Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 59
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Síðasti galdrameistarinn er æv- intýrasaga eftir Ármann Jak- obsson og þar er fjallað um hugrekki og vináttu, undirferli og svik. Þetta er fyrsta barna- bók Ármanns og hún er til- nefnd til Íslensku barnabóka- verðlaunanna. Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytir. Þegar síðasta félaga Dreka- sérsveitarinnar mistekst að drepa síðasta drekann í ríkinu er Kári kallaður til. Hann á að verða galdrameistari konungs- ins en þarf að glíma við þrjár þrautir til að sanna kunnáttu sína. Gallinn er sá að hann kann alls ekkert að galdra. Á meðan vofir yfir innrás Skuldar drottn- ingar sem er sögð bæði grimm og göldrótt. Galdrameistari Ármanns Kok er ljóðabók eftir Kristínu Eiríksdóttur. Kristín hefur unnið jöfnum höndum að rit- störfum og myndlist og nýtir hér hvort tveggja í einu í fyrsta sinn. Hún tvinnar saman ljóðaflokk og teikningar og til verður bók þar sem fjallað er um samband og sambandsleysi, ást og and- úð, þrá og skeytingarleysi. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ljóð og teikningar Örn Sigurðsson er höfundur bókarinnar Króm og hvítir hringir en þar rekur hann sögu helstu bílategunda liðinnar aldar. Þró- un þeirra birtist á rúmlega 700 myndum sem sýna glæsilega bíla, einstæðar línur þeirra, fjölbreytt mælaborð og marg- víslegar vélar. Bók fyrir alla bílaáhugamenn. Bók bílaáhugamannsins DNA, nýjasta bók Yrsu Sigurð- ardóttur, er ofarlega á met- sölulistum eins og vænta mátti, enda á Yrsa stóran og stað- fastan lesendahóp. Frést hefur að hjón hér í bæ hafi fyrir sið að kaupa tvö eintök á hverju ári og komi sér síðan þægilega fyrir og lesi í sitt hvoru lagi. Bókin hefst á því að kona er myrt á hryllilegan hátt og eina vitnið er ung dóttir hennar. Skömmu síðar lætur morðing- inn aftur til skarar skríða. Óhugguleg morð og ungt vitni Lolita, Yrsa, galdrar, sveit, haf og bílar NÝJAR BÆKUR NÝ BÓK FRÁ YRSU SIGURÐARDÓTTUR ER OFAR- LEGA Á METSÖLULISTA. FJALLAÐ ER UM BÚSKAP Í REYKJAVÍK Í NÝRRI BÓK OG ÖNNUR BÓK FJALLAR UM BÍLA OG SÚ ÞRIÐJA UM SLYS Á HAFI ÚTI. BARNABÆKUR ERU Á SÍNUM STAÐ OG SÖMULEIÐIS LJÓÐIN. SVO ER HIN FRÁBÆRA SKÁLDSAGA LOLITA KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU. Bjarni Bjarnason er höfundur skáld- sögunnar Hálfsnert stúlka. Ung kona finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástr- alíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að komast að því hvað gerðist. Í samtölum þeirra hverfur hún inn í draumkennda frásögn sem hann þarf að túlka og vinna úr. Þeg- ar í ljós kemur hvað gerðist fer af stað óvænt arburðarás. Draumkennd frásögn Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og pró- fessor, er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir bók sína Sveitin í sálinni - Búskapur í Reykjavík og myndun borgar. Þar er rakið í texta og rúmlega 550 ljósmyndum hvernig ásýnd Reykjavíkur tók stakkaskiptum á 20. öld. Varpað er ljósi á vöxt og þróun höfuðborgarinnar þar sem saman flétt- uðust fornir hættir og ný viðhorf. Fornir hættir og ný viðhorf *Menning sem leyfir fólkinu ekki að lifaán ótta er engin menning. Karen Blixen BÓKSALA 3.-9. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 2 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 3 DNAYrsa Sigurðardóttir 4 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 5 NáðarstundHannah Kent 6 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 7 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 8 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 9 SkálmöldEinar Kárason 10 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson Innbundin skáldverk & hljóðbækur 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 NáðarstundHannah Kent 5 SkálmöldEinar Kárason 6 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 7 KoparakurGyrðir Elíasson 8 KataSteinar Bragi 9 Þrír sneru afturGuðbergur Bergsson 10 TáningabókSigurður Pálsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Trúin flytur fjöll. Ein frægasta skáldsaga 20. aldar, Lolita eftir Vla- dimir Nabokov, er komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar og með eftirmála Hallgríms Helgasonar. Sannarlega mikill fengur fyrir bók- menntaáhugamenn. Aðalpersóna bókarinnar er Humbert Humbert sem er gagntekinn af barn- ungri stúlku. Nabokov skrifar meistaralega um eldfimt efni í bók sem er bæði fyndin og áhrifa- mikil - og reynar ennþá líkleg til að hneyksla ein- hverja. Meistaraverk Nabokovs Háski í hafi II - Sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar er framhald vinsællar bókar Illuga Jökulssonar sem kom út í fyrra. Sem fyrr segir Illugi sannar sögur af sjóslysum og björgunarafrekum. Hann segir með- al annars frá Hannesi matrós sem ólst upp í sárri fátækt en bjargaði síðar skipsfélögum sínum. Einn- ig er sagt frá hrakningum erlendra sjómanna við landið og frá uppvöðslusömum enskum skipstjóra og dularfullu slysi þegar togari fórst með leyni- legan farm – og fleiri magnaðar sögur er að finna. Hörmungar á hafi úti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.