OECD, að hafa a.m.k. í huga. Salómon þyrfti að vera nálægur við lausn kjaradeilna lækna og ríkisins} Mjög snúin deila Ein af stærstutíðindum síð- ustu aldar voru þegar tilkynnt var að tekist hefði að uppræta bólusótt í heiminum, en sá sjúkdómur hafði kostað óteljandi mannslíf. Á síðari ár- um hefur læknavísindunum fleygt enn lengra fram, og mik- ið gert til að vinna bug á skað- legustu sjúkdómunum. Einn af þeim vágestum sem fylgt hafa mannkyninu hvað lengst er malaríusjúkdóm- urinn, en afleiðingar hans geta verið skelfilegar. Það eru því heilmikil gleðitíðindi að á ár- unum frá 2001 til 2013 hafi tek- ist að fækka tilfellum malaríu um helming, og bjarga þar með rúmum fjórum milljónum mannslífa. Þetta er heilmikið afrek, sem vonandi verður byggt á. Ein af ástæðunum er til dæmis sú, að net til varnar moskítóflugunni eru nú til víðar en áður, og reynt er að greina sjúkdóminn fyrr, þannig að meiri von sé til lækningar. En hugsanlega eru blikur á lofti. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin varaði þannig við því, að baráttan við hinn skelfi- lega ebólufaraldur hefði dregið nokk- uð úr þeim úrræð- um sem stofnunin hefði til varnar öðrum sjúkdómum. Þá geta að- stæður í þeim ríkjum sem mal- arían herjar mest á breyst til hins verra, og þannig hindrað þær aðgerðir sem ráðast þarf í til þess að draga enn frekar úr tíðni sjúkdómsins. Hér gæti mænuveikin orðið að víti til varnaðar, en fyrir tveimur árum var tilkynnt að nánast hefði tekist að uppræta hana í heiminum. Þær vonir urðu hins vegar að engu fyrr á þessu ári, en þá fjölgaði til- fellum mjög á stríðshrjáðum svæðum, þar sem læknisþjón- usta varð útundan. Það sýnir, að þó að góður árangur hafi náðst í tilfelli malaríunnar er allt of snemmt að fagna sigri. Um leið má bera þá von í brjósti, að jafnvel þótt ekki takist að uppræta þessa lífs- hættulegu sjúkdóma líkt og bólusóttina forðum, þá megi enn vinna að því að draga úr tíðni þeirra og halda þeim í skefjum. Milljónir mannslífa eru í húfi. Byggja þarf á heilmiklu afreki}Tekist á við malaríu Þ ingmenn gera yfirleitt ekki mikið af því að skemmta þjóðinni og því miður virðist stundum sem þjóðin hafi meiri ama af þeim en gleði. Á dögunum var því notalegt að sjá þingmann hlæja sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Brynjar Níelsson virtist einna ólíklegastur þingmanna til að gegna hlutverki gleðigjafa. Hann er yfirleitt ábúðarmikill og fremur þungur á brún og virðist ekki gefinn fyrir al- vöruleysi. En ekki er allt sem sýnist, eins og Brynjar benti sjálfur á í sjónvarpsviðtali. Þar svaraði hann spurningu um það hvort hann væri ekki svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn ráðherra með orðunum: „Ég er ekki svekktur. Ég er alltof gamall til þess og ég er ekki fýlugjarn maður, þótt útlitið sé eins og það er.“ Og svo hló Brynjar og hló og hló og fréttamaðurinn hló sömuleiðis og þjóðin hló þegar upp- taka af viðtalinu rataði á netið. Þjóðinni, sem hafði ekki áður haft merkjanlegt dálæti á Brynjari, fannst hann vera alveg ágætis náungi – sem er aldeildis framúrskar- andi umsögn þegar þingmaður þjóðarinnar á í hlut. Það var gaman að sjá kátan þingmann á skjánum. Þeir sjást ekki oft þannig. Í viðtölum við fjölmiðla eru þeir yf- irleitt áhyggjufullir og stofnanalegir og verða um leið nokkuð persónuleikalausir. Áhorfandinn á að trúa því að þingmenn beri hag almennings fyrir brjósti, en það er yf- irleitt erfitt að sannfærast af orðum fólks sem maður nær ekki tengingu við. Þingmönnum hættir einnig alltof mikið til að sveipa sig hroka og svara spurn- ingum fréttamanna á yfirlætisfullan hátt, rétt eins og sannleikurinn sé allur þeirra megin. Þannig er framkoma þeirra stund- um á þann veg að þeir skapa fjarlægð milli sín og almennings fremur en notalega nánd. Kannski er þetta í og með tilraun þeirra til að sveipa sig virðuleika, en það hefur ekki tekist sérlega vel því hvað eftir annað sýna kannanir að þjóðin ber litla virðingu fyrir þingmönnum sínum. Líklega væri betra fyrir þá að sýna oftar mannlegu hliðina. Það finnst gleði á þingi eins og Brynjar Níelsson sýndi okkur svo eftirminnilega. Við mættum sjá meira af slíkri gleði. Kátir þingmenn finnast samt vissulega og senni- lega er Össur Skarphéðinsson besta dæmið um það. Þar er kominn maður sem iðar af áberandi lífsgleði í hvert sinn sem hann stígur í pontu Al- þingis. Kannski hefur kátari stjórnarandstæðingur aldr- ei setið á þingi. Jafnvel þegar hann hundskammar ríkis- stjórnina fyrir arfavond verk ber allt fas hann glögg merki þess að ríkisstjórnin valdi ekki áberandi truflun í afar ánægjulegu lífi hans. Hér er alls ekki verið að gera þá kröfu að þingmenn iði af lífsgleði á hverjum degi, fæst okkar eru örugglega fær um slíkt. En við eigum samt öll, líka þingmenn, að leitast við að finna gleðina í störfum okkar og leyfa okkur að hlæja einstöku sinnum. Meira að segja skellihlæja. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Þingmaðurinn sem hló STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Skúli Halldórsson sh@mbl.is R afræn stjórnsýsla hér á landi kemur ekki vel út í samanburði við helstu nágrannaríki okkar. Kemur þetta fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings sem gefin var út í vikunni. Er ástæðan sögð vera skortur á fé til endurbóta á sviði upplýsingatækni undanfarin ár. Meðal annars eru gerðar tals- verðar athugasemdir við notkun rík- isins á tölvutækni sem kennd er við ský, sem á ensku nefnist cloud com- puting, en sú tækni byggist á mið- lægri geymslu gagna, í flestum til- vikum á netinu. Gögnin handan lögsögunnar Vísað er til þess að stundum ríki óvissa um hvar gögn séu vistuð og hverjir geti þá mögulega haft að- gang að þeim. Til að mynda eru þess dæmi að bandarísk yfirvöld hafi gert kröfu á grundvelli Patriot Act laganna um aðgang að gögnum, sem hýst eru hjá bandarískum fyrirtækjum, jafnvel þó að gögnin séu í raun hýst á net- þjónum utan Bandaríkjanna. Lögin, sem sett voru í kjölfar árásanna á tvíburaturnana, hafa veitt bandarískum stjórnvöldum takmarkalítinn aðgang að gögnum sem þau telja að ógni þjóðaröryggi. Þá geti fleiri álitamál tengd skýjatækni komið upp, einkum þar sem lögsaga íslenskra dómstóla nær ekki yfir upplýsingakerfi sem stað- sett eru í öðrum ríkjum. Ef við- kvæmar persónuupplýsingar kom- ast þannig í hendur óviðkomandi aðila erlendis, getur verið óvissa um í hvaða landi og til hvaða dómstóla skuli leitað með slík mál. Ávinningur af betri löggæslu Að þessu er vikið í drögum að stefnu um net- og upplýsingaöryggi, sem starfshópur innanríkisráðu- neytisins gaf út í lok nóvember. Þar segir enn fremur að íslensk lögregla verði að hafa getu til að rannsaka glæpi tengda öryggi upplýsinga. „Geta til löggæslu er einn þeirra þátta sem fyrirtæki horfa til varðandi öruggt starfsumhverfi. Sýnileg geta á þessu sviði getur því haft verulegan ávinning í för með sér fyrir íslenskt samfélag.“ Eftir sem áður þykja miklir möguleikar felast í skýjatækninni, meðal annars til að lækka rekstr- arkostnað tölvukerfa. Niðurstaðan í skýrslu Ríkisendurskoðunar er því að mikilvægt sé fyrir íslenska ríkið að móta sér stefnu um hvort og þá hvaða skýjatækni sé rétt að nýta þannig að tryggja megi öryggi op- inberra gagna og rekstraröryggi ríkisins. Engir hausar fá að fjúka „Orðsporið er eitt helsta verð- mæti þeirra fyrirtækja sem reka skýjaþjónustu,“ segir Friðrik Skúla- son, yfirmaður vírusvarnarmála hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Cyren. „Af þeim sökum er það fyrirtækjunum mikið kappsefni að tryggja öryggi sinna netþjóna, þar sem rekstur þeirra er beinlínis í húfi. Öðru máli gegnir um ríkið; ef brotist er inn á vefþjóna ríkisins fá engir hausar að fjúka. Ættu gögnin því að vera öruggari í vörslu einkafyrirtækja heldur en hjá ríkinu,“ segir Friðrik, og bætir við að töluverður sparnaður geti falist í því að kaupa skýjaþjón- ustu. „Hins vegar er erfitt að segja hvort kaup á skýja- þjónustu sé hagkvæmt fyrirkomulag fyrir rík- ið.“ Óvissa um gögn sem felast í skýjunum Ljósmynd/Ósk Laufdal Upplýsingar Ef viðkvæmar persónuupplýsingar komast í hendur óvið- komandi aðila erlendis getur ríkt óvissa um til hvaða dómstóla skuli leitað. „Gögn eru jafnmisjöfn og þau eru mörg. Þannig getur verið fínt að geyma einhver gögn á stöðum sem eru mjög að- gengilegir. Sum gögn eru hins vegar þess eðlis að menn vilja gera sérstakar varúðarráð- stafanir,“ segir Friðrik. „Allt fer þetta eftir eðli og viðkvæmni gagnanna og þeim kröfum sem gerðar eru til ör- yggis. Gagnaflæði til og frá skýjunum er yfirleitt dulkóðað og því ætti engin hætta að vera á því að hægt sé að brjótast inn í þau samskipti. Alla jafna hvílir mesta hættan í mannlega þættinum, til dæmis þegar fólk skrifar lykilorðið sitt á minn- ismiða. Stærstu öryggisvanda- málin eru yf- irleitt á milli stólsins og lykla- borðsins.“ Gagnaflæðið dulkóðað MANNLEGI ÞÁTTURINN Friðrik Skúlason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.