Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 56
56 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Greiddar staðgreiðslutekjur sveit- arfélaga landsins og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga voru á síðasta ári samtals 141,9 milljarðar króna. Hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var 17,1 milljarður af þeirri fjár- hæð. Fyrstu ellefu mánuði þessa árs voru greiddar staðgreiðslu- tekjur sveitarfélaganna samtals 138,1 milljarður króna og er því útlit fyrir að tekjurnar aukist um- talsvert á árinu, miðað við síðasta ár. Í fyrra voru tekjurnar í desem- ber samtals 13 milljarðar króna. Ef sú verður líka niðurstaðan í desember á þessu ári aukast þær um 10 milljarða króna á árinu, miðað við síðasta ár. Líklegt er að tekjurnar í desember verði 14 milljarðar, sem þýðir að stað- greiðslutekjurnar koma til með að aukast um 11 milljarða króna milli ára. Endanlegt uppgjör ársins liggur vitaskuld ekki fyrir fyrr en við uppgjör ársreikninga. Þegar talað er um staðgreiðslu- tekjur er átt við útsvarstekjur sem innheimtast í staðgreiðslu- skilakerfi. Álagt meðalútsvar er 14,44% af launatekjum. Frá því dragast síðan 1,76% stig sem fara til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, vegna framlags til grunnskóla og málefna fatlaðs fólks. Tekjum sjóðsins er skipt á milli sveitarfé- laganna, sam- kvæmt sér- stökum reglum. Útsvars- prósentan getur verið mismun- andi frá einu sveitarfélagi til ann- ars. Samkvæmt núgildandi tekju- stofnalögum getur útsvarsprósentan hæst verið 14,52% en lægst 12,44%. Gunnlaugur Júlíusson, hagfræð- ingur Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir ekki ólíklegt að stað- greiðslutekjur sveitarfélaganna aukist um 10 til 11 milljarða króna á árinu, enda hafi desember venju- lega verið nokkuð hár, miðað við aðra mánuði ársins. Hann segir ekki ólíklegt að tekjurnar í desem- ber verði um 14 milljarðar króna. Því verði staðgreiðslutekjur ársins um 152 milljarðar króna. „Við verðum að hafa í huga að þessar tölur eru á verðlagi hvers árs. Engu að síður koma tekjurnar til með að aukast verulega, þegar tillit hefur verið tekið til verð- bólgu. Atvinnuleysi hefur dregist sam- an á árinu og þar með aukast launatekjurnar. Þessi staðreynd vegur nokkuð þungt, þegar leitað er skýringa á auknum stað- greiðslutekjum sveitarfélaganna. Kjarasamningar hafa líka mikið að segja, með nýjum samningum hækkuðu laun fólks. Áhrif nýrra kjarasamninga koma berlega í ljós, þegar einstakir mánuðir eru skoð- aðir. Tekjur sveitarfélaganna fóru að aukast á miðju ári, einmitt þeg- ar margir samningar tóku gildi. Á fyrri hluta ársins var aukningin ekki eins mikil, áhrif kjarasamn- inganna eru því töluverð. Sömu- leiðis er rétt að benda á að útsvar- sprósentan hækkaði að jafnaði um 0,04% á þessu ári vegna breytinga á samkomulagi við ríkið um fjár- mögnun á yfirfærslu á mál- Útsvarstekjur sveitarfélaga aukast um 10 til 11 milljarða  Tekjurnar aukast þegar dregur úr atvinnuleysi  Nýir kjarasamningar skapa auknar tekjur Morgunblaðið/Kristinn Akureyri í vetrarskrúða Höfuðstaður Norðurlands er fjórði stærsti kaupstaður landsins og íbúum hefur fjölgað hægt og örugglega. Tilkoma Vaðlaheiðarganga mun hafa jákvæð áhrif.  Gunnlaugur V. Júlíusson Ásgeir Einarsson hönnuður Sindrastólsins (1927 – 2001) Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Skammel 52.000 kr. Hábaksstóll með snúning 245.000 kr. Sófi 249.000 kr. Borð hannað af Sturlu Má Jónssyni 69.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.