Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 104
104 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 ✝ Óskar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík hinn 11. október 1935. Hann lést á Landspítala Fossvogi hinn 18. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Ásta Jóns- dóttir húsmóðir f. 11.7. 1916, d. 20.12. 2009, og Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, f. 25.2. 1913, d. 3.1. 1996. Óskar var elstur alsystkina sinna, hálf- bróðir Óskars samfeðra var Sig- urður Rúnar sem er látinn. Systkin Óskars eru Hörður, Gunnar, Marta Guðrún og Jón. Hinn 15. september 1962 Langafabörnin eru þrjú, Hlynur Agnar, Breki Snær og Árni Sól- on. Óskar lauk flugnámi og námi í loftsiglingafræðum árið 1957 og atvinnuflugmannsprófi að því loknu. Vann sem flugkenn- ari og flugmaður í síldarleit- arflugi og loftljósmyndun á ár- unum 1957 til 1959. Hóf störf sem flugmaður hjá Loftleiðum árið 1959. Flugstjóri hjá Loft- leiðum hf. frá því í mars 1964, síðar Flugleiðum hf. og endaði starfsferil sinn hjá Icelandair í lok ársins 2000. Var þjálf- unarflugmaður og átti sæti í trúnaðarráði og sumarbú- staðanefnd FÍA. Hann flaug einnig Landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni til fjölda ára. Útför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju í dag. 11. desem- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13.00. kvæntist Óskar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Brynju Krist- jánsson. Foreldrar hennar voru Einar Kristjánsson óp- erusöngvari og Martha Krist- jánsson húsmóðir. Óskar og Brynja eignuðust þrjú börn: 1) Martha, gift Ragnari Krist- jánssyni. Sonur þeirra er Krist- ján. Synir Mörthu af fyrra hjónabandi með Árna Oddssyni eru Óskar og Bjarni. 2) Ásta, dóttir Brynja Ingimarsdóttir. 3) Einar Júlíus, giftur Rakel Hólm Sölvadóttur, dætur þeirra eru Brynhildur Júlía og Aníta Íris. Elsku pabbi minn. Margs er að minnast nú þegar þú ert far- inn frá okkur. Spurning er bara hvar byrja skal á öllum góðu minningunum. Við að byggja Brúnastekkinn, fara í heimsókn upp í kofa til afa og ömmu, þú að skutla okkur mæðgum til lang- ömmu sem bjó í Þýskalandi. Fjölskyldan að fara saman á skíði í Bláfjöllin eða Austurríki. Ferðalögin með okkur öll í Bronkónum með tjaldið og svo seinna tjaldvagninn, löbbuðum á jökla og fjöll, fórum í bað á óvenjulegum stöðum. Seinni árin að fá okkur einn G&T fyrir mat- inn. Já það eru forréttindi að eiga þessar minningar. Svo eign- aðist ég hana Brynju mína og eins og svo oft áður varst þú að fljúga einhvers staðar langt í burtu en samt komstu heim með 24 karata hálsmen í hennar stjörnumerki. Já, þú varst strax hennar aðal. Uppeldi stubbalín- unnar minnar var með dyggri aðstoð ykkar mömmu þar sem þú varst þolinmóður að hjálpa henni með lærdóminn, skutla henni á golfæfingar, tennisæf- ingar, handboltaæfingar og pí- anótíma. Já það er fyrir þitt til- stilli að við höfum öll átt yndislegar stundir á golfvellin- um síðustu ár. Fyrir þremur ár- um kom svo annað langafabarn- ið þitt, hann Breki Snær sem þú kallaðir alltaf sprett, og eins og öll árin þá spurðir þú hann: Hver er bestur? Elsku pabbi minn, þú ert og varst bestur. Elska þig óendanlega mikið og hef alltaf verið pabbastelpan þín. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Starfsfólki taugalækninga- deildar B-2 þakka ég frábæra umönnun pabba síðustu ævidaga hans. Elsku mamma mín, missir þinn er mestur að missa lífs- förunautinn. En mundu bara að ég er alltaf til staðar fyrir þig. Þín dóttir, Ásta. Þegar maður stendur frammi fyrir missi og fær engu breytt um gang mála þá eru engin önn- ur ráð til en renna huganum í gegnum samskipti genginna ára og sækja minningarnar. Óskar var elstur okkar systkina og hugur hans stefndi mjög snemma að fluginu. Hann var mjög einbeittur í þeim ásetningi að fljúga og starfaði hann fyrstu starfsárin hjá Loftleiðum en síð- ar hjá Flugleiðum þegar Flug- félag Íslands og Loftleiðir voru sameinuð. Hann varð ungur flugstjóri og flaug með Loftleið- um til Bandaríkjanna og það var alltaf spenna í lofti þegar stóri bróðir kom heim frá Ameríku því oft lumaði hann á ýmsu sem var spennandi og algjör nýjung í augum ungs drengs. Nú þegar líður að jólum þá rifjast upp ljúf minning þegar við áttum heima á Laugarnesveginum. Það var komin hefð á það að farið var upp í herbergi til Óskars og jóla- pakkinn frá stóra bróður opn- aður áður en jólamaturinn var snæddur og það voru sko ekki neinir mjúkir pakkar. Þetta voru stundum svona gjafir sem bar- áttuglaðir ungir menn gátu verið fullsæmdir af og kom fyrir að maður hlýddi á jólaguðspjallið í fullum herklæðum. Það voru ekki endalaus bernskujól og lífið tók breyting- um eftir því sem árunum fjölg- aði. Óskar eignaðist konu, flutti að heiman og stofnaði heimili. Konan sem Óskar hreppti, hún Brynja Kristjánsson, varð hans trausti lífsförunautur allt til enda og má segja að hún hafi frá fyrsta degi verið órjúfanlegur hluti af fjölskyldunni. Það er margs að minnast í gegnum tíð- ina og samskipti okkar hjóna við Óskar, Brynju mágkonu og börnin þeirra þrjú hafa alla tíð verið afar góð. Þau hafa reynst okkur traustir vinir við hin ýmsu tækifæri og stóð heimili þeirra okkur ætíð opið þegar komið var í höfuðborgina. Einnig eru ferðir okkar til Óskars og Brynju í Or- lando ógleymanlegar þar sem leikið var golf á hverjum degi og spjallað fram eftir kvöldi. Ekki er ætlunin að kafa neitt djúpt í tilveruna heldur fyrst og fremst að þakka fyrir góðan bróður og þær góðu minningar sem hann skilur eftir sig handa okkur sem eftir lifum og senda Brynju og börnum þeirra og fjölskyldum samúðarkveðju. Farðu í friði, bróðir sæll, og hafðu þökk fyrir allt og allt, blessuð sé minning þín. Jón Sigurðsson. Elsku besti afi minn. Nú hefur þú kvatt okkur. Það eru svo margar góðar minningar sem kvikna þegar ég er að skrifa þér í síðasta sinn, að ég veit varla hvar ég á að byrja. Ég á þér nefnilega svo margt að þakka og það er svo margt sem þú hefur kennt mér. Þú ert sko uppáhalds! Þegar ég var yngri var ég það heppin að fá að vera mjög oft hjá ykkur ömmu eftir skóla og gista þegar mamma var ekki heima. Já, það var sko dekrað við mig. Þegar þú varst ekki að fljúga þá keyrðir þú mig oft á æfingar, hvort sem það var í handbolta, golf, tennis, skíði eða píanó. Það er þér og ömmu að þakka að ég hef fengið að prufa að æfa svona margar íþróttir. Við áttum stundum eð- alstundir þegar ég fékk að fara með þér niður á Loftleiðir að ná í dagskrána þína fyrir flugið. Ég var samt ekki alltaf ánægð með fólkið þegar það kallaði þig Skara en það hefur vanist og þegar þú bauðst mér að draga fyrir þig í golfhringjum með vin- um þínum. Veit ekki hvað ég hef labbað Grafarholtið oft með þér og er það kannski ekki furða að það sé uppáhaldsgolfvöllurinn minn. Ég á alltaf eftir að minn- ast þín þegar ég spila golf því þú átt mikið í því að ég hafi prufað það og fundist gaman. Já, við er- um bæði þrjósk og ég hef farið í fýlu út í þig en við vorum ekki lengi að hrista það af okkur og með árunum urðum við alltaf betri og betri vinir. Síðasta mánuðinn með þér komu stundir þarf sem við rifj- uðum upp gamla tíma og í eitt skiptið endaði það á þeim orðum að við værum vinir. Já, við erum mjög góðir vinir og munum allt- af vera. Fyrir þremur árum kom sætur strákur í heiminn sem fékk nafnið Breki Snær en þú hefur alltaf kallað hann Sprett litla því hann er ekki mikið kyrr en þér fannst gaman hvað hann hefur gaman af lífinu. Það hefur verið gaman að fylgjast með ykkar vinskap. Þegar við kom- um inn í Brúnastekkinn þá var hann ekki lengi að grípa í hönd þína og toga þig inn í litla her- bergi til að leika. Þér þótti það ekki leiðinlegt! Spurningin sem ég fékk frá þér þegar ég var lítil var auðvitað borin fram: Hver er bestur? Auðvitað, svaraði Sprettur litli, langafi. Ég mun halda minningu um þig hjá honum. En elsku afi, ég mun alltaf sakna þín! Já, þú ert mér allt og mundu að þú ert bestur! Þín Brynja. Þegar aldurinn færist yfir verðum við að vera viðbúin að sætta okkur við að sjá á bak samferðamönnum. Okkur er ljúft að minnast kærs mágs og vinar. Óskar var ljúfmenni, gest- risinn og greiðvikinn. Hann var einkar hugulsamur gagnvart tengdamóður sinni Mörthu en hún bjó í nábýli við þau hjónin í meir en fjörutíu ár eftir lát föður okkar. Henni þótti það sérstök upplifun á ferðum sínum til að heimsækja systur sína í Vínar- borg þegar „Herr Kapitän“ tengdasonur hennar var flug- stjóri. Þótt Óskar hafi oft verið lang- dvölum fjarri heimilinu vegna vinnu sinnar þá sinnti hann fjöl- skyldunni af mikilli alúð. Þau hjónin fóru um Ísland þvert og endilangt á húsbíl sínum stóra rauð og stunduðu skíðaíþróttina sér til skemmtunar með börnum sínum bæði á Íslandi og í Aust- urríki. Vinirnir eru margir og fjölskyldan stór. Óskar og Brynja voru höfðingjar heim að sækja þegar safnast var saman hjá þeim við hátíðleg tækifæri. Það var sárt að fylgjast með úr fjarlægð þegar geta Óskars til að sinna daglegu lífi fór að skerðast vegna minnisleysis. Brynja reyndist stoð hans og stytta og auðveldaði honum til- veruna heima frá degi til dags. Stuttu eftir 79 ára afmæli Ósk- ars sem hann naut heima í góðu yfirlæti var hann færður á spít- ala vegna blóðtappa í heila. Síð- asti mánuðurinn var Óskari og hans nánustu erfiður. Þökk sé læknum og öllu hjúkrunarfólki sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð. Við kveðjum Óskar með sökn- uði og þökkum fyrir að hafa fengið að vera honum samferða í lífinu. Brynju og öðrum nánum ást- vinum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Valgerður (Vala) og Pétur. Óskar Sigurðsson, mágur minn, er látinn. Aðeins örfáum dögum eftir 79 ára afmælisdag- inn var hann lagður inn á sjúkrahús þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Óskar hafði reyndar um nokkurt skeið fund- ið fyrir því að heilsu hans var farið að hraka nokkuð og að Elli kerling væri farin að narta í lífs- ins kjarna, en endalokin komu mun fyrr en ég hafði ímyndað mér. Á kveðjustund líða ótal minn- ingar um hugann. Ég kynntist Óskari fyrst fyrir rúmlega 50 ár- um í gegnum Gunnar bróður hans. Flottur maður, flugstjóri hjá Loftleiðum. Seinna varð svo Marta Guðrún systir þeirra kærastan mín og eiginkona. Upp í hugann koma minning- ar um mörg skemmtileg ferða- lög sem við fórum saman um há- lendi Íslands í „gamla daga“ þegar krakkarnir okkar voru ungir. Á þeim árum áttum við Óskar báðir Bronco-jeppa og af því að ekki var mikið pláss fyrir farangur aftan í þeirri bílateg- und smíðuðum við í sameiningu á þá góðar toppgrindur þannig að hægt væri að taka með í ferðalagið allt það nauðsynleg- asta sem barnafjölskyldur þurftu að hafa meðferðis. Ég minnist sérstaklega ferðar yfir Sprengisand þegar tjaldað var við Nýjadal fyrsta kvöldið í blíð- skaparveðri. Um nóttina gerði hins vegar mikið rok og tjöldin fóru að lemjast til. Hælafesta þarna var léleg þannig að ekki var um annað að gera en að skríða út, færa jeppana til þann- ig að þeir mynduðu nokkurt skjól fyrir tjöldin og taka brús- ana með aukabensíninu og fleiri þunga hluti úr bílunum og leggja ofan á tjaldhælana. Ekki varð okkur fullorðna fólkinu svefnsamt það sem eftir lifði nætur en krakkarnir sváfu vært þrátt fyrir veðurhaminn. Kvöldið eftir sátum við svo við Mývatn og saumuðum saman rifu á tjaldi okkar Mörtu en hústjald Óskars og Brynju slapp óskemmt. Ann- ars ferðalags minnist ég líka sérstaklega. Þá fórum við nokkrar fjölskyldur saman upp frá Svartárkoti í Bárðardal um Suðurárbotna og Dyngjufjalla- dal inn að Öskju. Þaðan var svo haldið í austur að Kverkfjöllum, í Grágæsadal og Laugavalladal og endað í Hallormsstaðarskógi þar sem við nutum sumarblíð- unnar við Atlavíkina. Þá voru Óskar og Brynja komin á Ford Econoline-húsbíl og af því að inni í honum var hægt að sitja þægilega og borða nesti var það einn lítill snáði í hópnum sem kallaði þennan bíl alltaf „borð- abílinn“. Óskar og Brynja áttu hús í Ventura-hverfinu á Flórída. Við Marta heimsóttum þau þangað eitt sinn og nutum gestrisni þeirra í hálfan mánuð. Óskar reyndi þá að leiðbeina okkur á golfvellinum og við áttum saman skemmtilegar stundir. Við Marta vorum algerir byrjendur í golfíþróttinni og það verður að játa að allt of lítið hefur orðið úr golfiðkun undirritaðs síðan. Enginn veit sitt endadægur og nú er kveðjustundin komin. Vertu sæll, kæri mágur, og hafðu heila þökk fyrir samfylgd- ina. Elsku Brynja, Martha, Ásta, Einar Júlíus og fjölskyldur ykk- ar. Við Marta sendum ykkur öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Magnús Sigsteinsson. Allt verður svo bjart og hlýtt þegar ég hugsa til míns elsta og kærasta vinar sem kvaddur er í dag. Ég var barasta lítil stelpa í sveit þegar ég sá hann í fyrsta skipti og stendur það mér ljóst fyrir sjónum. Hann var að gera vini sínum greiða og flaug með múrara til Sveins bónda í Lang- holtsparti svo hægt væri að koma fjósinu í lag fyrir veturinn. Stór sólgleraugu, leðurjakki, skyrtan upp úr brókinni og brosandi út að eyrum, slánaleg- ur í göngulagi, ljómandi af lífs- gleði og stríðni. Mér fannst hann frekar gamall. Árin liðu, ég og vinur hans áð- urnefndur urðum ástfangin og giftumst. Þeir áttu stóran vina- hóp, allir tengdir flugi og þeir gengu út og inn heima hjá okk- ur, kátir ungir menn, pipar- sveinar sem ég vonaði heitt og innilega að færu nú að ganga út. Þeir sögðu að ég tuktaði þá svo til að það yrði bið á því að þeir fengju kjark til þess, hlógu bara og stríddu mér ennþá meira. Óskar og Fróði fóru fremstir í flokki, Ingimar var hæverskari en kom fast á eftir. Svo kom loksins að þessu, heima á Rauðalæk fór Óskar að hringja í tíma og ótíma til að fá fréttir af flugi frá Akureyri, Ísafirði og Grænlandi. Guð hvað ég var spennt! Stórglæsileg stúlka, Brynja Kristjánsson flugfreyja, kom einn dag með honum í heimsókn. Það fór ekki á milli mála að maðurinn var dauðást- fanginn. Þau opinberuðu í mars og giftu sig í september. Við Brynja urðum bestu vinkonur og böndin styrktust. Börnin þeirra fæddust og hamingja var í ranni og Óskar glitraði og skein. Heimilin okkar voru samofin, gleði og sorgir gengu jafnt yfir og stuðningur var sjálfsagður ef eitthvað bar út af. En svo reið áfallið yfir, Júlli minn og Gísli bróðir hans fórust í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli. Óskar var í Lúxemborg og kom heim með fyrstu vél. Hann bjó um sig í svefnpoka á stofu- gólfinu á Kársnesbraut og Brynja mín var sem klettur við hlið mér. Allir stóðu þeir vinirnir ásamt konum sínum að því að hlúa að mér og börnunum. Og tíminn leið, það urðu fermingar, giftingar, útskriftir, afmæli og ferðalög. Vináttan góða efldist og styrktist. Mikið var hlegið og stundum grátið. Börnin mín voru þeirra og þeirra mín, það þótti bara sjálfsagt. Við eldumst en alltaf var sama gleðin og ánægjan að hittast og þræta svolítið til að vita hvort við vær- um nokkuð að ryðga í samskipt- um. Ef honum fannst við Brynja hafa betur, glotti hann og sagði stríðnislega: „Æi, þið eruð asn- ar.“ Dásamlega stund áttum við saman síðasta afmælisdaginn hans nú í október. Hann var svo glaður og reifur að grunlaus vor- um við um að hann fengi alvar- legt áfall aðeins þremur dögum seinna. Nú er komið að leiðarlokum í bili. Gæfa mín var dagurinn forðum sem ég minntist á í upp- hafi. Vinurinn minn góði var orðinn þreyttur á göngunni og mál var að kveðja um sinn. Hann var kjarkmaður og góð- menni og ég get aldrei þakkað svo sem vert er fyrir að hafa átt hann að vini alla tíð. Guð varð- veiti Brynju mína, börnin þeirra öll stór og smá, sem voru yndi hans. Blessuð sé minning hans um alla tíð og tíma. Ég sakna hans. Þórunn Bjarndís Jónsdóttir. Lífið er eins og flugferð og líkt og í öllum góðum flugferðum þarf góðan flugstjóra. Hann þarf að vera traustur, úrræðagóður og geta brugðist við óvæntum atvikum. Þannig maður var Ósk- ar Sigurðsson, auk þess að vera glettinn og gamansamur, stund- um stríðinn en alltaf hlýr. Hann lét hag okkar systra sig mikið varða og erum við ævinlega þakklátar fyrir að hafa átt hann að. Góðar minningar um ynd- islegan vin munum við geyma í hjarta okkar alla tíð. Við sendum stóru Brynju, Mörtu, Ástu, Einari og fjöl- skyldum innilegar samúðar- kveðjur. Kaja, Ásta og Brynja. Óskar og Brynja áttu stóran vinahóp á Ventura-golfsvæðinu í Orlando, en hér á fjöldi Íslend- inga hús og íbúðir. Menn leita hingað í nokkra mánuði á ári til að njóta hins dásamlega lofts- lags og golfsins. Óskar var einn af frumbyggj- unum í Ventura. Hann og nokkr- ir félagar hans hjá Loftleiðum festu kaup á einbýlishúsi um 1992. Húsið var við fyrstu braut golfvallarins með sundlaug og útsýni yfir völlinn. Þar voru oft góðar veislur. En svo dofnar áhuginn á sól og golfi eftir því sem fólk eldist. Fer það þá að dvelja skemur. Þegar dvalartím- inn er kominn í nokkrar vikur á ári, selja menn gjarnan húsin sín og leigja í staðinn. Félagar Ósk- ars heltust því úr lestinni einn af öðrum, en Óskar og Brynja héldu tryggð við húsið og Vent- ura næstu 20 árin, eða allt þar til heilsuleysi fór að hrjá hann fyrir tveimur árum eða svo. Óskar var ötull golfari. Hann þrammaði golfvöllinn ásamt kerrunni sinni með barðastóra hattinn. Ekki hvarflaði að hon- um að nota golfbíl. „Þá er ekkert sport í þessu lengur,“ sagði Ósk- ar og gaf lítið fyrir alla þá fjöl- mörgu landa sína sem geta vart hugsað sér að ganga spölkorn á eftir boltanum. Óskar átti langan og farsælan flugferil að baki hjá Loftleiðum, seinna Icelandair. Í fríum sínum flaug hann oft fyrir Cargolux um allan heim. Hann var einna fyrstur – eða jafnvel fyrstur – til að fljúga erlendri farþegaflugvél til lendingar á Orlando-flugvelli, um 1975. MCO-flugvöllurinn í Orlando þjónaði þá bæði her- flugvélum og farþegaflugi og gekk undir nafninu Orlando Jet- port at McCoy. Óskar sagði að aðstaðan á flugvellinum hefði verið frumstæð í byrjun, aðeins nokkrir timburskúrar, þar sem farþegaafgreiðsla átti sér stað. Ekki var hafist handa við að byggja núverandi flugstöðvar- byggingu fyrr en rétt fyrir 1980. Óskar átti margar skondnar sögur úr fluginu og sagði skemmtilega frá. Fyrstu flug- ferðirnar til Ameríku tóku 13, jafnvel 15 klukkustundir. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að flugmenn og farþegar reyktu um borð, en loftræsting í flugvélunum þá var ekki upp á marga fiska. Stund- um sáu flugmennirnir varla hvor annan í flugstjórnarklefanum fyrir tóbaksreyk, sagði Óskar! Pétur Valbergsson, fyrrver- andi flugstjóri hjá Cargolúx, segir að Óskar hafi oft verið flugstjóri í áætlunarferðum frá Íslandi til Lúxemborgar. Þær ferðir voru mjög vinsælar og flugvélarnar oftast sneisafullar. „Óskar var alltaf boðinn og bú- inn til að hjálpa fólki að komast með,“ segir Pétur. „Vélarnar voru troðfullar og rúmlega það, en maður komst alltaf með ef Óskar var við stjórnvölinn, stundum í flugstjórnarklefanum, stundum í auðum flugfreyjusæt- um aftur í, og stundum annars staðar …“ Eins og er með flesta roskna menn var Óskar fastur á skoð- unum sínum. Þegar hrunið varð var hann með ástæðuna á hreinu: „Þetta hefði aldrei gerst, ef Dabbi hefði verið við stjórn- völinn. Dabbi er maðurinn!“ Óskar var góður drengur og félagi, sem við vinir hans í Vent- ura komum til með að sakna, þótt minning hans lifi. Fyrir hönd Íslendinganna í Ventura færi ég Brynju og fjölskyldu samúðarkveðju okkar. Kristján Ingvarsson. Óskar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.