Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2014 Leit stendur nú yfir að íslenskum bókaáhugamanni eða -konu sem hefur áhuga á að gerast hollvinur bókasafnsins í Alexandríu. Í því felst meðal annars að útvega safn- inu íslenskar bækur að gjöf og mögulega kynna íslenska bókmenn- ingu fyrir Egyptum og öðrum þjóð- um sem eru í þessum félagsskap. Forsaga málsins er sú að Stefán Stefánsson, atvinnulífsfræðingur með meiru, var staddur í Alex- andríu á dögunum og var boðið í heimsókn í safnið ásamt fleirum. „Faðir kunningja míns er einn af forsvarsmönnum safnsins og þegar hann frétti af Íslendingum í borg- inni vildi hann endilega hitta okk- ur,“ segir Stefán. Safnið, sem er mikið að vöxtum, leggur metnað sinn í að eignast bækur frá öllum málsvæðum heims og sáu menn sér leik á borði. „Þeir voru mjög áhugsamir um Ísland og spurðu til dæmis mikið um Íslend- ingasögurnar,“ segir Stefán og bæt- ir við að safnið vilji ekki síst stofna til samstarfs við framandi ríki eins og Ísland til að efla tengslin milli menningarheima og eyða for- dómum. Að sögn Stefáns sjá hollvinir safnsins í öðrum löndum um að safna saman bókum og færa safn- inu að gjöf, auk þess sem algengt er að slíkum gjöfum sé fylgt eftir með kynningu á staðnum. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Stefán gegnum netfangið stef- an@sebra.is og þannig kynnt sér málið frekar. BÓKASAFNIÐ Í ALEXANDRÍU Í EGYPTALANDI Leitar að hollvini á Íslandi Stefán Stefánsson segir heimsóknina í bókasafnið í Alexandríu hafa verið mjög fróðlega og eftirminnilega. Morgunblaðið/Eggert „Það var stórkostleg tilfinning að finna fast land undir fótum þegar ég steig úr björgunarstólnum. Ég hugsaði með mér: Vá maður! Hepp- inn að vera á lífi. Ég hugsaði heim til konunnar minnar og litlu dóttur og ákvað með mér að eftir þetta at- vik yrði hún að heita Sæbjörg.“ Þetta sagði Guðjón Guðbergsson, háseti á Sæbjörgu VE, í samtali við Morgunblaðið eftir að loðnuskipið strandaði í Hornsvík, skammt aust- ur af Stokksnesi, um miðjan desem- ber 1984. Aðalvél Sæbjargarinnar hafði bilað í vonskuveðri og þótti mildi að skipið skyldi reka milli skerja upp í Hornsvík og taka niðri í sandfjöru um 150 metra frá landi. Áður hafði loðnuskipið Erling KE komið taug í Sæbjörgina en hún slitnaði strax. Fjórtán manns voru um borð og var þeim öllum bjargað í land á björgunarstólum af félögum í björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Höfn í Hornafirði. Allir voru við góða heilsu, aðeins einn hlaut lítils- háttar meiðsli. „Björgunin hér var alveg með eindæmum vel heppnuð. Það er ekki síst góðum tækjabúnaði björg- unarsveitarinnar að þakka,“ sagði Theódór Ólafsson fyrsti vélstjóri á Sæbjörgu við Morgunblaðið. GAMLA FRÉTTIN Öllum bjargað Sæbjörgin á strandstað í Hornsvík. Brimið brýtur í gríð og erg á skipinu. Morgunblaðið/RAX ÞRÍFARAR VIKUNNAR Isla Fischer leikkona Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona Amy Adams leikkona ALLAR JÓLAVÖRUR Á30 - 50%AFSLÆTTI ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Opið til 22:00 alla daga til jóla laugardag 10-22, sunnudag 12-22, mánudaga - föstudaga 11-22 NÝTT KORTATÍMABIL Nú 995kr./stk. Koparlitað hamrað skraut. 22 cm. 1.695 kr./stk. Nú 995 kr./stk. Christmas-jólaskraut Nú 1.595kr. Rauður glersveppur. 12 cm. 2.295 kr. Nú 1.595 kr. Seta-sveppur Hangandi hreindýr. Kopar. Lítið. 995 kr. Nú 595 kr. Stórt. 1.195 kr. Nú 695 kr. Christmas-skraut Nú frá 595kr. Nú 895kr./stk. 8 x 7 cmhjarta. Fjórar gerðir. 1.395 kr./stk. Nú 895 kr./stk. Christmas-hjarta Nú 1.395kr. Kertaglasmeð glerperlum. 1.995 kr. Nú 1.395 kr. Christmas-kertaglas Nú 9.995kr. Hreindýrshöfuð. 49 x 57 x 19 cm. 14.995 kr. Nú 9.995 kr. Christmas-hreindýrshöfuð Nú 2.395kr. Stjörnu kertastjaki. 13 cm. 3.495 kr. Nú 2.395 kr. Rex-kertastjaki Nú 895kr. Kertaglasmeðmynd af dádýri. 9 x 8 cm. 1.295 kr. Nú 895 kr. Christmas-kertaglas OPIÐTIL22:00 ALLADAGA TIL JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.