Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair Lukkulíf á Kanarí 5. - 17. janúar Verð frá99.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í íbúð í 12 nætur *Verð án Vildarpunkta 109.900 kr. Síðustu sætin í sólina í janúar Þó margir tengi brimbrettaiðkun við hvítar strendur, sólríkt veður og volgan sjó segir Bjarki Þorláksson, framkvæmdastjóri Surf.is, marga er- lenda brimbrettaiðkendur hafa augastað á Ís- landi. „Hér höfum við svartar strendur, kolbrjálað veður og flottar öldur. Það er allt sem þarf,“ segir Bjarki en áhuginn erlendis stafar m.a. af þessari „heimsskautsupplifun“ sem margir vilja öðlast á brimbrettinu að sögn Bjarka. Það skal látið ósagt hvort ofurhuginn sem ljósmyndari Morgunblaðs- ins myndaði í óveðrinu á þriðjudag er erlendur ferðamaður eða ekki, en hann lét vonskuveðrið ekki stöðva sig í því að stíga dansinn á öldunum utan við Seltjarnarnes á meðan flestir landsmenn héldu sig inni í hlýjunni. ash@mbl.is Brunað á öldum Atlantshafsins í vonskuveðri Morgunblaðið/Ómar Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það voru margir sem vissu ekki af verkfallinu. Í þessum seinni lotum höfum við orðið vör við meiri pirring hjá fólki,“ segir Oddur Steinarsson framkvæmdastjóri lækningasviðs á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæslulæknar voru í verkfalli á mánudaginn og þriðjudaginn. Bráðatilfellum var þó sinnt eins og undanfarið. Oddur áætlar að yfir 2.000 lækna- viðtöl hafi fallið niður báða dagana. Þá hafi langar biðraðir myndast á læknamóttökum. „Þetta er ekki gott, vægast sagt. Ég vona innilega að til hennar [næstu verkfallslotu lækna] komi ekki. Ég held að það sé mjög varhugavert að fara með þessa deilu yfir áramótin.“ Í þessu samhengi bendir hann á að unga fólkið sem er í sérnámi hafi lýst því yfir að það muni fara til baka. „Það getur verið mjög erfitt að fá þetta fólk aftur til baka,“ segir Odd- ur og lýsir þungum áhyggjum af stöðu heilsugæslunnar, sem fékk sáralitla viðbótarfjárveitingu nú. Hann segir mikilvægi þeirra fyrir- byggjandi aðgerða sem eru í heilsu- gæslunni ekki nægilega sýnilegt og á þar m.a. við forvarnir og bólusetn- ingar. Þá hafi rannsóknir sýnt að lönd sem búi að sterkri heilsugæslu nái betri árangri hvað varðar heil- brigði almennings og séu með hag- kvæmari heilbrigðiskerfi en saman- burðarlönd. „Eins og staðan er núna er að fjara undan heilsugæslunni og t.d. vantar 70-80 sérfræðinga í heimilis- lækningum á landsvísu.“ Síðasti dagur verkfallslotunnar Í dag er síðasti dagur verkfallslotu lækna fyrir jól. Verkfallið nær til flæðisviðs, lyflækningasviðs, geð- sviðs og skurðlækningasviðs á Land- spítalanum, auk sjúkrahússins á Ak- ureyri. Auk lækna á heilsugæslum höf- uðborgarsvæðisins og heilbrigðis- stofnunum á landsbyggðinni voru læknar á kvenna-, barna-, aðgerða- og rannsóknasviðum Landspítalans í verkfalli á mánudaginn og þriðju- daginn. Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands hafa sam- þykkt verkfallslotu sem hefst eftir áramót. Leysist deilan ekki fyrir 5. janúar verða skipulagðar skurðaðgerðir á Landspítalanum einn dag í viku, á föstudögum frá og með þeim tíma, en næsta verkfallslota, sem læknar sam- þykktu fyrr í vikunni með yfirgnæf- andi meirihluta, er skipulögð í 4 vikur og nær fram í mars. Hún verður mun víðtækari en sú sem nú stendur yfir. Sem dæmi má nefna að þá verða skurðlæknar og svæfingalæknar til skiptis í verkfalli. Þetta hefur þær af- leiðingar í för með sér að einn dag í viku verður hægt að vera með skipu- lagðar aðgerðir. Að meðaltali eru skipulögðu aðgerðirnar um 40 á dag. Þrátt fyrir verkfall eru fram- kvæmdar allar bráðaaðgerðir sem eru um tuttugu talsins og biðlistarn- ir lengjast sífellt. Alma Möller framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans reiknar með að nú þegar hafi um 700 aðgerð- um verið frestað. Ef af næstu verk- fallslotu verður þá munu 160 aðgerð- ir frestast í hverri viku. Ljóst er að róðurinn þyngist þar sem biðlistinn lengist. Vissu ekki af læknaverkfalli  Aukinn pirringur sjúklinga yfir verkfalli lækna, segir heilsugæslulæknir  Skurðaðgerðir einn dag í viku eftir áramót ef verkfall lækna heldur áfram Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á annað hundrað þúsund rafræn skilríki eru komin í hendur fólks til virkjunar. Vel á fjórða tug þúsunda Íslendinga hafa nú þegar virkjað skilríki sín. Árni Sigfússon, verkefnisstjóri innleiðingar rafrænna skilríkja, sagði að undanfarið hefðu um eitt þúsund rafræn skilríki verið virkjuð á degi hverjum. Búast má við ör- tröð á afgreiðslustöðum þegar nær dregur því að fólk geti farið að samþykkja leiðréttinguna. Að öllum líkindum verður opnað fyrir það nú um miðjan mánuðinn. Langflestir hafa valið að nýta rafræn skilríki í farsíma. Til að nota þau þarf hver og einn notandi að leggja á minnið nokkrar lykiltölur. Síðan getur hann notað skilríkin til að fara inn á fjölmargar síður sem tilheyra honum einum á öruggari hátt en áður hefur verið í boði, að sögn Árna. „Okkur sýnist augljóst að mjög margir séu að undirbúa sig í tíma fyrir að ganga frá rafrænni und- irritun sinni vegna leiðréttingarinn- ar en einnig eru fjölmargir sem óháð því vilja nýjustu tækni og nýta sér þessa einföldu og öruggu leið á netsíðum. Stöðugt fleiri þjónustu- veitendur bætast nú við sem bjóða fleiri netsíður fyrir rafræn skilríki, m.a. bankar, tryggingafélög, Land- læknisembættið, Ríkisskattstjóri, og sveitarfélög. Að auki eru margir einkaaðilar að huga að möguleik- unum,“ sagði Árni . Um þúsund rafræn skilríki eru virkjuð á hverjum degi Morgunblaðið/Rósa Braga Rafræn skilríki Á annað hundrað skilríki eru komin í hendur fólks.  Búist við örtröð á afgreiðslustöðum Mjög vel gekk að tryggja bráða- þjónustu lækna á verkfallsdögum í annarri verkfalls- lotu lækna frá 17. -27. nóvember. Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem embætti Landlæknis stóð fyrir í byrjun desember á meðal yf- irmanna á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu þar sem þeir voru beðnir um að meta áhrif annarrar verkfallslotunnar. Svöruðu þeir níu spurningum um bráðaþjónustu, meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd, skóla- heilsugæslu, heimaþjónustu, al- menna þjónustu, óvænt vandamál og atvik sem tengjast verkfalls- aðgerðum. Niðurstöður sýna að í heild hefur gengið vel að sinna heil- brigðisþjónustu þrátt fyrir verkfalls- aðgerðir. Þó segir að örfá óvænt vandamál hafi komið upp í verkfalls- lotunni auk þess sem nokkur væg at- vik hafi komið upp sem stjórnendur telja tengjast verkfallsaðgerðum. Verkefnin hrannast upp Verkfallsaðgerðir lækna héldu áfram í gær. Þá lögðu læknar af flæðisviði, geðsviði, skurðlækn- ingasviði og lyflækningasviði LSH niður störf auk lækna á sjúkrahús- inu á Akureyri. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum segir að aðgerð- irnar leiði til síversnandi ástands. „Það hrannast upp verkefnin og í raun er tvennt nýtt sem við höfum áhyggjur af og það eru harðari að- gerðir í janúar og viðbrögð lækna- nema. Ég skil vel áhyggjur þeirra og deili þeim. Ef unga fólkið kemur ekki á Landspítalann þá er framtíðin í hættu. Þegar horft er fram á vorið þá er ljóst að ef ekki verður sótt um kandídatastöður þá fáum við ekki um 40 unga lækna,“ segir Ólafur. vidar@mbl.is Vel gekk í verk- fallslotu  Gekk mjög vel að sinna bráðaþjónustu Morgunblaðið/Ómar Ólafur Baldursson Landspítali Heilbrigðisþjónusta gekk vel í annarri verkfallslotu. Enginn fund- ur hefur ver- ið boðaður í læknadeil- unni; hvorki á milli Skurðlækna- félags Ís- lands og rík- isins né Læknafélags Íslands og ríkisins. Í gær var fundi Læknafélagsins við rík- issáttasemjara, sem átti að hefjast klukkan tvö, frestað. „Ég veit það ekki ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Þor- björn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, spurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Engir fundir á dagskrá KJARADEILA LÆKNA Þorbjörn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.