Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 48
Í
snoturri íbúð í Garðabænum tekur á
móti blaðamanni brosandi andlit hins
fjölhæfa poppsöngvara Jóns Jónssonar.
Ilmurinn úr íbúðinni er svo lokkandi.
„Þetta er eitthvert kerti sem Hafdís
keypti í Bandaríkjunum,“ segir Jón en kertið
leikur á lyktarskynið og virðist sem svo að
eitthvað gómsætt sé í ofninum.
Jón og fjölskylda hans eru nýkomin úr fríi
frá Orlando í Bandaríkjunum og sjá fram á
notalegan desember sem er ansi velkomið í
ljósi þess að annasömum tíma er nú lokið eft-
ir að splunkuný plata kom í heiminn.
Í raun hafa síðustu tvö ár verið mjög anna-
söm hjá fjölskyldunni og óhætt að segja að
Jón hafi staðið í tvenns konar útgáfu, því auk
plötunnar hafa tvö falleg börn komið í heim-
inn, Jón Tryggvi, 18 mánaða og Mjöll, 11
vikna. Í miðjum barneignum útskrifaðist Haf-
dís Björk Jónsdóttir, unnusta og barnsmóðir
Jóns, sem tannlæknir í vor. Jón tók sér þá
feðraorlof eftir að Jón Tryggvi fæddist svo að
Hafdís gæti klárað skólann.
„Það er svolítið skondið að hugsa til þess
að Mjöll er núna á þeim aldri sem Jón
Tryggvi var á þegar Hafdís fór í skólann eftir
barnsburð. Hún kom iðulega heim og gaf
honum brjóst eða þá að ég skaust upp í
skóla. Hún hafði líka verið dugleg um sum-
arið að byggja upp góðan lager svo Jón
Tryggvi fengi sína brjóstamjólk,“ segir Jón.
„Það voru allir í kringum okkur tilbúnir til
þess að hjálpa okkur svo að þetta gengi upp,
þar á meðal ég. Mér fannst sjálfsagt að fara í
orlof og vera með syni mínum. Áður en hann
fæddist hugsaði ég hins vegar að við mynd-
um bara fá einhvern til að passa Jón Tryggva
en þegar hann kom í heiminn og ég upplifði
þessa foreldraást þá var það það allra síðasta
sem ég vildi gera, að láta hann í hendurnar á
einhverjum öðrum.“
Engin vandamál, bara lausnir
Jón tók son sinn með sér í ýmsar erinda-
gjörðir og segir líklegt að Jón Tryggvi hafi
sett Íslandsmet í að fara í útvarpsviðtöl. „Ég
tók hann með mér út um allt og það var
ótrúlega gaman. Hann var svo vær og hefur
líklega tekið meðvitaða ákvörðun um að taka
tillit til aðstæðna,“ segir Jón og hlær.
Jón Tryggvi var um það bil 7 mánaða þeg-
ar parið áttaði sig á því að annar erfingi væri
á leiðinni. Það var óvænt en afar velkomið.
„Ég hugsaði með mér, er þetta eitthvert
grín? Jón Tryggvi var nýfæddur! En þegar
við vorum búin að melta fréttirnar þá vorum
við alsæl. Þetta er ekkert sjálfgefið. Ég tala
nú ekki um þegar það kom í ljós að barnið
væri stelpa, þá vorum við komin með eitt af
hvoru og fannst okkur lánið leika við okkur,“
segir hann einlægur. „Ég er svo endalaust
þakklátur Hafdísi, hvað hún lætur allt líta út
fyrir að vera auðvelt. Hún lætur ekkert
stoppa sig og var með Jón Tryggva á brjósti
og ólétt í námi. Hún gjörsamlega rúllaði
þessu námi upp og útskrifaðist með prýði
sem tannlæknir. Það eru engin vandamál hjá
henni, bara lausnir,“ segir Jón sem er aug-
ljóslega stoltur af sinni. „Það er mjög gaman
að fá að heyra frá fólki: „Ég fór til konunnar
þinnar, alveg dýrðleg! Mér leið svo vel í
stólnum.“ Mér finnst æðislegt að heyra þetta
og trúi þessu vel, því mér líður vel með henni
alla daga.“
Jón segir það dásamlegt að upplifa það að
verða foreldri. Eitthvað breytist hið innra.
„Ég áttaði mig ekki á því hversu stór tilfinn-
ing þetta væri fyrr en ég upplifði það sjálfur
að eignast börn. Þá fer maður líka að hugsa
um foreldra sína og verður þakklátur fyrir
hvað þau hafa gert fyrir mann. Þetta er klár-
lega, þó að ég sé í mörgum verkefnum,
stærsta og skemmtilegasta verkefnið.“
Ferlið ævintýri líkast
Eins og mörgum er kunnugt þá landaði Jón
Jónsson samningi við útgáfufyrirtækið Epic
Records sem tilheyrir Sony-samsteypunni ár-
ið 2012. Jón útskrifaðist úr Boston University
árið 2009 og hafði félagi hans úr skólanum
komið honum í samband við Bryant Reid,
sem er bróðir L.A. Reid, stjórnarformanns
Epic Records, og fyrrverandi dómari raun-
veruleikaþáttarins X-Factor. Eftir að hafa
fengið tölvupóst um að vera boðaður í ein-
hversskonar áheyrnarprufu voru Jón og
Kristján Sturla Bjarnason, vinur hans og
hljómsveitarfélagi, á leið til New York. Þeir
spiluðu fyrir Reid-bræðurna og aðra sem
varð til þess að L.A. Reid sagði þá eft-
irminnilegu setningu: I want to carry you on
my shoulders for the world to see. Það var
ekki verið að skafa af hlutunum og tónlist-
armógúllinn augljóslega virkilega hrifinn af
þeim félögum og tónlistinni. Óhætt er að
segja að ferðin hafi verið súrrealísk og minnti
helst á atriði úr bíómynd. Stuttu síðar var
skrifað var undir samaning sem hljóðaði upp
á nokkrar plötur. Þetta var í ágúst 2012.
Rifti samningnum við Sony
Það er ekki á hverjum degi sem poppsöngv-
ari frá Íslandi tekur sig til og riftir samningi
við risa á borð við Sony. Það þarf kjark til
þess að binda enda á tækifæri eins og Jón
Jónsson hafði fengið og hefði getað endað
með heimsfrægð. „Maður þarf að vera þakk-
látur fyrir það sem maður hefur í stað þess
að vera alltaf að bíða eftir einhverju stærra
og meira og halda að grasið sé grænna hin-
um megin,“ segir Jón.
Ástæðan fyrir samningsslitum var sú að lít-
ið var um hreyfingu og segir Jón það ekki
hafa verið fullnægjandi að fá ekki að gera
það sem honum þykir skemmtilegt, að semja
tónlist. „Við vorum samningsbundnir og
máttum því ekki gefa neitt út. Með tímanum
fær maður leiða því á að vera að spila alltaf
sömu lögin. Það er ekki hægt að gera hlé á
sköpunargáfunni, hún gæti þess vegna verið
horfin á morgun og því þarf að njóta hennar
á meðan hún er til staðar.“
Viðurkenningin var mikil
Jón segir upphafið að samningnum hafa verið
ótrúlegt. „Við fengum strax að spila fyrir
Lífið er
söngleikur
ÞAÐ ER EKKI Á HVERJUM DEGI SEM POPPSÖNGVARI FRÁ ÍSLANDI RIFTIR
SAMNINGI VIÐ RISA Á BORÐ VIÐ SONY. JÓN JÓNSSON ER HINS VEGAR
SAMKVÆMUR SJÁLFUM SÉR OG VILDI FREKAR LEYFA SKÖPUNARGÁFUNNI
AÐ BLÓMSTRA HÉR HEIMA EN AÐ ELTAST VIÐ HEIMSFRÆGÐ. GLÆNÝ
PLATA HEFUR LITIÐ DAGSINS LJÓS EN JÓN HEFUR EINNIG STAÐIÐ Í ANN-
ARS KONAR „ÚTGÁFU“ OG EIGNAST TVÖ BÖRN Á TVEIMUR ÁRUM.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
* Maður þarf að vera þakk-látur fyrir það sem maðurhefur í stað þess að vera alltaf
að bíða eftir einhverju stærra
og meira og halda að grasið sé
grænna hinum megin.
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014
Þegar Jón og fjölskylda voru stödd úti
á Flórída fyrir stuttu fékk Jón símtal
frá Los Angeles. Honum var boðið að
taka þátt í skemmtilegu alþjóðlegu
verkefni, að syngja lag heimsmeist-
aramótsins í handbolta ásamt öðrum
poppstjörnum.
Jón tók tilboðinu og var flogið með
alla fjölskylduna til Madrid á Spáni dag-
inn eftir og dvöldu þau þar í nokkra
daga áður en ferðinni var heitið aftur
heim. Jón segir það hafa verið lyginni
líkast hvað vel gekk að ferðast með
fjölskylduna og þar á meðal litlu börn-
in sín tvö frá Bandaríkjunum til Spánar.
„Það var virkilega gaman að fá þetta
verkefni. Ég þekkti þó engan þarna en
ákvað að gúggla nokkra, t.d. sænska
gæjann sem ég spjallaði mikið við. Þá
var hann með yfir 19 milljón áhorf á
Youtube. Svo prófaði ég að gúggla
franska náungann, Mani Hoffman, sem
var orðinn mikill vinur minn. Hann
samdi meðal annars lagið Starlight sem
sló í gegn í kringum aldamótin.“
Í janúar mun Jón síðan ferðast til
Katar og syngja lagið með hópnum í
beinni útsendingu fyrir framan alheim
en heimsmeistaramótið í handbolta
hefst 15. janúar.
Syngur á heimsmeistaramótinu
Jón, Hafdís Björk og börnin þeirra, Jón Tryggvi
og Mjöll, nutu sín afar vel á Flórída.