Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 „Við höfum unnið í landbúnaði frá því við vorum innan við tvítugt og vildum halda því áfram. Þarna sáum við tækifæri til að vera áfram í þessari grein,“ segir Kristinn Gylfi um upphafið að Brúneggjum sem hann stofnaði með Birni bróð- ur sínum í lok árs 2003. Þá stóðu þeir á tímamótum. Höfðu verið umsvifamiklir í fram- leiðslu á svínakjöti, fuglakjöti og eggjum og ráku stórfyrirtæki í kjötvinnslu. Höfðu byggt upp mikið viðskiptaveldi á grunni svínabúsins í Brautarholti sem þeir tóku við af föður sínum með kaupum á fyr- irtækjum í tengdum greinum. Fyrirtækin lentu í greiðsluerf- iðleikum, lánardrottnar tóku rekst- urinn yfir og fyrirtækin urðu gjald- þrota. „Ég stóð á fertugu og var búinn að missa allar mínar eignir,“ segir Kristinn. Hann er viðskiptafræð- ingur og segir að það hafi vissu- lega hvarflað að sér að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi. „Þetta var það sem ég þekkti og hafði aldrei unnið hjá öðrum. Það var því nið- urstaðan að við Björn fórum út í að flytja inn ljósbrúnar varphænur og hefja framleiðslu á vistvænum eggjum,“ segir Kristinn. Veðjuðu á aukningu Þessi starfsemi er ekki áhættu- laus, frekar en annar rekstur. Tíma tekur að byggja hana upp og komu fyrstu eggin ekki á markað fyrr en á árinu 2005. Þeir byrjuðu smátt en hafa byggt fyrirtækið vel upp á áratug. „Það vantaði ekki egg á markaðinn en við veðjuðum á að meira pláss væri fyrir vistvæn egg og að eggja- neysla myndi aukast. Báðar þessar forsendur stóðust. Við fengum strax góðar viðtökur hjá kaup- mönnum og neytendum,“ segir Kristinn Gylfi. Það hjálpaði til að eftir bankahrun stórjókst sala á eggjum og kom það þeim bræðrum á óvart. Þá hefur heilsubylgjan hjálpað þeim. Eggin eru ofarlega á blaði í þeim megrunarkúrum sem vinsælastir hafa verið síðustu tvö árin. Svo hefur aukinn ferða- mannastraumur haft sitt að segja, einkum á sumrin. Aðalvandamálið hjá Brúneggjum hefur verið það að hafa ekki nóg af eggjum til að selja því við- skiptavinir vilja geta gengið að vör- unni vísri þegar þeir þurfa á að halda. Það breyttist ekki fyrr en í vor þegar fyrsti áfangi Stafholts- veggjabúsins var tekinn í notkun. Brúnegg eru núna talin þriðja stærsta eggjabú landsins, með um fimmtungs markaðshlutdeild, og er með fimmtán manns í vinnu. Sáum tækifæri í vistvænum eggjum STÓÐU Á TÍMAMÓTUM EFTIR GJALDÞROT Fjölskyldufyrirtæki Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir og Herdís Þórðardóttir kona Björns, öll vinna þau hjá Brúneggjum. Fleiri úr fjölskyldunni vinna hjá fyrirtækinu. ástæðuna. Hann nefnir fyrst að mun færri hænsni séu á hvern fermetra í húsunum, miðað við eggjabú þar sem hænurnar eru hafðar í búrum. Meiri afföll verði á afurðunum þegar hænurnar eru frjálsar á gólfi og komist í egg sem verpt er á gólfið. Þá nýti brúni stofninn sem Brúnegg eru með fóðrið ekki eins vel og hvíti hænsnastofninn. Fóðurkostnaður á hvert egg sé því meiri. Tákn um vistvæna framleiðslu Brúnu eggin eru heldur stærri en þau hvítu og mörgum finnst þau bragðbetri. Annars er litið svo á í Evrópu að liturinn á eggjunum sé frekar tákn um að þau komi úr vist- vænni framleiðslu. Vel var tekið á móti framleiðsl- unni á íslenska markaðnum og fleiri fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið þann- ig að framleiðsla á vistvænum eggj- um hefur stóraukist. „Annars er það þannig að fram- leiðsla okkar hefur komið inn í rými sem skapast hefur vegna aukinnar eggjaneyslu. Öðrum gengur líka vel og enginn hefur þurft að hætta út af okkur,“ segir Kristinn. Stafholtsveggir Húsin sem Brúnegg nota á Stafholtsveggjum voru áður notuð sem tamningastöð, svínabú og þar áður til sauðfjárræktar. Friðriksmót Landsbankans - Íslandsmótið í hraðskák - fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11 laugardaginn 13. desember nk. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30. Kepp- endur verða 104 talsins. Flestir sterkustu skákmenn landsins taka þátt og efsti keppandi mótsins fær titilinn Íslandsmeistari í hraðskák. Tefldar verða ellefu umferðir. Meðal þegar skráðra keppenda má nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grét- arsson, Helga Ólafsson, Stefán Kristjánsson, Helga Áss Grétarsson og Þröst Þórhallsson. Þetta er ellefta árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Ís- lands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeist- ara Íslendinga. „Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna í Landsbankann á laugardaginn til að upplifa, að margra mati, skemmtilegasta eins dags mót ársins,“ segir í tilkynn- ingu frá Skáksambandinu. Flestir sterkustu skákmenn landsins í Friðriksmótinu Friðrik Ólafsson Jólamarkaður fjölskyldunnar verð- ur haldinn í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli í dag, fimmtudag, milli kl. 16:30 og 17:30. Þarna verður selt jólaskraut og jólagóðgæti sem börn og unglingar hafa búið til. Ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til styrktar þróunarstarfi Rauða kross Íslands fyrir börn í Malaví og Sómalíu. Aðstoðin sem börnin og fjölskyldur þeirra veita RKÍ með þessum hætti hefur sitt að segja við að bæta aðstöðu barna sem búa við afar bágar aðstæður. Einnig bjóða unglingar í Frosta heitt súkkulaði, piparkökur og krap til sölu. „Allir eru hvattir til að koma með pening á jólamarkaðinn til að börnin fái betri tilfinningu fyrir sölunni, en það verða posar á svæðinu fyrir þá sem kjósa það frekar,“ segir í tilkynningu. Jólamarkaður í Frostaskjóli í dag Brokk-kórinn, undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, mun koma fram á opnunar- og lokahátíð heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem haldið verður í Herning í Danmörku á næsta ári. Brokk-kórinn skipa um 40 hestamenn úr öllum hestamannafélögum Stór-Reykjavíkursvæðisins. Kórinn syngur hestalög í bland við íslensk þjóðlög og dægurperlur. Í kvöld kl. 20 mun Brokk-kórinn halda aðventu- tónleika í Seljakirkju. Hestamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta en við sama tækifæri verður kynning á heimsmeistaramótinu í Herning. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en innifalið er heitt kakó og vöfflur. Brokk-kórinn syngur í Seljakirkju Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Emma Bridgewater Feels like home www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 10% afsláttur Fullgreitt fyrir 1. marsÁ ferðum fram og til baka,gildir ekki með öðrum tilboðum. Bókaðu núna! Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.