Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 115

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 115
MENNING 115 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 ÁKjarvalsstöðum hefursænski listamaðurinnAndreas Eriksson efnt tilforvitnilegrar og nokkuð viðamikillar samræðu milli eigin verka og valinna verka eftir Jóhann- es S. Kjarval. Áhugi Erikssons á ís- lenska listamanninum mun hafa vaknað er hann sá bók um þann síð- arnefnda fyrir fáeinum árum. Sam- ræðan skiptist í tvær sýningar með verkum eftir þá báða, þótt verk Er- ikssons séu í meirihluta. Annars vegar er það „Andreas Eriksson: Roundabouts“ í vestursal og hins vegar „Kjarval: Efsta lag / Top Soil“ í austursal, en hann titlar sig raunar sýningarstjóra þeirrar sýningar, þótt hann eigi þar sjálfur fjölda verka. Auk þess sýnir Eriksson eig- in verk í millirými safnsins og eru þau í samspili við umhverfið úti fyr- ir. Í „Roundabouts“ sýnir Eriksson stór landslagsverk sín auk nokkurra smærri, ásamt verkum eftir Kjarval. Verkin fá gott andrými í salnum og samstilling þeirra er yfirveguð. Það skiptir Eriksson, líkt og Kjarval, miklu hvernig málningin er lögð á flötinn; pensilför eru oft sýnileg og litasamsetningar óvæntar. Málunar- aðferð beggja mótast af nálægð við bæði efnivið málverksins og fyrir- bæri náttúrunnar og er auðvelt að koma auga á vensl milli verka þeirra; skyggnst er ofan í svörðinn, ef svo má segja. Í voldugum og oft á tíðum áhrifaríkum verkum býr skóg- ar- eða klettalandslag á mörkum hins óhlutbundna, sem og gjarnan dulúðugt andrúmsloft. Áhugavert er að sjá myndir Kjarvals í því sam- hengi sem hér verður til, einkum landslagsverk hans, en þó einnig portrettverk sem á sér merkilega mikinn samhljóm með lítt hlut- bundnum verkum Erikssons. Verk Erikssons gætu vitaskuld staðið ein og sér en sýningin í heild felur í sér eins konar íhugun um verk Kjarvals, og vekur jafnframt til umhugsunar um tengsl milli náttúruskynjunar og þess að mála mynd. Sýningin „Kjarval: Efsta lag“ í austursalnum er sundurleitari en felur engu að síður í sér marghátt- aðar og athyglisverðar vangaveltur um starf þessara málara og um list- ræna endursköpun náttúrufyrir- brigða. Þar hefur Eriksson m.a. tek- ið í sundur trjágreinar, sett þær aftur saman og steypt í brons. Þá hefur hann einnig steypt í brons hrúgur eftir moldvörpur sem mynda óvænt samtal við hraunið í verkum Kjarvals. Bronsfuglar, afsteypur fugla sem drápust er þeir létu blekkjast af landslagsspeglunum í gluggum á húsi Erikssons, minna á þá tilhneigingu margra að horfa ein- ungis á „efsta lagið“ í málverkum og á myndina sem slíka – og láta á viss- an hátt glepjast af henni – en fara jafnframt á mis við þá merkingu sem tengist undirlaginu og starfi lista- mannsins. Með því að taka úr römm- um og hengja þétt saman nokkur málverk Kjarvals er vísað til þess víðáttumikla landslags sem varð kveikjan að verkum hans. Á hinn bóginn undirstrikar Eriksson þá staðreynd að „landslagið“ er ein- ungis stór flötur sem þakinn hefur verið olíumálningu sem áhorfandinn leggur í landslagstengda merkingu. Endurteknar ferðir Kjarvals út í náttúruna og listrænt atferli hans er dregið fram í þessari „innsetningu“ og í vali annarra verka sem varpa ljósi á hinn næma, frjóa og sístarf- andi málara. Íhugult atferli Eriks- sons sjálfs endurspeglast í vali á verkum eftir Kjarval og í eigin list- sköpun og athugunum – og þannig mætast óvænt listamenn ólíkra tíma og landa í könnun á innra lífi í sam- spili við ytri veruleika. Á þessum vönduðu sýningum má fá innsýn í myndlist Erikssons með vissri hlið- sjón af verkum Kjarvals; sýning- argestum eru þannig látnir lyklar í té – um leið og þeim býðst að skoða hefðina í endurnýjuðu ljósi. Merkingin í málningunni Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Andreas Eriksson: Roundabouts – Kjarval: Efsta lag / Top Soil bbbbn Til 4. janúar 2015. Opið alla daga kl. 10- 17. Aðgangur kr. 1.300, árskort kr. 3.300. Námsmenn 25 ára og yngri kr. 650, hópar 10+ kr. 760, 18 ára og yngri og öryrkjar: ókeypis. Sýningarstjóri: Andreas Eriksson. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Einar Falur Eriksson „Íhugult atferli Erikssons sjálfs endurspeglast í vali á verkum eftir Kjarval og í eigin listsköpun og athug- unum – og þannig mætast óvænt listamenn ólíkra tíma og landa í könnun á innra lífi í samspili við ytri veruleika.“ Málverk Eitt stórra málverka Erikssons, Kofi Teds Kaczynskij. Ein frægasta myndin af Bangsímon, bangsanum vina- lega sem nefnist Winnie the Pooh upp á ensku, var sleg- in hæstbjóðanda á uppboði í Bretlandi á 314.500 pund, rúmlega 60 milljónir króna. Var það þrefalt matsverð myndarinnar. Blekteikning myndskreytisins E.H. Shepard af Bangsímon að leik ásamt vinum sínum Gríslingi og Kristófer birtist fyrst árið 1928 í annarri bók A.A. Milne um félagana, The House At Pooh Corner, en hún nefnist Húsið á Bangsahorni í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Teikningin hefur verið í einkasafni síðan á áttunda áratugnum. Hún var ein nokkurra eftir Shepard sem voru boðnar upp hjá Sotheby’s og sú langdýrasta. Dýr mynd af Bangsímon og vinum hans seld á uppboði Verðmæt Teikning E.H. Shepard af félögunum birtist fyrst á prenti 1928, í annarri bók A.A. Milne um Bangsímon og vini hans. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 13/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Jesús litli (Litla sviðið) Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 14/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Fös 26/12 kl. 14:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is MP5 (Aðalsalur) Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00 Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur) Sun 14/12 kl. 14:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Sun 18/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 JOHNNY AND THE REST í Tjarnarbíó (Aðalsalur) Lau 20/12 kl. 19:30 Aðventa (Aðalsalur) Sun 14/12 kl. 20:00 leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Þri 23/12 kl. 13:00 Forss. Fös 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/1 kl. 19:30 12.sýn Fös 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 10/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 24/1 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 15/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 29/1 kl. 19:30 14.sýn Fös 2/1 kl. 19:30 3.sýn Fös 16/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 3/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 17/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fim 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 22/1 kl. 19:30 11.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Karitas (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 29.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 28.sýn Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 13/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð. Ofsi (Kassinn) Lau 13/12 kl. 17:00 Lau 13/12 kl. 19:30 Aukas. Sun 14/12 kl. 19:30 Sýning sem hefur fengið frábærar viðtökur. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Mán 29/12 kl. 13:00 Lokas. Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.