Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014
R
íkharður skoraði fimm lögleg
mörk í leiknum. Ég var í mjög
góðri aðstöðu til að dæma um
fimmta markið – stóð í beinni
línu við öftustu varnarmenn Svía
þar sem innkastið var tekið og knettinum
kastað inn á völlinn. Þegar knötturinn barst
til Ríkharðs var hann ekki fyrir innan varn-
armenn Svía, en Ríkharður skaust snöggt
fram og sendi knöttinn í netið. Guðjón Ein-
arsson, dómari leiksins, flautaði, benti á miðj-
una og dæmdi mark. Svíar mótmæltu og ég
tel að þar sem Ísland var tveimur mörkum
yfir (4:2) og stutt til leiksloka hafi Guðjón af
kurteisi við gestina gefið eftir og dæmt
markið af. Vildi greinilega ekki skapa ein-
hverja óánægju, enda Svíar orðnir viðkvæmir
– sáu fram á tap.“
Þetta segir Gísli heitinn Halldórsson, fyrr-
verandi leikmaður KR og forseti Íþrótta-
sambands Íslands, í nýrri bók, Sögu landsliðs
karla í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Stein-
arsson. Hann er vitaskuld að tala um sig-
urinn fræga á Svíum á Melavellinum 1951,
4:3, þegar Ríkharður Jónsson vann það ótrú-
lega afrek að skora öll mörk Íslands.
Að vonum var létt yfir mönnum er gengið
var af velli. Þannig kom Einar Halldórsson
úr Val til Ríkarðs og sagði: „Þakka þér fyrir
að leyfa okkur að vera með!“
Hillur svigna undan fróðleik
Sigmundur Ó. Steinarsson hefur fylgst með
íslenskri knattspyrnu frá blautu barnsbeini
og sankað að sér hafsjó af upplýsingum
gegnum tíðina. Það eru engar ýkjur að hillur
og skápar á heimili hans beinlínis svigna und-
an fróðleik. Merkilegt er að fylgjast með Sig-
mundi sækja staðreyndir í handskrifaðar
stílabækur og lausblaðamöppur. Vanti til
dæmis upplýsingar um tiltekinn landsleik ár-
ið 1978 grípur Sigmundur bara viðeigandi
bók eða möppu. Allt er þar að finna, dagsetn-
ingu, úrslit, mót, leikmenn Íslands og þar
fram eftir götunum. Fært í letur með rithönd
fagurkerans. Þessum upplýsingum byrjaði
Sigmundur að halda til haga meðan hann var
íþróttafréttamaður, löngu áður en til tals kom
að hann skráði sögu landsliðsins. Hér ræðir
um bókhald sem engin tölva mun nokkru
sinni leysa sómasamlega af hólmi.
Sigmundur sendi frá sér 100 ára sögu Ís-
landsmótsins í knattspyrnu í tveimur bindum
árið 2011 en samhliða því verki lagði hann
drög að landsliðssögunni. „Ég safnaði efni í
bæði þessi verk samhliða, til að mynda nýtast
viðtöl við ýmsa menn á báðum stöðum, eink-
um þá eldri,“ segir hann en útgefandi bók-
anna er Knattspyrnusamband Íslands.
Raunar hefði Sigmundur ekki mátt vera
mikið seinna á ferðinni en nokkrir lykilmenn
sem hann leitaði til við gerð landsliðssög-
unnar féllu frá meðan á vinnslu bókarinnar
stóð. Má þar nefna téðan Gísla Halldórsson,
fyrrverandi landsliðsmennina og -þjálfarana
Karl Guðmundsson og Reyni Karlsson, Haf-
stein Guðmundsson, sem varð fyrsti „lands-
liðseinvaldurinn“, Helga Daníelsson, fyrrver-
andi landsliðsmarkvörð og Hannes Þ.
Sigurðsson, milliríkjadómara. „Án þessara
manna hefði þessi bók orðið mun fátæklegri.
Blessuð sé minning þeirra!“ segir höfund-
urinn.
Á að vera sagan öll
Þetta á að vera sagan öll, að sögn Sigmund-
ar, allar staðreyndir er snúa að landsliðinu í
bland við alls kyns fróðleik og frásagnir.
Hann heldur sig þó á jörðinni þegar kemur
að sögunum. „Það hefur oft verið sagt að
sannleikurinn megi ekki skemma góða sögu.
Þegar kemur að bók sem þessari á það ekki
Sá aumur
á Svíum
ÚT ER KOMIN BÓKIN SAGA LANDSLIÐS KARLA Í KNATTSPYRNU EFTIR SIG-
MUND Ó. STEINARSSON, 608 BLAÐSÍÐUR OG RÍKULEGA MYNDSKREYTT.
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS GEFUR ÚT EN Í BÓKINNI ER AÐ FINNA
ALLAR STAÐREYNDIR OG ALLS KYNS FRÓÐLEIK UM LANDSLEIKI ÍSLANDS
FRÁ ÁRINU 1946 OG RAUNAR LENGUR, ÞAR SEM SVONEFNDUM ÚRVALS-
LIÐUM ERU EINNIG GERÐ SKIL EN ÞAU VORU FORVERI LANDSLIÐSINS.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson
með fyrstu eintökin af bók
sinni í höfuðstöðvum KSÍ
fyrir helgina.
Eiður Smári Guðjohnsen var um langt árabil skærasta stjarna íslenska landsliðsins. Nú hefur Gylfi
Þór Sigurðsson tekið við því hlutverki. Bak við þá er Aron Einar Gunnarsson fyrirliði landsliðsins.
Morgunblaðið/Golli
Ásgeir Sigurvinsson í sínum síðasta landsleik gegn Tyrkjum á Laugardalsvellinum í september 1989.
Hann er að dómi Sigmundar besti leikmaðurinn sem klæðst hefur landsliðstreyjunni frá upphafi.
Morgunblaðið/Bjarni
Karl Schlösser, leikmaður Saxlandsúrvalsins, sækir að marki Íslands. Björgvin Schram liggur á vell-
inum ásamt Helmut Schön, fyrir aftan þá er Ólafur K. Þorvarðsson, þá kemur Ólafur Kristmanns-
son og fyrir framan hann fremstur til vinstri er Gísli Halldórsson.
Viðtal