Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Matur og drykkir allur vökvi innan úr dósinni allur vökvi úr ofnskúffunni 5 dl kalkúnasoð eða vatn og kalkúnakraftur fínt rifinn börkur af einni sítrónu 1 dl steinselja, smátt söxuð 1 tsk. sykur sósujafnari 1 dl rjómi eða kókosmjólk salt og nýmalaður pipar Setjið allt í pott nema sósujafnara og rjóma og sjóðið við vægan hita í 2 mínútur. Þykkið þá sósuna með sósujafnara og bætið rjóm- anum/kókosmjólkinni saman við. Smakkið til með salti og pipar. Sítrussósa Morgunblaðið/Kristinn * Kvöldiðvar frá-bært enda góður hópur sem hef- ur þekkst lengi. Ég er duglegur að útbúa ekki allt á síðustu stundu og átti til dæmis patéið og lifrarmousse í frysti Fyrir 8-10 1 kalkúnn, 5-6 kg salt og nýmalaður pipar 1 tóm 3 dl áldós 3 sítrónugrös 1 msk. engiferrót, smátt söxuð 1 chili-aldin, heilt 2 hvítlauksgeirar, heilir 2 dl eplasíder 2 laukar, skrældir og skornir í báta 1 sítróna, skorin í báta Kryddið fuglinn að innan og utan með salti og pipar. Saxið smátt 1 sítrónugras og setjið í áldósina ásamt engifer, chili, hvítlauksgeirum og eplasíder. Setjið dósina innan í fuglinn þannig að það hellist ekki úr henni. Bætið restinni af sítrónugrösunum í fuglinn ásamt lauk og sítrónu. Færið fuglinn í eldfast mót og bakið í 15-20 mínútur við 190°C, eða þar til hann er fallega brúnaður. Lækkið þá hitann í 150°C og bakið í 40 mínútur fyrir hvert kíló, eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Berið fuglinn fram með sítrussósunni og til dæmis bök- uðum sætum kartöflum og grænmeti. Dósakalkúnn með spennandi kryddi Fyrir 6-8 2 vanillustangir, kjarninn 1,2 dl sykur ½ dl vatn 1 l broddur (ábrestir) ½ dl hrásykur Setjið vanillukjarnann, sykur og vatn í pott og látið sjóða í 1 mín. Kælið lítið eitt og blandið saman við broddinn. Hellið í eldfast mót eða á fallega pönnu og lokið vel fyrir með álpappír. Bakið í vatnsbaði við 150°C í u.þ.b. 25 mín. eða þar til broddurinn er orðinn stífur. Takið þá formið úr vatnsbaðinu og kælið. Stráið þá hrásykrinum yfir og brennið með crème brûlée-brennara eða bakið undir grillinu í ofninum þar til sykurinn er gullinbrúnn og stökkur. Berið fram með t.d. berjum og ástríðuávöxtum. SÚKKULAÐI- OG MÖNDLUKAKA 175 g suðusúkkulaði 175 g smjör 3 egg 100 g saxaðar möndlur 2 dl sykur 1 dl hveiti 1 tsk. instant kaffi Bræðið súkkulaðið og smjörið í potti og kælið lítið eitt. Skiljið eggjarauður frá -hvítunum. Stífþeytið eggjahvíturnar og haldið köld- um. Blandið saman möndlum, sykri, hveiti og kaffi saman í hrærivél og setjið síðan eggjarauðurnar út í. Þá er súkkulaðismjörinu bætt við. Síðast er stífþeyttu eggjahvítunum blandað varlega saman við. Setjið í smurt og hveitistráð form, best er að klippa út bök- unarpappír og setja í botninn á forminu og smyrja hliðar og strá hveiti yfir þær. Bakið við 175°C blástur í 30 mín. Broddbrûlée

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.