Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 57
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Systurnar og söngkonurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur koma fram á tónleikum í safnaðarheim- ilinu í Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnudagskvöldið klukkan 20. Peter Aisher tenór kemur fram með þeim. 2 Félagarnir Þröstur og Heiðar gáfu í fyrra út plöt- una „Um jólin“ og hyggjast flytja öll lögin af henni í Bæj- arbíói í Hafnarfirði á laugardagskvöld klukkan 22. Tónleikana kalla þeir „Rauð jól“ og félögunum til halds og trausts verður hljómsveitin Það sem úti frýs. 4 Jólasýning ungra myndlist- armanna, Jólin eru (í) Ekki- sens!, verður opnuð í lista- rýminu Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, á laugardag klukkan 14. Heitið er stórri samsýn- ingu á „myndlist og annarri snilld“. 5 Á sunnudag klukkan 14 verður Inga Lára Bald- vinsdóttir með lokaleið- sögn um sýninguna „Svip- myndir eins augnabliks – Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar“ í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Sýningunni lýkur um áramót. Safn Þorsteins (1907- 1967) er eitt heildstæðasta einkasafn sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. 3 Á laugardag klukkan 15 verð- ur opnuð forvitnileg mynd- listarsýning í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Þar sýna sjö nemendur myndlistardeildar LHÍ verk sem þeir unnu á fimm vikna námskeiði um tilraunakennda kvik- myndagerð. MÆLT MEÐ 1 verður milli tónleika. Stundum er meiri spenna fyrra kvöldið en seinna kvöldið getur oft verið betra, en maður veit aldrei. Von- andi verða hvorir tveggja tónleikarnir góðir.“ Hvað tekur svo við hjá Andsnes á nýju ári, eftir að hafa lifað og hrærst með verkum Beethovens í mörg misseri? Mun hann halda áfram að leika verk eftir hann? Hann hlær. „Nei, þegar ég hef leikið síð- asta Beethoven-konsertinn með MCO í London á næsta ári held ég að konsertar Beethovens þurfi hlé frá mér! Ég þarf líka að taka mér hlé frá þeim, þótt þeir séu frá- bærir og það hafi verið ómetanlegt að geta eytt svo miklum tíma með verkum eins tón- skálds sem ég hef alltaf dáð. Það hefur verið törfum líkast að sjá á þessu ferðalagi hvað þessi verk Beethovens halda áfram að vera nútímaleg og tala sterkt til okkar enn í dag, tveimur öldum eftir að þau voru samin. Því miður eru sumir hlutir hættir að ögra fólki, eins og gerðist þá, en það er makalaust hvað þessi lífræna uppbygging verkanna, með öll- um sínum óvæntu vendingum og uppá- komum, getur verið fersk og heillandi. Satt best að segja er mig farið að langa til að takast á við fleiri sónötur eftir Beethoven en ég hef gert. Hins vegar hlakka ég líka til að leika nú á næstunni verk annarra tón- skálda sem ég hef ekki getað einbeitt mér að. Ég ætla að gera mér far um að skoða frönsk tónskáld, Debussy til dæmis, sem er að vissu leyti andstæða Beethovens.“ „Það er næstum eins og tónlistin hafi aldrei verið skrifuð niður heldur hafi alltaf ver- ið til sem hluti af al- heiminum,“ segir Andsnes, sem er hér á æfingu með MCO, um fimmta píanó- konsert Beethovens. Morgunblaðið/Einar Falur mínum, sem von er, því það syngur hver með sínu nefi,“ segir Guðrún og telur líklegt að næsta ljóðabók hennar verði tilbúin til útgáfu strax á næsta ári. „Nú hef ég góðan tíma til að skrifa,“ segir Guðrún sem fyrr á árinu lét af störfum sem bókasafnsfræðingur. Að sögn Guðrúnar hefur hún haft gaman af að lesa og hugleiða upphaf ljóðlistar. „Ég gæti trúað að ljóðlist eigi beinar rætur í galdratilburðum sem eru jafngamlir mannkyninu, Fyrirmynd- irnar hafa verið þær sem næst stóðu mann- inum í árdaga, náttúran, lifandi tré, dýr og fuglar og allt þeirra óskiljanlega kynngimagn. Það þurfti að finna rétt og mögnuð orð og raða þeim rétt upp til að skilja og ná valdi yf- ir fyrirbærunum. Þau hafa síðan verið óþrjót- andi efniviður í særingar, goðsagnir, ævintýri, sögur og söngva.“ „Fuglar eru ekki ólíkir orðum, dul- arfullir boðberar, bæði fallegir og fjölbreyttir og líka hverfulir eins og þau,“ segir Guðrún Hannesdóttir. Morgunblaðið/Þórður Af orðum (óbirt) þau koma óboðin líkt og fuglar að framandi strönd litverp og kulvís sitja þau á sandinum slegin furðu myrk aldan brotnar á beinum þeirra mjóum og kuldinn kemur þeim í koll en einstaka sinnum í rökkrinu hefur eitt þeirra sig á væng út yfir dýpstu og dekkstu mið dregur með örsnöggum halla ógrynni annarra orða úr djúpinu - leiftrandi björt Upphaf (úr bókinni) samanbrotinn eins og bréfbátur um nætur þegar birtir stingst mjótt nef út úr úfnum kolli og fótur teygður tignarlega í átt til jarðar lítill vængur blessar himinhvelið í auganu tvískær sól ný á hverjum degi TVÖ LJÓÐ GUÐRÚNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.