Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Ketilbjöllur þriðjud. og fimmtu d. kl 12:00 Cross train Extre me XTX Mánud. þriðjud. o g fimmtud. kl. 17. 15 Laugardagar kl.10 .00 Spinning mánudaga, miðvik udaga og föstudaga kl. 12:0 0 og 17:15 Opnir tímar: Frír prufutími Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi VILT ÞÚ ÖÐLAST STARFSRÉTTINDI ? FINNDU ÞÍNA FRAMTÍÐ Í SKEMMTILEGUM OG PERSÓNULEGUM SKÓLA Opið er fyrir innritun frá 1. nóv. til 20. des. í gegnum menntagatt.is Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is Eftirfarandi námsleiðir í boði: Almennt nám Grunnnám bíliðna Grunnnám rafiðna Grunnnám bygg. og mannvirkja Hársnyrtibraut 2. 3. 4. og 5. önn Húsasmíði Húsgagnasmíði Listnám hönnun og handverk Málmiðngreinar fyrri hluti Pípulagnir Rafvirkjun Rennismíði Stálsmíði Tækniteiknun Vélvirkjun ALLIR ALDURSHÓPAR ERU VELKOMNIR Skúli Halldórsson sh@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun sam- þykkti í byrjun desember beiðni Ís- landspósts um heimild til að loka póstafgreiðslu í Sandgerði. Þess í stað mun Íslandspóstur nota póst- bíla til að sinna þjónustu við íbúa bæjarfélagsins. Liðin eru 35 ár síðan þar voru framin tvö rán með stuttu millibili. Komst ræninginn í bæði skiptin af vettvangi með tæpa hálfa milljón króna. Var fyrra ránið framið í byrjun febrúar árið 1979 og hið síð- ara í ársbyrjun 1980. John Earl Kort Hill, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá lög- reglunni á Suðurnesjum, var fyrst- ur á vettvang eftir ránin og fór fyr- ir rannsókninni. Í samtali við Morgunblaðið segir John að málið hafi aldrei upplýst að fullu. Sannanir skorti „Ræninginn hefur aldrei fundist, en þrátt fyrir það hefur ákveðinn aðili allt- af legið undir grun. Ekki náðist þó að sanna að hann hefði framið brotið,“ segir John og bætir við að líklega hafi sá sami verið að verki í bæði skiptin. „Aðeins tæpt ár var á milli þessara rána og mér þótti þau keimlík á sínum tíma. Hvarflaði því sterklega að mér að um sama aðilann hefði verið að ræða,“ segir John. Old Spice rakspírinn var áberandi í fréttum af fyrra ráninu, þar sem póstmeist- arinn, Unnur Þorsteins- dóttir, sagði að megna lykt af rakspíranum hefði lagt frá ræningjanum. Birtust í kjölfarið fréttir þess efnis að sala rakspírans hefði dottið niður úr öllu valdi í Sand- gerði og nágrenni eftir póstránið. Hafði blaðamaður Morgunblaðs- ins þá samband við Lydiu Egils- dóttur í versluninni Öldunni í Sand- gerði til að kanna málið. Sagði Lydia þá að þessi saga gæti ekki staðist þar sem rakspírinn hefði ekki fengist í plássinu síðan fyrir jól og bætti við: „Líklega hefur ræninginn fengið rakspírann í jóla- gjöf.“ Ránið var aldrei upplýst  Þjófurinn angaði af Old Spice  Rændi hálfri milljón úr pósthúsinu í Sandgerði í tvígang  Nú á að loka pósthúsinu Morgunblaðið/Emilía Glæpavettvangur Pósthúsið í Sandgerði, sem reyndar kallaðist af- greiðsla Pósts og Síma þegar ránin voru framin. Þau upplýstust ekki. „Það er tilfinning allra sem komu að þessu að það hafi verið góður árang- ur,“ segir Siv Friðleifsdóttir, fyrrum alþingismaður, um árangur Velferð- arvaktarinnar á árunum 2009-2013 en matsskýrsla um störf nefndarinn- ar var kynnt á Háskólatorgi í gær. Siv, sem gegnir formennsku í nýrri Velferðarvakt, tekur sem dæmi um störf fyrri vaktar að það hafi tekist að koma upp mjög virkum vinnu- markaðsaðgerðum sem ekki voru fyrir hendi fyrir efnahagshrunið og að þar hafi m.a. vaktin átt hlut að máli. „Atvinnuleysi fór í 9,1% í apríl 2009, um það leyti sem vaktin byrjar að starfa, og þegar maður horfir til baka þá sjáum við núna að það tókst að halda uppi frekar mikilli virkni og setja á laggirnar ýmis góð vinnu- markaðsúrræði sem við búum að í dag,“ segir Siv en atvinnuleysi mældist 5% í október á þessu ári. Hún bætir við að það sé alltaf erfitt að sanna hvernig málum væri nú háttað ef Velferðarvaktin hefði ekki tekið til starfa á sínum tíma „En mið- að við það sem ég þekki til mála, þá skipti vaktin máli. Hún kom að góð- um notum,“ segir Siv. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók ákvörð- un um að ný Velferðarvakt yrði skip- uð eftir fund hennar með gömlu vaktinni sem lagði eindregið til að starfi hennar yrði haldið áfram. Sú vakt var skipuð í júní síðastliðnum. Siv segir hlutverk nýju vaktarinnar vera nokkuð svipað hlutverki gömlu nefndarinnar, en að í skipunarbréf- inu hafi Eygló sérstaklega tilgreint tvo hópa sem vaktin ætti að einbeita sér að. Annars vegar fátækar barna- fjölskyldur og hins vegar þá sem búa við sára fátækt. ash@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Efnahagshrun Velferðarvaktin var sett á laggirnar í kjölfar efnahags- hrunsins árið 2009 og segir núverandi formaður vaktina hafa skipt máli. Árangur af starfi Velferðarvaktar  Ný vakt tekst á við önnur verkefni Stjórn Landvarðafélags Íslands ger- ir alvarlegar athugasemdir við notk- un orðsins „náttúruverðir“ sem heiti yfir eftirlitsmenn með fyrirhuguðum náttúrupassa. Orðið sé einungis not- að í umræðu og fjölmiðlum, en hvergi í frumvarpi til laga um nátt- úrupassa né í athugasemdum um frumvarpið. „Eftirlitsmenn munu ekki sinna eiginlegri náttúruvernd, þar með tal- ið viðhaldi á svæðum, lokun og af- girðingu svæða, fræðslu og rusla- tínslu. Því er óheppilegt að kalla þessa eftirlitsmenn „náttúruverði“ og getur leitt til misskilnings og ruglings við landverði. Meginhluti vinnu landvarða er bein eða óbein náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Landvarðafélagsins. Rangt að kalla eftir- litsmenn náttúruverði Morgunblaðið/Golli Við Geysi Frumvarp til laga um náttúrupassann er umdeilt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.