Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Heilsa og hreyfing Á síðustu árum hefur kom- ið í ljós að stuttar æf- ingar, fimm til tíu mín- útur af kraftmiklum æfingum, með hvíld á milli, geta gert mikið fyrir heilsuna. Ný rann- sókn hefur hins vegar leitt í ljós að einnar mínutu æfing getur skipt sköpum fyrir heilsuna, að því er segir í grein í New York Times. Þetta eru góðar fréttir fyrir upp- tekið fólk sem hefur gengið illa að bæta leikfimi inn í dagskrána sína. Það að þjálfa með hléum af mis- munandi ákefð hefur verið í tísku undanfarið en slíkar æfingar taka samt dágóðan tíma. Til dæmis það að hjóla eins hratt og þú getur í 30 sekúndur og rólega í fjórar mín- útur endurtekið fjórum sinnum tekur um 25 mínútur með upp- hitun, sem er of mikið fyrir suma. Teymi Martins Gibala, prófess- ors í hreyfingarfræði við McMas- ter-háskólann í Ontario í Kanada hefur verið leið- andi í rannsóknum á HIIT-þjálfun, æfingum þar sem þjálfað er af ákefð með rólegri takti inni á milli. Vís- indamennirnir rannsaka ekki að- eins þessa leið heldur þjálfa sig sjálfir með þessum hætti. Þeir höfðu tekið eftir því að þrátt fyrir að æf- ingarnar tækju ekki langan tíma væru þær ekki eins stuttar og fólk vildi og veltu fyrir sér hvort það væri mögulegt að stytta tímann enn frekar. Og ef það væri hægt, hversu langt væri hægt að ganga og samt bæta heilsuna. Kyrrsetufólk tók þátt Vísindamennirnir frá McMaster fengu til sín 14 heilbrigðar mann- eskjur í ofþyngd, sem stunduðu enga markvissa hreyfingu. Þau ein- beittu sér að þessum hópi því of þungt fólk sem hreyfir sig ekki er í áhættuhópi á að fá sykursýki. Hægt er að halda henni í skefjum með hreyfingu en kyrrsetufólk vís- ar oft í tímaskort til afsaka hreyf- ingarleysið. Sjálfboðaliðarnir komu á rann- sóknarstofuna og voru tekin lífsýni úr vöðva, þolið mælt, tekinn blóð- þrýstingur og mælt blóðsyk- urmagn. Sjálfboðaliðarnir tóku síðan þátt í virkilega tímasparandi HIIT- æfingum. Í hvert skipti var hjólað af fullum krafti í þrisvar sinnum 20 sekúndur með tveggja mínútna hléum. Upphitun tók tvær mínútur og þrjár mínútur voru teknar í að hægja á eftir æfinguna. Allt í allt tók æfingin því tíu mínútur og og aðeins í eina mínútu var æft af fullri ákefð. Sjálfboðaliðarnir gerðu þetta þrisvar sinnum í viku í sex vikur. Í hverri viku æfðu þeir því aðeins í 30 mínútur. Að þeim tíma liðnum komu þeir aftur á rannsóknarstofuna. Bæði karlmennirnir og konurnar höfðu aukið þolið um 12% sem er tölu- verð bæting. Í heildina kom hóp- urinn betur út í blóðþrýstingsmæl- ingu og var yfir höfuð í betra formi. Betri blóðsykur hjá körlunum Karlmennirnir í hópnum höfðu síð- an betri stjórn á blóðsykrinum en ekki konurnar. Vís- indamennina grunar að það sé vegna þess að kynin brenni sykri og fitu á mismunandi hátt við æfingar og það hafi áhrif á ein- hverja þætti HIIT- æfinga. Þetta atriði verður rannsakað nánar, að sögn Gi- bala. Einhverjir minn- ast væntanlega vin- sæls þáttar breska sjónvarpsmannsins Michael Mosley þar sem hann kynnti þessa æfingaaðferð til sögunnar og kom henni rækilega á kortið í þættinum Horizon: The Truth about Exercise árið 2012. Þessi nýja rannsókn styður þessa kenningu. „Við erum búin að stytta tímann þar sem æfing er stunduð af full- um krafti úr 30 sekúndum í 20 því fyrir marga voru þessar síðustu tíu sekúndur óbærilegar,“ segir Gi- bala. Hann segir að flest okkar geti hins vegar gert ákefðaræf- ingar í 20 sekúndur án þess að langa til að gráta. Hann grunar að ekki sé hægt að stytta tímann niður í 10 sekúndur. Kannski gæti það virkað ef maður gerði fleiri æfingar. Þetta er ein af þeim spurningum sem Gibala og teymi hans eru að leita svara við varðandi HIIT-þjálfun. Allir hafa tíma fyrir þetta Einnar mínútu æfing getur því hjálpað fólki til að halda góðri heilsu yfir jólahátíðina. Það þarf ekki endlega að stunda æfingarnar á æfingahjóli heldur er til dæmis hægt að hlaupa hratt upp stiga í 20 sekúndur eða hlaupa á sama stað. Skilaboðin sem flestir taka heim með sér frá nýju rannsókn- inni er að aðeins ein mínúta dugi. Ein mínúta af æfingum af fullum krafti skilar þessum árangri en til þess að þetta sannarlega dugi þarf að blanda henni í tíu mínútna heildaræfingu þrisvar sinnum í viku í samtals þrjátíu mínútur. Það er samt verulega minna en þeir sex klukkutímar sem margir nota samviskusamlega í þrjár æfingar á viku. Núna er allavega ljóst að það duga ekki neinar afsakanir, allir hafa tíma fyrir þetta, meira að segja í önnum fyrir jólin. STUTTAR ÆFINGAR STUNDAÐAR AF MIKILLI ÁKEFÐ MEÐ HLÉUM ERU ÁHRIFARÍKAR Einnar mínútu æfingin Æfingahjól voru notuð í rannsókninni. Nauðsyn- legt er að reyna á sig af fullum krafti í þessar 20 sekúndur í einu. Getty Images/iStockphoto ALLIR HAFA TÍMA FYRIR EINNAR MÍNÚTU ÆFINGU, MEIRA AÐ SEGJA UM MIÐJAN DESEMBER ÞEGAR NÓG ER AÐ GERA Í BOÐUM, BAKSTRI, JÓLAFÖNDRI OG INNKAUPUM. NÝ KANADÍSK RANNSÓKN HEFUR LEITT Í LJÓS AÐ STUTT ÆFING GETI GERT KRAFTAVERK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Bæði karl-mennirnir ogkonurnar höfðu aukið þolið um 12% á sex vikum sem er töluverð bæting. Í heildina kom hópurinn betur út í blóð- þrýstingsmælingu og var yfir höfuð í betra formi. Einnig er hægt að nota tröppur við æfingarnar ef hjól er ekki til taks. Getty Images/iStockphoto Íþróttafræðingurinn Fannar Karvel hefur sent frá sér í bók með æfingakerfi sem ætlað er fyrir þá sem eru 60 ára og eldri. Í bókinni eru æfingaplön fyrir hverja árstíð og skiptist bókin í þrjá kafla; upphitun, æfingar og teygjur. Í kynningartexta segir að æfingarnar henti byrjendum jafnt sem lengra komnum og er takmark þeirra er að bæta heilsu og lífsgæði þeirra sem þær stunda. Bókin ber nafnið 60+ Hreyfing, teygjur og æfing og er gefin út hjá Eddu. Hreyfing fyrir 60 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.