Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 BÓK VIKUNNAR Ljóðabók hins unga Palestínumanns Ya- hya Hassan kemur út í íslenskri þýðingu Bjarka Karlssonar. Bókin varð metsölubók í Danmörku þegar hún kom út í fyrra. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Litlu dauðarnir er nýjasta skáldsagaStefáns Mána en þar segir hann sögumanns sem reynir að bjarga sér og fjölskyldu sinni úr vandræðum en kemur þá öllum í enn meira klandur. „Að mörgu leyti er þessi bók ólík mínum fyrri bókum,“ segir Stefán Máni. „Aðalpersónan er hvorki glæpamaður né lögga heldur einn af okkur. Þetta er ekki eiginleg glæpasaga en samt spennubók. Mig langaði til að skrifa spenn- andi sögu án þess að það væri mikið verið að drepa og meiða. Drifkrafturinn í sögunni er andlegri og sálfræðilegri en ofbeldi og hryll- ingur.“ Ertu ekki sammála því að það megi greina pólitískan tón í þessari bók? „Ég fer inn á þær brautir því þarna eru umræður um samfélagið og öflin í samfélag- inu. Ég er alls ekki flokkspólitískur en þar sem ég bý í þessu samfélagi hef ég skoðanir á því. En ég er ekki vakinn og sofinn á net- inu að segja álit mitt og rífast. Mig langar ekki þangað.“ Þú ert að taka vissa áhættu með því að vera á nýjum slóðum sem rithöfundur. Finnst þér þessi áhætta hafa borgað sig? „Í sjálfu sér er ekki hægt að spyrja fyrr en að leikslokum en mér finnst áhættan hafa borgað sig. Það hefði verið auðvelt og fyrir- sjáanlegt að gera það sama og síðast en mig langaði alls ekki til þess. Mér fannst spenn- andi að taka þessa áhættu og nauðsynlegt að stíga út fyrir þægindarammann og gera eitt- hvað nýtt. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá lesendum mínum. Það getur vel verið að einhverjir vilji fá sín morð og viðbjóð en ég held að margir sem eru ekki fyrir morð og hrylling og hafa ekki lagt í að lesa bækurnar mínar muni lesa þessa bók.“ Ertu farinn að huga að næstu bók? Já, það er óhjákvæmilegt. Það er ekki nema ár í næstu jól. Ég ætla að vera með unglingabók í vor, framhald af Úlfshjarta sem kom út fyrir örfáum árum. Úlfshjarta er lesin í skólum og er mjög vinsæl. Ég fæ sterk viðbrögð frá unglingum og ekki síst frá foreldrum sem eru himinlifandi af því að unglingurinn þeirra er allt í einu farinn að lesa. Strákar sem eru yfirleitt tregir til að lesa eru farnir að biðja um bók í jólagjöf. Þannig að mér rennur blóðið til skyldunnar og hlakka til að koma með framhaldið. Næsta haust verð ég svo með bók, stóra spurningin er hvort Hörður Grímsson verði þar persóna. Hann mun snúa aftur en ég get samt ekki lofað að það gerist næsta haust.“ Hvernig finnst þér að taka þátt í jóla- bókaslagnum? „Það er líflegt og skemmtilegt, en um leið stressandi og tekur á taugarnar. Ég er á þeytingi að lesa upp og fer í viðtöl og þarf að yfirgefa þægindahring heimilisins og skrifstofunnar. Ég hlakka til að leggjast upp í sófa á aðfangadag með góða bók og slaka á.“ Ertu búinn að ákveða hvaða bók það verð- ur? „Nei, það fer eftir því hvað ég verð hepp- inn með jólagjafir. Siggi Páls væri til dæmis góður sófanautur.“ Ertu búinn að lesa eitthvað af jólabók- unum? Ég er búinn að lesa Gyrði, les allar hans bækur og er stórhrifinn af þeim. Hann er frábær stílisti með ríkt ímyndunarafl og það er gefandi að lesa bækur hans.“ FRAMHALD AF ÚLFSHJARTA KEMUR Í VOR OG STÓR SKÁLDSAGA NÆSTA HAUST Spennandi að taka áhættu „Næsta haust verð ég svo með bók, stóra spurningin er hvort Hörður Grímsson verði þar persóna,“ segir Stefán Máni. Morgunblaðið/Kristinn STEFÁN MÁNI ER Á NÝJUM SLÓÐ- UM Í SKÁLDSÖGU SINNI LITLU DAUÐARNIR. HANN SEGIR AÐ DRIFKRAFTURINN Í SÖGUNNI SÉ ANDLEGRI OG SÁLFRÆÐILEGRI EN OFBELDI OG HRYLLINGUR. Gísli bróðir minn kenndi mér að lesa þegar ég var fjögurra ára. Þær bækur sem ég sæki í að lesa aftur og aftur eru Heimsljós, Tómas Jónsson metsölubók og ljóð eftir Gyrði Elíasson, Þórarin Eld- járn og Jónas Hallgrímsson. Svo þarf ég oft að fletta í Göngum og réttum, Hrakningum og heiðavegum og Söguþáttum landpóstanna. Um þessar mundir er neyslu minni á rituðu máli svo háttað að henni má skipta í flokka. Af ljóðum hef ég verið að lesa nýlega bók Þórarins Eldjárn sem heitir Tautar og raular. Þar eru bæði ný kvæði sem tala sterkt til mín en einnig undurfagrar þýð- ingar á fáeinum perlum og ljóðið um Mýs og menn í sérstöku afhaldi mínu. Af skáldsögum er ég hálfn- aður með annan lestur á Öræfum eftir Ófeig Sigurðsson. Þetta er ein stórkostleg bók og erfitt að lýsa henni í stuttu máli. James Joyce hittir Guðberg með Eggert og Bjarna og þeir droppa sýru með Tví- skerjabræðrum og elta villifé. Stórkostleg beljandi hringiða af hugar- flugi og tímaflakki, ólgandi af hugviti og frásagnargleði. Bók sem engin leið er að hætta að lesa. Meðfram þessu er ég að glugga í gamlan Náttúrufræðing en ég var svo heppinn að góð kona gaf mér nokkra árganga frá sjötta áratugnum og slitur til okkar daga. Svo hlakka ég óskaplega til þess að lesa Táningabók Sigurðar Páls- sonar en tvær fyrri minningabækur hans hafa breytt skilningi mínum á ævisögum og mótun sannleikans í höndum skálds. Í UPPÁHALDI PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON LEIÐSÖGUMAÐUR Páll Ásgeir er að lesa Öræfi í annað sinn en hann segir bókina vera stór- kostlega. Hann hlakkar til að lesa Táningabók Sigurðar Pálssonar. Morgunblaðið/GolliÖræfi. BÓKSALA 24. OKT.-20. NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 4 Útkall : ÖrlagaskotiðÓttar Sveinsson 5 VísindabókVilla 2Vilhelm Anton Jónsson 6 HjálpÞorgrímur Þráinsson 7 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 8 Frozen matreiðslubókinSiggi Hall / Walt Disney 9 Frozen hárbókinTheodóra Mjöll / Walt Disney 10 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson Ævisögur 1 Saga þeirra, saga mínHelga Guðrún Johnson 2 Svarthvítir dagarJóhanna Kristjónsdóttir 3 Hans Jónatan : Maðurinn sem stalsjálfum sér Gísli Pálsson 4 Í krafti sannfæringar : saga lög-manns og dómara Jón Steinar Gunnlaugsson 5 Líf mitt (innbundin)Luis Suárez 6 Handan minningaSally Magnusson 7 Líf mittLuis Suárez 8 Sigurður dýralæknir 2Sigurður Sigurðarson 9 Kaupmaðurinn á horninu : Óskarí Sunnubúðinni segir frá Jakob F. Ásgeirsson 10 Winston S. Churchill : ævisagaJón Þ. Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.