Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 64
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2014 Leit stendur nú yfir að íslenskum bókaáhugamanni eða -konu sem hefur áhuga á að gerast hollvinur bókasafnsins í Alexandríu. Í því felst meðal annars að útvega safn- inu íslenskar bækur að gjöf og mögulega kynna íslenska bókmenn- ingu fyrir Egyptum og öðrum þjóð- um sem eru í þessum félagsskap. Forsaga málsins er sú að Stefán Stefánsson, atvinnulífsfræðingur með meiru, var staddur í Alex- andríu á dögunum og var boðið í heimsókn í safnið ásamt fleirum. „Faðir kunningja míns er einn af forsvarsmönnum safnsins og þegar hann frétti af Íslendingum í borg- inni vildi hann endilega hitta okk- ur,“ segir Stefán. Safnið, sem er mikið að vöxtum, leggur metnað sinn í að eignast bækur frá öllum málsvæðum heims og sáu menn sér leik á borði. „Þeir voru mjög áhugsamir um Ísland og spurðu til dæmis mikið um Íslend- ingasögurnar,“ segir Stefán og bæt- ir við að safnið vilji ekki síst stofna til samstarfs við framandi ríki eins og Ísland til að efla tengslin milli menningarheima og eyða for- dómum. Að sögn Stefáns sjá hollvinir safnsins í öðrum löndum um að safna saman bókum og færa safn- inu að gjöf, auk þess sem algengt er að slíkum gjöfum sé fylgt eftir með kynningu á staðnum. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Stefán gegnum netfangið stef- an@sebra.is og þannig kynnt sér málið frekar. BÓKASAFNIÐ Í ALEXANDRÍU Í EGYPTALANDI Leitar að hollvini á Íslandi Stefán Stefánsson segir heimsóknina í bókasafnið í Alexandríu hafa verið mjög fróðlega og eftirminnilega. Morgunblaðið/Eggert „Það var stórkostleg tilfinning að finna fast land undir fótum þegar ég steig úr björgunarstólnum. Ég hugsaði með mér: Vá maður! Hepp- inn að vera á lífi. Ég hugsaði heim til konunnar minnar og litlu dóttur og ákvað með mér að eftir þetta at- vik yrði hún að heita Sæbjörg.“ Þetta sagði Guðjón Guðbergsson, háseti á Sæbjörgu VE, í samtali við Morgunblaðið eftir að loðnuskipið strandaði í Hornsvík, skammt aust- ur af Stokksnesi, um miðjan desem- ber 1984. Aðalvél Sæbjargarinnar hafði bilað í vonskuveðri og þótti mildi að skipið skyldi reka milli skerja upp í Hornsvík og taka niðri í sandfjöru um 150 metra frá landi. Áður hafði loðnuskipið Erling KE komið taug í Sæbjörgina en hún slitnaði strax. Fjórtán manns voru um borð og var þeim öllum bjargað í land á björgunarstólum af félögum í björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Höfn í Hornafirði. Allir voru við góða heilsu, aðeins einn hlaut lítils- háttar meiðsli. „Björgunin hér var alveg með eindæmum vel heppnuð. Það er ekki síst góðum tækjabúnaði björg- unarsveitarinnar að þakka,“ sagði Theódór Ólafsson fyrsti vélstjóri á Sæbjörgu við Morgunblaðið. GAMLA FRÉTTIN Öllum bjargað Sæbjörgin á strandstað í Hornsvík. Brimið brýtur í gríð og erg á skipinu. Morgunblaðið/RAX ÞRÍFARAR VIKUNNAR Isla Fischer leikkona Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona Amy Adams leikkona ALLAR JÓLAVÖRUR Á30 - 50%AFSLÆTTI ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Opið til 22:00 alla daga til jóla laugardag 10-22, sunnudag 12-22, mánudaga - föstudaga 11-22 NÝTT KORTATÍMABIL Nú 995kr./stk. Koparlitað hamrað skraut. 22 cm. 1.695 kr./stk. Nú 995 kr./stk. Christmas-jólaskraut Nú 1.595kr. Rauður glersveppur. 12 cm. 2.295 kr. Nú 1.595 kr. Seta-sveppur Hangandi hreindýr. Kopar. Lítið. 995 kr. Nú 595 kr. Stórt. 1.195 kr. Nú 695 kr. Christmas-skraut Nú frá 595kr. Nú 895kr./stk. 8 x 7 cmhjarta. Fjórar gerðir. 1.395 kr./stk. Nú 895 kr./stk. Christmas-hjarta Nú 1.395kr. Kertaglasmeð glerperlum. 1.995 kr. Nú 1.395 kr. Christmas-kertaglas Nú 9.995kr. Hreindýrshöfuð. 49 x 57 x 19 cm. 14.995 kr. Nú 9.995 kr. Christmas-hreindýrshöfuð Nú 2.395kr. Stjörnu kertastjaki. 13 cm. 3.495 kr. Nú 2.395 kr. Rex-kertastjaki Nú 895kr. Kertaglasmeðmynd af dádýri. 9 x 8 cm. 1.295 kr. Nú 895 kr. Christmas-kertaglas OPIÐTIL22:00 ALLADAGA TIL JÓLA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.