Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 40
Tíska *Jólamarkaður hönnuða og vefverslana verð-ur haldin á Kex hosteli, Skúlagötu 28, laug-ardaginn 13. desember á milli klukkan 10-17. Búast má við miklu úrvali af íslenskrihönnun í bland við skemmtilegar nýjar vef-verslanir. Sigga Kling hefur boðað komu sínaásamt jólasveini og því upplagt að kaupa jóla- gjafirnar við lifandi hátíðarstemningu og góðan kakóbolla. Jólamarkaður hönnuða og vefverslana Á ttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kem- ur að fatakaupum? Klárlega. Ég vil að föt séu klassísk, vönduð, á góðu verði og helst endingargóð en stundum fórnar maður endingunni fyrir verðið og reiknar þá ekki með að nota flíkina í eins langan tíma. Ætlarðu að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Nei. Ég kaupi mér afar sjaldan föt sem ég sé fyrir mér að nota í stuttan tíma í einu, nema þá, eins og fyrr segir, ef þau eru sérlega ódýr og snið- ug í senn. Ef ég kaupi almennilega vetrarflík þá vil ég helst geta notað hana lengi, ekki bara einn vetur. Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl og hvers vegna? Sumarið og þá utan Íslands. Eitt af því besta sem ég veit í þessu lífi er að vera berfætt í kjól undir dimmum stjörnuhimni í 25 stiga hita. Þetta gerist ekki á Íslandi. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Weezo-galla. Þeir eru tákn um hnignun mannsins. Hvað heillar þig við tísku? Tjáning persónuleikans, tilvísanir í söguna, menninguna. Fallegt handverk, vönduð vinnubrögð, fallegt litasamspil. Ég sá einu sinni mjög flotta setningu um tísku, sem sat í mér. Get samt ómögulega þýtt hana: „Fashion is what people who wear it don’t call it.“ Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Ég á nokkrar sem ég nota ekki. Til dæmis fermingarkjól ömmu minnar frá 1943. Ég nota öll þau föt sem ég hef eignast fyrir sjálfa mig. Sum bíða reyndar uppi á lofti og eru tekin niður seinna, jafnvel eftir nokkura ára hlé en ég á ekki föt sem ég tími ekki að nota. Þá væru þau hálftilgangs- laus. Hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann? Hvíta kjól- inn sem Marilyn Monroe klæðist þegar hún stend- ur á loftræstingunni. Eða sólgleraugun hennar Audrey Hepburn úr Breakfast at Tiffanys. Segjum að þú fengir að- gang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla. Hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? 1955 og ég myndi fara til New York. Allt við mid-century modern-tímabilið finnst mér svo fágað og heillandi þegar kemur að hönnun. Tískan svo kvenleg, flegin hálsmál, þröng mitti, kvartermar og kvartbux- ur, ballerínuskór, platínuljóst hár, hvort sem var á Monroe eða Hitchcock-stjörnunni Kim Novak, þröngu síðu kjólarnir, stóru sól- gleraugun, hattarnir, allt. Hrikalega flott tímabil. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Bergþóra hjá Farmers Market finnst mér mjög flinkur hönnuður ef ég á að nefna ein- hvern Íslending. Christian Dior fannst mér frábær og Alexander McQuuen var jafnframt stórbrotinn listamaður. Ef þú fengir að eiga fataskáp einhvers, hver yrði það og af hverju? Skáp? Mig langar frekar í svona „walk in closet“ – sá sem Carrie Bradshaw átti var ansi flottur. WEEZO-GALLAR ERU TÁKN UM HNIGNUN MANNSINS Morgunblaðið/Þórður Tíska er tjáning persónuleikans MARGRÉT GÚSTAVSDÓTTIR, FJÖLMIÐLAKONA OG EIGANDI VEFMIÐILSINS PJATT.IS, HELDUR UPP Á VANDAÐAR FLÍKUR OG TÍSKUSTRAUMA SEM HAFA SKÍRSKOTANIR Í MENNINGUNA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Margrét leggur áherslu á gæði, klassík og fallegt handverk í fatnaði. Verk franska fatahönnuðarins Christian Dior eru einstök. Bergþóra Guðnadóttir, yfirhönnuður Farmers Market, er einn af eftirlætis- hönnuðum Margrétar. Sólgleraugu Audrey Hepburn úr kvik- myndinni „Breakfast at Tiff- any’s“ eru á óskalista Margrétar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.