Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 63
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 63 Anna Einarsdóttir, eigandi fyrirtækisins Hind ehf., vinnur ljósmyndir af íslenskri náttúru, sólarlagi og náttúruperlum á einstakan máta. Myndirnar, sem bera heitið Hind, eru í samstarfi við Glerborg brenndar á gler en sú aðferð hefur ekki verið notuð áður hér á landi. Myndirnar eru því ekki límdar á gler, heldur er filma sett á glerið og það síðan sett í brennsluofn. „Við eigum frábæra ljósmyndara og nátt- úra Íslands er einstök. Hvers vegna ættum við þá ekki að dreifa fegurðinni sem víðast og helst á nýjan og frumlegan hátt?“ segir Anna sem hóf hugmyndavinnu myndanna haustið 2013, eftir vettvangsferð í minja- gripaverslanir þar sem hún tók eftir vöntun á fallegum ljósmyndum af ís- lenskri náttúru. Hind-myndir komu á markað snemm- sumars 2014 og eru nú fáanlegar í gjafa- öskju ásamt við- arstalli. Myndirnar halla eilítið og rétt eins og náttúran sjálf breytast myndirnar eftir birtuskilyrðum og er því tilvalið að hafa þær úti við glugga eða setja teljós fyrir aftan myndirnar. Myndirnar eru fáanlegar í gjafaöskju með viðarstalli með stæði fyrir teljós. Breytast eftir birtuskilyrðum Anna Einarsdóttir Nemendur á lokaári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands vöktu athygli í vikunni fyrir verkefni sem unnið er í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk. Umfjöllun um verkefnið, sem ber heitið Wood you?, birtist á vefsíðu Frame magazine, frameweb, eins virtasta hönnunartímarits í Evrópu og hlaut það góða dóma. Markmið verkefn- isins var að skapa og skoða mögu- leika á framleiðslu úr skógum landsins í náinni framtíð. Nemend- urnir sem sýndu verk sín eru þau Auður Inez Sellgren, Geal Corto Arcadio Jabali, Elísabet Kristín Oddsdóttir, Elsa Dagný Ásgeirs- dóttir, Esra Þór Jakobsson, Evelina Kudabaite, Harpa Hrund Pálsdóttir, Helga Birgisdóttir, Kristín Guð- mundsdóttir og Sigrún Thorlacius. Markmið verkefnisins var að skoða möguleika á framleiðslu úr skógum landsins. Vöruhönn- unarnemar vekja athygli Helga Friðriksdóttir og Orri Finn- bogason hanna skartgripi undir nafninu Orri Finn. Í vikunni sem leið kynntu þau Helga og Orri sína þriðju skartgripalínu sem ber heit- ið Flétta. Þar vinna hönnuðirnir með fléttuformið í málm en línan samanstendur af hringum með demöntum, eyrnalokkum, arm- böndum og hálsmenum. Skartgripir OrraFinn eru einstaklega fágaðir og mikið lagt upp úr áhugaverðum smáatriðum. Hönnuðirnir vinna með fléttuformið í nýjustu línu sinni. Málmfléttur frá OrraFinn Háþróaður svefnbúnaður DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 duxiana.com Frábærar gæsadúnssængur og koddar úr hvítum gæsadún. Hágæða sængurfatnaður frá Georg Jensen Damask, Gant Home og DUX. HÁÞRÓAÐUR SVEFNBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.