Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Græjur og tækni Stofnandi Amazon, milljarðamæringurinn Jeff Bezos, lét hafa eftir sér í vikunni að hann hefði grætt milljarða doll- ara á misheppnuðum tilraunum fyrirtækisins. „Það er ekki gaman að mistakast, en fyrirtæki sem prófa sig ekki áfram – fyrirtæki sem hræðast mistök – enda að lokum á erfiðum stað og þurfa að taka mikla áhættu.“ Segir mistök einn lykil að velgengni S kráaskiptasíðunni Pirate Bay var lokað af sænskum lög- regluyfirvöldum í vikunni og allar dóttursíður hennar héldust jafnframt lokaðar. Síðan er sú þekktasta sinnar tegundar á heimsvísu og notendur hennar hafa skipt tugum milljóna á mánuði. Um 40 milljón notendur voru virkir þeg- ar síðan var tekin niður í vikunni og hún var í 88. sæti yfir vinsælustu netsíður heims. Paul Pinter, sér- fræðingur sænsku lögreglunnar í hugverkastuldi, sagði í samtali við fjölmiðla að nokkur fjöldi tölva og netþjóna hefði verið gerður upp- tækur vegna gruns um brot á höf- undarrétti. Er síðan sjálf sek um höfundarréttarbrot? Síðunni var lokað eftir að lögreglan í Stokkhólmi gerði húsleit í höfuð- stöðvum fyrirtækisins. Svíar hafa lengi háð baráttu við Pirate Bay en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem síðunni er lokað. Húsleitin var gerð í kjölfar kvörtunar frá sam- tökum sem berjast gegn net- glæpum. Síðast lokuðu yfirvöld síð- unni árið 2006 en þá lá hún einungis niðri í þrjá daga. Forsvarsmenn Pi- rate Bay hafa haldið því fram að síðan brjóti í raun ekki á höfundar- rétti listamanna í ljósi þess að not- endur hlaði niður efni hver frá öðr- um, síðan sé einungis milliliður. Fjórir stofnendur síðunnar voru dæmdir í átta mánaða fangelsi árið 2009 og jafnframt var þeim gert að greiða margar milljónir dollara í sektir. Starfsemi síðunnar raskaðist ekki á meðan þeir sátu bakvið lás og slá. Sony-myndum lekið Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar nú innbrot í tölvukerfi Sony Pictures Entertainment sem framið var í byrjun mánaðar. Farið var ólöglega inn í innra kerfi fyrir- tækisins þar sem heilu terabæt- unum af leynilegum upplýsingum var stolið og fimm nýjum kvikmynd- um jafnframt lekið. Kvikmyndirnar Fury og Annie, sem frumsýna á 19. desember, voru á topplista Pirate Bay yfir það efni sem mest hafði verið sótt að undanförnu. Umtals- verðu magni persónuupplýsinga var jafnframt stolið frá fyrirtækinu þar sem fram koma upplýsingar um allt frá launum stórleikara til tímasetn- inga brjóstagjafar eins af yfirmönn- um fyrirtækisins. Ævareiðir Norður- Kóreumenn Þessi neyðarlegi upplýsingaleki frá Sony er annað skipti á stuttum tíma sem fyrirtækið verður fyrir alvar- legri tölvuárás. Árið 2011 var brotist inn á netkerfi Playstation-leikjatölvu fyrirtækisins þar sem fjárhagslegar upplýsingar um 25 milljónir notenda voru í hættu. Líkur eru taldar á því að tölvuþrjótarnir sem stóðu fyrir árásinni í byrjun mánaðar hafi unn- ið með yfirvöldum í Norður-Kóreu sem eru ævareið í garð Sony vegna myndarinnar The Interview þar sem leikararnir Seth Rogen og James Franco fara með hlutverk karaktera sem falið hefur verið að ráða Kim Jong-un af dögum. Yf- irvöld í Norður-Kóreu hafa ekki svarið árásirnar af sér og fagna því að þær hafi verið gerðar. Hins veg- ar verður að hafa í huga að þau hafa áður reynt að eigna sér að- gerðir sem þau stóðu í raun ekki fyrir. Aðrir taki við kyndlinum Flestir eru sammála um það að þótt yfirvöldum takist mögulega að halda Pirate Bay niðri um einhvern tíma sé niðurhalsmenningin komin til að vera. Þá bendir ekkert til að sænsk yfirvöld hafi tekið yfir netsíður Pi- rate Bay og einnig ber að hafa í huga að síðan sjálf hýsti í raun ekki efnið sem hún miðlaði til notenda – þó síðan liggi niðri er efnið ennþá til. Þá var hægt að sækja sér afrit af gagnagrunni Pirate Bay inni á síðunni sjálfri og vitað er að margir notendur höfðu gert slíkt. Því verð- ur að teljast líklegt að lifni Pirate Bay ekki við, jafnvel kröftugri en áður í krafti mikillar fjölmiðlaat- hygli eins og áður hefur gerst þegar reynt hefur verið að fella síðuna, muni sambærilegar síður spretta upp. Skráaskipti hverfa ekki með Sjóræningjaflóa SÆNSKA LÖGREGLAN LÉT LOKA SKRÁASKIPTISÍÐUNNI PI- RATE BAY Í VIKUNNI. VERÐI SÍÐAN EKKI OPNUÐ AÐ NÝJU MÁ BÚAST VIÐ AÐ NÝJAR SÍÐUR VERÐI EKKI LENGI AÐ TAKA VIÐ KYNDLINUM. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Einn stofnenda Pirate Bay, Fredrik Neij, sést hér leiddur af lögreglu út af Don Mueng-flugvelli í Taílandi í nóvember síð- astliðnum. Segja má að Pirate Bay eigi stóran þátt í því að ólöglegt niðurhal er í dag hluti af venjulegri dægurmenningu. AFP Vörumerki Pirate Bay er nokkurs konar einkennismerki ólöglegs niðurhals. Jóladagatalssmáforrit með íslensku jólasveinunum er nú fáanlegt í iTunes-verslun Apple og mögulegt er að hlaða þeim inn á iPhone- síma og iPod Touch-spilara. Í forritinu er hægt að nálgast upplýs- ingar um nöfn, komutíma og einkenni allra jólasveinanna. Að auki fylgja fróðleiksmolar um Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn. Forritið minnir á hvaða jólasveinn kemur næst til byggða og áminningin berst daginn áður en jólasveinninn kemur og því eng- in hætta á því að ruglast á röðinni. Þá er í forritinu skemmti- legur þrautaleikur sem hægt er að spila til að stytta sér stund- irnar og drepa tímann fram að jólum og komast í ærlegt jólaskap. Þá er einnig hægt að senda upplýsingar eða áminningu á Face- book í gegnum forritið um hvaða jólasveinn er næstur í röðinni svo vinir og kunnningjar gleymi ekki því sem máli skiptir. For- ritið er skreytt með myndum eftir Guðnýju Þorsteinsdóttur. Jóladagatalið með íslensku jólasveinunum er frítt og hægt að sækja það í App Store eða í iTunes. Það er fyrirtækið Gebo Kano sem stendur fyrir útgáfu forrits- ins. Það er íslenskt hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í upp- byggilegum og skemmtilegum smáforritum fyrir krakka. Jólasveinar í símanum ÍSLENSKU JÓLASVEINARNIR HAFA NÚ HAFIÐ INNREIÐ SÍNA INN Á STAFRÆNU ÖLDINA OG BIRTAST Í SNJALLSÍMAFORRITI. Sveinkar eru nú handhægir og stafrænir. Það eru til mörg skrýtin smáforrit þarna úti og fyrir suma eru skrýtnir hlutir, skrýtið fólk, skrýtnar aðstæður það sem gefur lífinu hrífandi blæ. Eflaust er það ekki algengt vandamál á Íslandi að fólk týni bílunum sín- um, leggi þeim einhvers staðar og geti ómögulega munað hvar. Hins vegar þurfa þeir, sem lenda ítrekað í slíku, ekki lengur að örvænta. Carrr Matey er algjörlega sérstætt snjallsímaforrit sem gerir ráðvilltum öku- mönnum kleift að finna bílinn sinn aftur á svipstundu. Fleiri slík forrit eru til, en Carrr Matey sker sig þó úr hópnum vegna þess að … Það talar eins og sjóræningi. Svo þú leggur í raun ekki bifreiðinni – þú kastar akkeri. Þú leitar að skipinu þínu á skjánum, ekki bíl. „Finna fley“ er sérstakur hnappur í forritinu. Hægt er að stilla skeiðklukku svo lögregl … ég meina sjóherinn sekti þig ekki. Þá er landakortið í forritinu að sjálfsögðu hannað eins og fjársjóðskort. APPIÐ Bíllinn er á bakborða, kafteinn! Leitin að bílnum er ævintýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.