Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 15
armisseri, og í þeim fór ég til Grikklands og naut gestrisni frænda okkar á Norðurlöndum sem höfðu allir komið sér upp eigin stofnunum til rannsókna í Aþenuborg. Það kom að því árið 1985 að við, þessir heitustu Grikklandsaðdáendur, stofnuðum Grikklandsvinafélagið Hellas sem hefur það markmið að kynna Grikkland og gríska menningu frá sem flestum hliðum, hvort heldur það er með fyrirlestrum, ferðalögum og útgáfu bóka. Sendiherra Grikkja hér á landi var ákaflega hrifinn af því til- tæki okkar og sagði fé- lagsskapinn vera einstakan. Sig- urður A. Magnússon varð fyrsti formaður félagsins en nú hef ég verið formaður í tæp 30 ár og sit fastur í embættinu. Ég er alltaf að tala um að hætta en það er ekki tekið í mál.“ Glíma við sorgina Þú varðst áttræður um daginn, ertu sáttur við lífshlaupið? „Ætli ég verði ekki bara að vera það, en auðvitað hafa verið erfiðar stundir.“ Þú misstir fyrri eiginkonu þína, Kristínu Önnu Þórarins- dóttur, úr krabbameini og sú seinni, Inga Huld Hákonardóttir, lést fyrr á þessu ári. Hvernig tekst þú á við sorgina eftir missi maka? „Ég glími við sorgina innra með mér en veit ekki hvernig ég á að fá útrás fyrir hana. Það er ekkert hægt að gera. Þetta átti langan aðdraganda hjá þeim báð- um. Kristín Anna var með krabbamein í lunga og Inga Huld fékk alzheimers. Hún fór á dvalarheimili, en ég var mikið hjá henni, kom og leiddi hana um gangana, en einu sinni í viku kom hún með mér heim og hafði gaman af því.“ Einn frægasti heimspekingur sögunnar, Platon, trúði á ódauð- leika sálarinnar. Hverju trúir þú? „Ég útiloka ekkert, allavega ekki Guð. Spurningin um líf eftir dauðann er ofvaxin mér, en ég get ekki vísað henni á bug.“Morgunblaðið/Kristinn 14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Jólagjöfin fæst hjá okkur - mikið úrval Naver Collection GM7722 Viður/Corian Toppur Eik 220x92 stækkun 1 x 100 cm. Verð 859.000,- Hnota 220x92 stækkun 1 x 100 cm. Verð 899.000,- Fáanlegt í fleiri stærðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.