Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 16
Skemmtilegt dót Einn smábíll, risaeðla eða annað smádót getur vakið mikla lukku ef það ratar í skóinn hjá krökk- unum. Rassaþota kostar ekki mikið og er eitthvað sem fjölskyldan getur leikið með saman. Svo gæti verið gaman að lauma sniðugu prakkaraleik- fangi eins og prumpublöðru í skóinn. Þ að styttist óðum í það að jólasveinarnir komi til byggða. Sunnudagsblað Morg- unblaðsins náði tali af Stekkjarstaur sem er tiltölulega nýkominn til byggða. Jóla- sveinarnir vilja allir vanda til verka en Stekkjar- staur segir bræður sína stundum eiga í vandræð- um með að finna flottar gjafir í skóinn fyrir börnin góðu en jafnframt að öllum sé gert jafnhátt undir höfði. „Hóhóhó!“ er það fyrsta sem sveinki segir, enda heilsa jóla- sveinarnir með jólalegri kveðju eins og við vitum öll. „Það er gott þið höfðuð samband við mig. Ég hef einmitt verið að reyna að koma skilaboðunum áleiðis til bræðra minna. Við erum allt- af á ferð og flugi og því erfitt að ná sambandi hver við annan, við erum nefnilega ekki eins snarpir í tækninni eins og flestir sem í byggðum búa. Einn daginn lærum við kannski að nota síma og aðra hluti sem einkenna þessa gervihnattaöld.“ Stekkjarstaur er auðvitað hundgam- all og óhætt að segja að hann sé af gamla skólanum. Hann segir það því upplagt að koma skilaboðunum áleiðis til bræðra sinna í gegnum fjölmiðla. „Það sem er svo dásamlegt við að gefa í skóinn er auðvitað bros á vanga barnanna þegar þau gægj- ast út í glugga á morgnana. Strákarnir, bræður mínir, eru stundum utan gátta, en það kemur sko fyrir besta fólk get ég sagt þér. Það eina sem þeir þurfa að muna er að það þarf svo lítið til þess að gleðja þessi smáu en góðu hjörtu barnanna.“ JÓLASVEINARNIR ERU Í ÓÐAÖNN AÐ VELJA GJAFIR Í SKÓINN SENN VERÐUR NÓG AÐ GERA HJÁ JÓLASVEINUNUM AÐ VELJA OG GEFA ÖLLUM ÞÆGUM BÖRNUM GÓÐA GJÖF Í SKÓINN. STEKKJARSTAUR ER ÁVALLT EINU SKREFI Á UNDAN BRÆÐRUM SÍNUM, ENDA FYRSTI JÓLASVEINNINN TIL BYGGÐA, OG STINGUR HÉR UPP Á SNIÐUGUM GJÖFUM EF ÞEIR SKYLDU NÚ VERÐA HUGMYNDASNAUÐIR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Eitthvað til að japla á Mandarínur eru svo jólalegar að það er alltaf gaman að setja þær í skóinn hjá krökkunum, jafnvel skella nokkrum rúsínum með. Svo er gaman fyrir krakka sem hafa aldur til að fá kannski eins og einn tyggjópakka að japla á. Stekkjarstaur á ferð og flugi. Hugmyndir Stekkjarstaurs Morgunblaðið/Árni Sæberg Getty Images/iStockphoto 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Kringlunni, laugardag og sunnudag. Nánar: Gói úrStundinni okkar mætir hress og kátur kl. 14 í Kringluna og skemmtir krökk- um. Siggi sæti og Íþróttaálfurinn heiðra börn síðan með nærveru sinni á sunnudeginum kl. 13. Fleiri atriði verða einnig á dagskrá. Nánar á kringlan.is. Söngur og skemmtun Demantshringur 0.50ct Verð 398.000 kr. Linda Jóhannsdóttir býr ásamt manni sínum Rúnari Karli Krist- jánssyni og sonum sínum tveimur í Hlíðunum. Eldri drengurinn Ísak Kristófer er 6 ára og Nóel Viktor er eins árs. Linda er fatahönnuður að mennt en hannar myndir og kort með íslenskum fuglum og norð- urskautsdýrum undir nafninu Past- elpaper og er það selt í ýmsum hönnunarbúðum. Þátturinn sem allir geta horft á? Þessa dagana erum við öll að horfa á danska jóladagatalið á DR1, sem fjallar um strák í framtíðinni sem ferðast aftur í tímann til dagsins í dag, mjög spennandi! Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Vildi óska að það væri eitt- hvað eitt, það myndi auðvelda svo margt en föstudagar eru heilagir pitsudagar hjá okkur, þá er alltaf pitsa sem við borðum fyrir framan sjónvarpið og horfum á teiknimynd- ir. Skemmtilegast að gera saman? Í raun bara að vera saman, þennan litla tíma sem maður hefur eftir vinnu, skóla, heimavinnu og fót- boltaæfingar sem Ísak lifir fyrir reynum við að nýta vel, njótum þess að vera saman og skapa minn- iningar, elskum að fara í sund, göngutúra, fara í sumarbústað og ferðast, allt þetta þar sem við erum að skapa minningar um án þess að net og sjónvarp sé að stela athygl- inni. Borðið þið morgunmat saman? Því miður borðum við ekki morg- unmat saman á virkum dögum, þá eru allir frekar þreyttir og vilja kúra eins lengi og hægt er, já fyrir utan Nóel sem virðist ekki þurfa svefn og er ávallt tilbúinn í daginn. Við reynum að bæta það upp um helgar og njóta þess þá að borða góðan morgunmat saman. Hvað gerið þið saman heima ykk- ur til dægrastyttingar? Við höfum mjög gaman af því að hlusta á tón- list og dansa og syngja með, sem er EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Linda og Rúnar. Njóta þess að skapa saman góðar minningar Nóel og Ísak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.