Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Yndi hversdagsins AFP AFP *Stundum hættir ferðamönnum til að festastinni í „loftbólu“ og ferðalagið snýst um fáttannað en að þræða söfn, hallir, veitingastaðiog verslanamiðstöðvar. Sniðugt er að brjóta upp ferðina og kom-ast betur í tæri við heimamenn og daglegt lífá hverjum stað með hversdagslegum hlutum eins og ferð á rakarastofuna eða jafnvel bara heimsókn í stórmarkað. Jólin í Tívólí í Kaupmannahöfn eru einn af föstum liðum í jóla- haldi íbúa borgarinnar. Upprunalega er garðurinn hluti af varnarmúrum borgarinnar en var breytt í skemmtigarð um miðja 19. öld. Fyrir utan að vera vinsælasti skemmtigarður Danmerkur, er Tívólíið einnig vel sótt sem menningarmiðstöð þar sem haldnir eru listaviðburðir eins og tónleikar og leiksýningar. Einmitt í ár er jólaballetinn Hnotubrjóturinn sýndur þar, og Margrét drottning hannar sjálf búningana! Sjálfum finnst mér notalegast að heimsækja garðinn að kvöldi til þegar jólaljósin eru tendruð, labba þar um með ilm- andi glögg og njóta þess að horfa á mannlífið. Alveg eins og í ævintýralandi H.C. Andersens. Steinar Wang Tívolíið tekur sig sjaldan betur út en þegar garðurinn er í jólabúningi. Bréfritari unir sér vel í Köben. Á labbi með ilmandi glögg Jólaljósin njóta sín í skammdeginu. PÓSTKORT F RÁ KAUPMA NNAHÖFN Loks er hægt að skiptast á skilaboðum yfir vefinn, og flokka skilaboðin eftir því hvort þau fjalla um áfangastað- inn, dagsetningar, peningamál eða hvað hópurinn vill taka sér fyrir hendur í ferðinni. Smáatriðin á hreint með Google Docs Tripcake.com er á margan hátt sniðugur vefur og hjálpar óneitanlega til við að þrengja hringinn í kringum góðan áfangastað og ferðatíma, og gerir það allt ókeypis. Þar virðist notagildið samt enda og er þá eftir að skipuleggja ferðadagskrána í smáatriðum. Þar getur verið mjög gagnlegt að nota t.d. opið skjal á Google Docs. Eins og með Tripcake er auðvelt að gefa ferðalöngunum aðgang að sameiginlegu skjali. Sá sem leiðir hópinn ætti að stilla upp einföldu texta- skjali með auðu plássi fyrir hvern dag ferðarinnar. Hver og einn getur svo skrifað í skjalið hugmyndir um staði til að skoða eða hluti til að gera, og hægt er að raða og sortera, bæta við og fella burt, þangað til komin er skýr dagskrá sem allir ættu að vera ánægðir með. Vefsíðan er tengd við hótelleitarvél og geta ferðalang- arnir gert tillögur um þá gististaði sem þeim lýst best á. E ins gaman og það er að skoða heiminn með vina- hópnum þá er fátt erfiðara en að skipuleggja ferð fyrir hóp fólks með ólíkar áherslur. Kannski vill einn skoða stórborg en annar flat- maga á ströndinni. Kannski er einum mest umhugað um að komast í góðar búðir en öðrum að verja öllum stund- um í listasöfnum. Einn vill fara til Evrópu en annar til Asíu. Og svo eru það peningamálin. Kannski vill einn í hópn- um ekki eyða nema nokkrum tugþúsundum en annar er meira en til í að spreða hundruðum þúsunda. Því stærri sem hópurinn er, því stærri verður hausverk- urinn fyrir þann sem tekur að sér skipulagninguna, og meiri líkur á núningi og leiðindum. En allt þetta á að breytast nú þegar Tripcake.com er komið til sögunnar. Skýr yfirsýn yfir óskirnar Tripcake er vefur sem hefur verið hannaður gagngert til að auðvelda ferðalög fyrir hópa. Skipuleggjandinn einfaldlega stofnar aðgang hjá Trip- cake og sendir svo ferðalöngunum boð um að tengjast hópnum, ýmist gegnum tölvupóst, Facebook, Google+ eða með því að senda þeim hlekk. Allir þátttakendur geta svo skráð inn hvaða áfangastaðir hugnast þeim best, hvernig ferðalag þeir hafa í huga, hvaða dagsetningar henta þeim, hversu löng þeir vilja að ferðin sé og hversu miklu þeir vilja eyða. Tripcake stillir þessum upplýsingum síðan upp í mjög skýrum töflum, dagatölum og kortum svo mun auðveldara verður að koma auga á hvernig ferð höfðar til flestra. AFP TÆKNIN LÉTTIR UNDIRBÚNINGINN Skipuleggðu ferðalag sem allir geta verið sáttir við AÐ LEGGJA DRÖG AÐ FERÐALAGI FYRIR HÓP FÓLKS ER HÆGARA SAGT EN GERT. GLÆNÝ VEFSÍÐA, TRIPCAKE.COM, Á AÐ LÉTTA UNDIRBÚNINGINN. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fólk vill gera alls konar hluti í ferðalaginu. Því fleiri sem ferðast því fjölbreyttari eru óskirnar. Ljón grannskoðar jeppa í dýragarði í Chile. Notendaviðmótið er skýrt og notendavænt hja Tripcake.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.