Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 90
90 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 JÓLAMATUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nanna Rögnvaldardóttir mat- reiðslubókahöfundur segist hafa verið ung að árum þegar hún ein- setti sér að binda sig ekki við hefð- ir þegar kæmi að jólamatnum. Hún segist hafa tekið þessa ákvörðun því hún hafi séð að jólahefðirnar geta svo hæglega breyst í jólakvað- ir og að fólki finnist jólin ónýt ef það fær ekki alltaf nákvæmlega sama matinn. Lengi vel eldaði Nanna því aldrei sömu jólaréttina tvö ár í röð. Hefð fyrir barnabörnin En viti menn, þegar barnbörnin komu til sögunnar og fóru að hafa sterkar skoðanir á mat myndaðist þrýstingur sem dugði til að vikið var frá gömlu reglunni. „Eins og gengur og gerist er maður eft- irlátssamur við barnabörnin en þau reyndust halda mikið upp á anda- bringurnar mínar. Ég hef þess vegna matreitt andabringur á að- fangadag síðustu átta eða níu árin. Þessi jólin verð ég ekki á landinu og lendir það því á dóttur minni að elda „andabringurnar hennar ömmu“ fyrir fjölskyldu sína.“ Sjálf mun Nanna athuga hvernig jólin ganga fyrir sig á Madeira. Segist hún í dag varla geta kallað sig mikið jólabarn og nú langi sig að prufa að leggja allt jóla- tilstandið til hliðar en njóta þess í stað jólakyrrðarinnar í hlýrra lofts- lagi. „Við sjáum svo til hvernig mér líkar við Madeira í desember. Ef þetta verður alveg ömurlegt þá hef ég a.m.k. prófað það einu sinni.“ Sérstök skúffa í frystinum Andabringurnar kaupir Nanna oft með löngum fyrirvara ef hún finnur þær til sölu á góðu verði. Fara bringurnar svo í sérstaka skúffu í frystiskápnum, sem geng- ur undir nafninu andaskúffan og geymir eingöngu fuglakjöt af ýmsu tagi, og liggja þar fram að jólum. Er um að ræða ali-önd og segir Nanna nokkurn veginn hægt að ganga að gæðunum vísum svo að ekki er verið að taka mikla áhættu með kaupunum. „Þar sem fuglinn er ræktaður en ekki villtur er ekki hætta á að maður lendi óvart á gömlum og seigum fugli, eins og stundum getur gerst þegar maður kaupir villibráð eða skýtur hana – það er meira happdrætti.“ Kjötið er rauðleitt en þó ekki eins dökkt og á villtum fugli og á bringunni er fitulag sem gefur skemmtilegt bragð. „Gott er að velja bringur sem eru með ágæt- lega þykku fitulagi en oft getur verið erfitt að sjá fituna þegar önd- in er keypt innpökkuð því að þá eru iðulega tvær bringur í pakka og liggja fituhliðarnar saman á meðan kjöthliðarnar snúa út. En yfirleitt er þetta nú í góðu lagi, ég hef aldrei fengið andabringur sem ekki voru góðar.“ Að elda öndina er ekki snúið. Eftir að kjötið hefur náð herberg- ishita sker Nanna tígulmynstur í fituna, kryddar svo bringurnar og setur þær beint á kalda pönnu en lætur hitann hækka hratt. „Þá byrjar fitan að bráðna af kjötinu og mýkir það um leið. Ég steiki kjötið á fituhliðinni í nokkrar mínútur, þar til fituhliðin hefur tekið góðan lit og fitan runnið vel úr henni, sný henni svo og steiki í 1-2 mínútur. Tek hana svo af hitanum og læt oftast bíða í um fimm minútur áður en hún fer inn í ofninn og steikist þar, yfirleitt við 180-200°C í 8-12 mínútur eftir þykkt og eftir því hvað maður vill hafa hana mikið steikta.“ Ekki endilega alveg eins Þótt Nanna hafi eldað anda- bringur mörg jól í röð, þvert á fyrri heit, er ekki þar með sagt að þær séu alltaf eldaðar á nákvæm- lega sama hátt. Stundum nuddar hún bringurnar einungis upp úr pipar og salti, stundum eru þær kryddaðar meira eða látnar liggja í kryddlegi, t.d. rauðvínslegi með kryddjurtum. Einnig hefur hún marínerað þær í kryddlegi úr púrt- víni, hunangi og sojasósu. Nanna segir andabringur hent- ugan jólarétt m.a. vegna þess hve stuttan tíma matseldin tekur. Er gott að losna við það, í amstri jólanna, að þurfa að standa yfir pottunum í eldhúsinu svo tímunum skiptir. „Þá kaupir maður bring- urnar tilbúnar og snyrtar sem ger- ir eldamennskuna léttari en ef ver- ið væri að vinna með heilan fugl. Þegar bringurnar koma út úr ofn- inum þarf svo bara að láta þær standa í nokkrar mínútur, skera svo í sneiðar, setja á fat og bera fram.“ Sætleiki og fita Nönnu þykir koma vel út að hafa steiktar perur eða epli með önd- inni, þurrkaðar apríkósur, sveskjur og aðra ávexti. Sætleikinn í ávöxt- unum skapi gott mótvægi við fit- una í öndinni. Ofnbakað rót- argrænmeti eins og butternut-grasker og sætar kart- öflur henta líka vel með andar- bringum. „Rauðvín fer vel með andarbringu en ekki spyrja mig um tegundir. Ég bið einfaldlega um leiðsögn í vínbúðinni og finn þannig gott rauðvín með öndinni ár hvert.“ En hversu mikið þarf að kaupa inn? Nanna mælir með að gera ekki ráð fyrir minna en einni bringu á hvern fullorðinn gest. „Dóttir mín mun elda andabringu fyrir fjóra í ár og var einmitt að spyrja mig út í þetta. Við vorum sammála um að best væri að elda eina bringu á mann og svo eina til viðbótar. Það sakar ekki þótt eitt- hvað verði afgangs af bringunum, enda eru þær góðar kaldar og líka fínar í salöt af ýmsu tagi.“ Andabringur henta vel í amstri jólanna  Matreiðslan tekur ekki langan tíma og öndin bragðast vel hvort sem hún er heit eða köld  Nanna Rögnvaldar segir gott að hafa sæta ávexti með öndinni, s.s. steiktar perur eða epli, til að skapa mótvægi við fituna Ómótstæðilegt Andabringan hentar mjög vel köld með salatréttum og upplagt að nota þannig afgangana úr veislunni, ef einhverjir eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.