Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 6
HEIMURINN
á
ský
morð
85. Sjálf sat Rousseff
andstöðu við herstjó
meðal annars pyntin
KIN
A COUNTYPANOL
aNítján ár
hamJessica C
síést af sárum
gregleftir að kveikt hafði ve
kom að henni alelda á s
var með lífsmarki þeg
og notaði hinsta anda
ódæðisma
fjölskyldu h
mikinn óhu n
KKLA
AY egar herflugvél á æfingalífi og sex slösuðust þEi
urinn og flugnemi sluppunæði fyrir fatlaða. Bæði flugmaðá hús
t úr vélinni í fallhlíf í tækaen þeim tókst að henda sér úskrekkinn
tíð urinn að fljúga vélinni inn áfranska hersins reyndi flugmaðAð sögn
svæ kki.sem ekki er búið, en það tókst e, þar
U Von er að er að taka á
í land u 1930. Samkvæ
kju e
i
Íslandsdeild Amnesty Int-
ernational skorar á fólk að
láta ekki sitt eftir liggja á að-
ventunni í baráttunni fyrir
betri heimi. Á bréfamaraþoni
samtakanna er hægt bregðast
við vegna tólf áríðandi
mála sem þurfa á athygli
landans að halda. Meðal
þeirra er ákall til Baracks
Obama Bandaríkja-
forseta um tafarlausa
lausn Chelsea Manning
sem hlaut 35 ára fangels-
isdóm í ágúst
2013 eftir að hafa lekið leyni-
legum gögnum Bandaríkja-
stjórnar á vefsíðuna Wiki-
leaks. Einnig er hægt að senda
bréf til forsætisráðherra Ind-
lands og krefjast réttlætis fyr-
ir fórnarlömb Bophal-
gaslekans en á milli 7.000 og
10.000 manns létu lífið vegna
lekans fyrir 30 árum og þús-
undir eftirlifenda þjást af lang-
varandi heilsuvandamálum,
sérstaklega konur sem missa
gjarnan fóstur eða fæða börn
með margvíslega fötlun.
Moses var að bíða eftir nið-urstöðum úr prófum ígrunnskóla þegar líf
hans tók hamskiptum.
Hann var aðeins 16 ára þegar
nígeríski herinn handtók hann í
nóvember árið 2005. Hann var sak-
aður um að stela þremur símum og
öðrum samskiptabúnaði. Moses
lýsti því hvernig hermaður skaut
hann í höndina við handtöku og
annar barði hann í höfuðið og bak-
ið. Honum var upphaflega haldið í
hermannaskála þar sem honum var
sýnt lík sem hann var beðinn um
að bera kennsl á. Þegar hann gat
það ekki var hann barinn. Eftir að
hann var fluttur á Epkan-lögreglu-
stöðina sætti hann frekari pynd-
ingum og illri meðferð.
Moses greindi frá því að lög-
reglan hefði barið hann mjög illa
með bareflum. Hann var bundinn
og hengdur upp á höndum í yfir-
heyrsluherbergi og töng var notuð
til að draga neglur af höndum hans
og fótum í þeim tilgangi að þvinga
hann til játningar. Réttarhöldin yf-
ir honum fóru fram í hæstarétti í
Effurum í Delta-ríki. Rannsóknar-
fulltrúinn mætti ekki við réttar-
höldin og sakfellingin gegn Moses
byggðist á mótsagnakenndum vitn-
isburði og játningum hans sem
þvingaðar höfðu verið fram með
pyndingum. Eftir átta ár í fangelsi
var Moses dæmdur til dauðarefs-
ingar með hengingu. Hann fékk
aldrei tækifæri til að bera vitni
fyrir réttinum um þá illu meðferð
og pyndingar sem hann þurfti að
þola. Moses fær aðeins að hitta
fjölskyldu sína tvisvar í mánuði á
meðan hann bíður á dauðadeildinni.
Í febrúar á þessu ári lét Moses
eftirfarandi orð falla: „Sársaukinn
sem ég þurfti að þola við pynding-
arnar var óbærilegur. Ég hélt aldr-
ei að ég myndi lifa til dagsins í
dag.“
Frelsi fólks ógnað
um allan heim
Um allan heim er frelsi fólks ógn-
að, mótmælendur eru fangelsaðir
og jafnvel pyndaðir fyrir að birta
skoðanir sínar opinberlega,
aðgerðasinnar eru dæmdir til
dauða, og konur og stúlkur deyja
við barnsburð því þær fá ekki notið
nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu
eða þær fá engu ráðið um líf
sitt og líkama.
Undanfarin ár í kring-
um 10. desember, sem
er alþjóðlegur mannrétt-
indadagur, hefur Am-
nesty International staðið
fyrir einum stærsta mann-
réttindaviðburði heims –
bréfamaraþoni. Þá
koma hundruð
þúsunda einstaklinga saman um
víða veröld og senda bréf til
stjórnvalda sem brjóta gróflega á
mannréttindum fólks í eigin landi.
Einnig hafa þolendur mannrétt-
indabrota fengið sendar stuðnings-
kveðjur en þær veita þolendum
brotanna von og vissu um að um-
heimurinn hefur ekki gleymt þeim.
Fyrir þolendur mannréttindabrota
og fjölskyldur þeirra eru bréfin
tákn um alþjóðlega samstöðu fólks
sem lætur sér annt um réttindi
þeirra og mannlega reisn.
Einstakur viðburður
Að sögn Bryndísar Bjarnadóttur,
herferða- og aðgerðastjóra hjá Ís-
landsdeild Amnesty International,
er um einstakan viðburð að ræða
þar sem máttur samstöðunnar sýn-
ir sig í verki í kröfu um réttlæti
fyrir karlmenn, konur og börn um
heim allan. „Bréfamaraþon Am-
nesty International er vitnisburður
um það sem samtökin standa fyrir
– baráttu einstaklinga fyrir aðra
einstaklinga, hverjir sem þeir eru
og hvaðan sem þeir koma,“ segir
Bryndís.
Salil Shetty, framkvæmdastjóri
Amnesty International, tekur í
sama streng: „Þó ef til vill megi
bæla niður eina rödd sem krefst
réttlætis er ljóst að þúsundir slíkra
radda hljóta hljómgrunn.“
Íslendingar hafa ekki látið sitt
eftir liggja í baráttunni fyrir betri
heimi en á síðasta ári voru 51.219
bréf og kort send utan sem er að
sögn Bryndísar ótrúlegur árangur
og tvöföldun frá árinu áður.
Baráttan heldur áfram.
Hélt aldrei að
ég myndi lifa
UNDANFARIN ÁR HEFUR AMNESTY INTERNATIONAL
STAÐIÐ FYRIR EINUM STÆRSTA MANNRÉTTINDAVIÐBURÐI
HEIMS – BRÉFAMARAÞONI. ÞÁ KOMA HUNDRUÐ ÞÚS-
UNDA EINSTAKLINGA SAMAN UM VÍÐA VERÖLD OG
SENDA BRÉF TIL STJÓRNVALDA SEM BRJÓTA GRÓFLEGA Á
MANNRÉTTINDUM FÓLKS Í EIGIN LANDI.
ÁKALL TIL BARACKS OBAMA
* Bréfamaraþon Amnesty International er vitnisburður umþað sem samtökin standa fyrir – baráttu einstaklinga fyriraðra einstaklinga.“
Bryndís Bjarnadóttir, herferða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Alþjóðamál
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014