Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 36
Græjur
og tækni
Vanþóknunarmöguleiki í vændum?
AFP
Morgunblaðið/Ernir
*Mark Zuckerberg og samstarfsfólk hans hjáFacebook íhugar nú möguleikann á því aðbæta við „dislike“ möguleika á síðuna svonotendur geti opinberað breiðara tilfinning-aróf þar inni. „Við fáum mikið af fyrir-spurnum um þetta mál og höfum velt þessumáli mikið fyrir okkur og vonumst til að geta
leyst það á endanum,“ sagði Zuckerberg í
vikunni.
A
pple birti í vikunni verð-
launalista sinn fyrir árið
2014 þar sem er að
finna yfirlit yfir allt frá
besta smáforritinu fyrir iPhone yf-
ir í besta tónlistarmanninn og
bestu bíómyndina. Sérfræðingar
fyrirtækisins völdu smáforritið
Elevate sem besta smáforritið á
markaði fyrir iPhone-síma á árinu
2014 og leikinn Threes! sem besta
leikinn sem er í boði. Í netverslun
Apple kemur fram að Elevate sé
forrit sem sé ætlað til þess að
virkja heilastarfsemi fólks, auka
einbeitingu þess, úrvinnslugetu,
minni, stærðfræðikunnáttu og
meira til. Tölvuleikurinn Threes!
hefur það einnig að markmiði sínu
að virkja heilasellur fólks og í hon-
um þurfa spilendur að raða saman
tölum sem eiga það sameiginlegt
að ganga upp í þrjá og leitast við
að ná sem hæstu skori. Við fyrstu
sýn virðist leikurinn felast í út-
reikningum en sannleikurinn er sá
að ekki þarf að reikna neitt heldur
aðeins færa tölurnar á skjánum til
á skynsamlegan hátt. Í öðru sæti
yfir smáforrit og leik voru Hyper-
lapse annars vegar, forrit frá In-
stagram sem gerir notendum kleift
að búa til áhrifamikil myndbönd,
og Leo’s Fortune, ævintýraleikur
þar sem hnoðrinn ábúðarfulli, Leó,
ferðast um stórbrotna heima og
geima í leit að gulli sem þjófur
hnuplaði frá honum.
Hvað iPad-spjaldtölvuna varðar
voru það smáforritið Pixelator og
tölvuleikurinn Monument Valley.
Pixelator er myndvinnsluforrit sem
gerir notendum kleift að breyta og
skera ljósmyndir og virkar jafn-
framt afar vel samhliða Adobe
Photoshop. Ekki skemmir fyrir að
forritið þykir vera afar hraðvirkt.
Monument Valley er mjög áhuga-
verður og súrrealískur tölvuleikur
þar sem spilendur fara í hlutverk
hinnar þöglu prinsessu Ídu og
leiðbeina henni um ýmsar flóknar
og magnaðar byggingar þar sem
uppgötva þarf falda slóða og stíga
og hafa betur í vitsmunalegri bar-
áttu við hið illskeytta krákufólk
sem verður á vegi Ídu. Leikurinn
er afar fallegur og hefur hlotið af-
spyrnugóða dóma þar sem hverju
borði er lýst sem listaverki. Í öðru
sæti fyrir iPad voru smáforritið
Storehouse og leikurinn Hearth-
stone. Storehouse
gerir notendum
kleift að „segja
sögu sína með
myndum og ljós-
myndum“, þ.e.a.s.
setja upp myndir
og ljósmyndir á
aðgengilegan hátt
í röð og búa
þannig til heildstæða frásögn. For-
ritið var hannað af fyrrverandi
hönnuði hjá Apple og þykir afar
aðgengilegt og gott í notkun.
Hearthstone er stafrænn her-
kænskuleikur sem fer þannig fram
að spilendur velja sér eina af níu
Warcraft-hetjum og skiptast á að
leggja út spil og kasta þannig
göldrum, beita vopnum eða kalla
fram hjálparhellur.
Fyrir Mac þótti smáforritið Not-
ability bera af öðrum. Það gerir
notendum sínum kleift að taka
auðveldlega niður glósur, vinna í
skjölum og jafnvel taka upp fyr-
irlestra og ljóst er að margir
námsmenn hafa nýtt sér mögu-
leika þess til að auðvelda sér til-
veruna. Þá er forritið jafnframt
tengt við iCloud og notendur geta
því nálgast efni sitt á öllum tækj-
um. Það gleður svo eflaust marga
leikjaaðdáendur að vita að Tomb
Raider bar sigurorð af öðrum
keppinautum og þótti besti tölvu-
leikurinn fyrir Mac. Lara Croft lif-
ir ennþá góðu lífi og tölvuleikir um
ævintýri hennar njóta ennþá mik-
illa vinsælda. Í öðru sæti yfir smá-
forrit var Affinty Designer, sem er
nytsamlegt tól fyrir grafíska hönn-
uði, og Transistor, RPG-leikur sem
byggist á vísindaskáldskap, var í
öðru sæti yfir tölvuleiki.
Í öðrum flokkum þótti plata
Taylor Swift, 1989, vera besta
platan sem kom út í iTunes-
búðinni á árinu. Guardians of the
Galaxy sigraði í flokki kvikmynda
og Fargo þótti vera besta sjón-
varpsserían. All the Light We
Cannot See eftir Anthony Doerr
var valin besta skáldsagan sem
kom út á árinu og Serial þótti
vera besta hlaðvarpið.
TÖLVULEIKIR OG SMÁ-
FORRIT SEM MIÐA AÐ ÞVÍ
AÐ VIRKJA HEILASTÖÐVAR
FÓLKS TRÓNA Á TOPPI
LISTA APPLE YFIR BESTU
FORRITIN Á ÁRINU 2014.
STÓRGLÆSILEGIR OG LIST-
RÆNIR ÆVINTÝRATÖLVU-
LEIKIR ÞYKJA BESTU TÖLVU-
LEIKIRNIR Í ÁR.
Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
AFP
* Árið 2013 sigraði smáfor-ritið Dualingo á verðlaunahátíð
Apple og var það í fyrsta skipti
sem tungumálakennsluforrit sigrar.
Smáforrit frá Disney þar sem
notendur gátu skyggnst bakvið
tjöldin hjá fyrirtækinu naut einnig
mikilla vinsælda. Þá var Justin
Timberlake jafnframt valinn tón-
listarmaður ársins.
* Árlega er haldin alþjóðlegráðstefna Apple-hönnuða í Kali-
forníu í Bandaríkjunum og þar
eru verðlaunin veitt fyrir bestu
smáforritin, tölvuleikina og fleira.
Færri komast að en vilja og há-
marksfjöldi þátttakenda á hverju
ári er um 5.000.
* Sérfræðingar Apple semhafa umsjón með að velja sig-
urvegara leggja áherslu á að
greina fallega og smekklega hönn-
un í þeim forritum og leikjum
sem sigra og jafnframt að í þeim
séu möguleikar miðilsins, sem þau
hýsir, nýttir til fulls. Iðulega eru
lítil teymi eða fyrirtæki á bakvið
slík smáforrit og sigur í keppninni
getur haft gríðarlega mikil áhrif á
vöxt þeirra. Flest þau forrit sem
hlutu verðlaun í ár eru nú á af-
slætti í iTunes-búðinni.
Tim Cook, forstjóri Apple.
Elevate er besta smá-
forritið árið 2014.
Skuggar á ferð við merki
risafyrirtækisins Apple.
Monument Valley er
stórglæsilegur leikur.
Threes! reynir á
heilann.
Heilabrot heilla á iTunes
Munið að
slökkva á
kertunum
Eldspýtur og kveikjarar eru
ekki barnameðfæri. Stað-
setjið kveikjara og eldspý-
tur ávallt þar sem börn ná
ekki til. Til eru kveikjarar
með barnalæsingum sem
eiga að koma í veg fyrir að
börn geti kveikt á þeim.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins