Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Í vikunni sýndi Sjónvarpið heimildarmyndinaÞrumusál en hún fjallar um afrekstónlist-arkennara nokkurn við Kashmere Gardens- skólann í Houston í Texas í Bandaríkjunum. Skól- inn er hverfisskóli í hverfi svartra og mátti skilja að félagslegt og efnahagslegt bakland nemenda væri ekki upp á marga fiska. Umræddur kennari, Conrad O. Johnson að nafni, sem gekk undir gæluheitinu prófessorinn, prof, var sagður hafa sótt tónleika Otis Reddings, sálar- söngvarans ástsæla, árið 1967, hrifist mjög og feng- ið þá hugsýn sem síðar varð að staðföstum ásetn- ingi, nefnilega að nýta þá umgjörð sem hann þóttist greina um tónleikahald Reddings, sem skapandi fyrirmynd í tónlistarkennslu við Kashmere Gar- dens-skólann. Hann hófst strax handa og stofnaði skólahljómsveitina Kashmere Stage Band. Hún sótti fljótlega í sig veðrið og varð þekkt um öll Bandaríkin sem afburðagóð djasssveit enda vann hún ítrekað til verðlauna í keppnum millum skóla. Brátt skapaðist það orðspor að Kashmere Stage Band væri ósigrandi í slíkum keppnum. Á bak við sveitina stóð skapari hennar, stjórn- andi, lagahöfundur og útsetjari, sjálf Þrumusálin, prof. Conrad O. Johnson. Hugmynd hans var sú að með þátttöku í hljómsveitinni myndu nemendum opnast leiðir inn í tónlistarlífið. Þeir myndu finna þá tónlistarhæfileika sem byggju með þeim. Þetta gekk eftir. En ekki nóg með það. Það merkilega var að nemendurnir fundu ekki aðeins tónlistartaugina sem í þeim bjó heldur sjálfa sig í víðari merkingu. Eftir því sem Kashmere Stage Band óx ásmegin varð sjálfstraust hinna ungu tónlistarmanna meira. En ekki aðeins fór meðlimum hljómsveitarinnar að ganga betur. Það átti almennt við um nemendur í hinum sigursæla skóla. Námsárangur í Kashmer Gardens-skólanum tók nú að batna á öllum sviðum! Skyldi vera einhvern lærdóm að draga af þessari sögu? Í mínum huga er svo. Í fyrsta lagi, að þegar sá sem ekki býr við sjálfstraust öðlast trú á sjálfan sig, virkjast orka sem hæglega getur orðið að miklu afli. Í öðru lagi, að þegar fólk finnur fyrir jákvæðni og uppbyggjandi anda í umhverfinu þá hefur það smitandi áhrif. Í þriðja lagi, að listirnar búa yfir undraafli. Þegar þjóð lendir í þrengingum þá á hún að efla tónlistarfræðslu og þegar hópur þarf að ná saman þá á hann að spila og syngja. Þegar þjóð vill lyfta andanum þá greiðir hún götu bókmenntanna og þegar hún vill læra að hugsa utan ramma auk innan hans, þá eflir hún myndlistina. Þess vegna gladdist ég þegar samið var við tón- listarkennara á dögunum þótt eflaust megi gera betur við þá. Þess vegna hef ég tekið undir með þeim sem vilja lága skattlagningu, ef þá nokkra, á bækur og þess vegna tek ég undir með þeim sem vilja ekki láta skerða framlög ríkisins til mynd- listar. Þvert á móti eigi að auka þau. Listirnar efla alla dáð engu síður en vísindin. Ekki bara við Kashmer Gardens-skólann í Hou- ston. Þær gera það alls staðar! Sjálfstraust * Þess vegna hef ég tekið undirmeð þeim sem vilja lágaskattlagningu, ef þá nokkra, á bæk- ur og þess vegna tek ég undir með þeim sem vilja ekki láta skerða framlög ríkisins til myndlistar ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Tónlist Fleetwood Mac virðist hafa átt sérstaklega upp á pall- borðið í ár hérlendis en í lok október voru meðal annars haldnir tónleikar þar sem íslenskir tónlistarmenn fluttu tónlist sveit- arinnar. Bergur Ebbi Benedikts- son, lögfræðingur og uppistandari, skrifar svo um þetta æði á Twit- ter: „Rökrétt framhald Fleetwood Mac hipstera appreciation-ins er Eurythmics. Og það er svo sem alveg að gerast meðal premium hipstera.“ Fjölmiðla- og kvikmyndagerð- armaðurinn Þor- steinn J. Vil- hjálmsson átti sitt innlegg um náttúrupassann í vikunni á Face- book: „Ef ríkið ætlar að rukka inn á náttúru Íslands, þá vil ég fá endurgreitt fyrir þetta rok, ríkið strax í rjúkandi skuld.“ Björk Vil- helmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á Facebo- ok um mál málanna síðustu daga: „Jólin og Jesús eru óaðskiljanleg. Við menntum ekki börn og fólk með því að halda einhverju frá þeim, heldur með fræðslu, kynn- ingu og umræðu. Trúboð er ekki hluti af skólastarfi en á jólunum fögnum við fæðingu Jesú.“ Edda Sif Páls- dóttir, fjölmiðla- kona hjá 365 miðlum, ritaði á Twitter í gær: „Tók kjól með mér í vinnuna sem ég hef ekki far- ið í síðan ég las síðast fréttir á RÚV. Núna er búið að boða til starfsmannafundar.“ Eftir þessa klausu skrifaði Edda Sif fjögurra stafa orð; Fxxx. Og Ásdís Rán fyrirsæta á loka- orð vikunnar: „Í framhaldi af öllum þessum glæsilegu matreiðslubókum og þar sem eru ekki til fleiri upp- skriftir ætla ég að gefa út nýtt concept fyrir næstu jól – 20 ways to make your husband happy in the kitchen!“ AF NETINU Eldurinn; landið, fólkið, lögin: Gullmolar úr gríðarmiklu safni Ómars Ragnarssonar á Ríkisútvarpinu eru komnir út á fjórum disk- um. Ómar hefur fylgst með öllum eldgosum sem geisað hafa á Íslandi frá því Sjónvarpið hóf göngu sína. Á diskunum eru einnig við- talsþættir Ómars og þættir um náttúru landsins. Brot úr einum vinsælasta spurn- ingaþætti Sjónvarpsins; auk tónlistar Ómars í flutningi þekktra söngvara. Önnur útgáfa er Laddinn – eins og hann leggur sig. Fjórir áratugir af gríni á fjórum diskum. Stútfullir diskar af gríni úr gullkistu RÚV. Grínistinn, þáttaröðin um feril Ladda. Krakkagrín úr Stundinni okkar. Fyrstu skrefin og gamlir vinir! Og öll myndböndin við vinsælustu lögin. Stundarkassinn er fjórir diskar með efni úr Stundinni okkar. Á þessum diskum eru allir þættir Stundarinnar síðan Gói byrjaði að vinna í Stundarleikhúsinu. „Að auki læt ég fylgja með smá aukaefni,“ segir Gói. „Því auk þáttanna eru öll lögin á einum disk, þú getur kíkt bak við tjöldin við gerð Stund- arinnar. Þetta er okkar góða stund, yndis- lega stundin okkar.“ Loks eru Vesturfarar, þættir Egils Helga- sonar um afdrif og afkomendur Íslendinga í Vesturheimi, komnir út á mynddiskum. Þriggja diska útgáfa með ítarefni, þátt- unum Vestur-Íslendingar eftir Ólaf Ragn- arsson frá 1976 og heimildarmyndinni Ísland á sléttum Kanada frá 1941. Allt myndefnið er með enskum texta. Sérstök útgáfa fáanleg fyrir Bandaríkin og Kanada. Morgunblaðið/Eggert Fjölbreytt útgáfa RÚV ÓMAR RAGNARSSON, LADDI, STUNDIN OKKAR OG VESTURFARAR ERU Í AÐALHLUTVERKUM Í DISKAÚTGÁFU RÍKISÚTVARPSINS FYRIR JÓLIN. Laddi Egill Helgason Ómar Ragnarsson Kristín Þóra Haralds- dóttir og Guðjón Davíð Karlsson, öðru nafni Gloría og Gói, hafa umsjón með Stundinni okkar. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.