Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 15
hvert sem hann baeri. Svo sem frá sínum ljóra
geimfarinn lítur úr fjarskanum upphaf sitt augum,
hið upp stigna, vatnsríka, einstaka, lýsandi O
einsog flotþétt uppstækkað „ovum“—
ellegar líkt og star mitt á múrarann stjarft,
við stigann, ég búinn við öllu, hann uppi þar
og strýkur um gaflinn og staðfestir nafnið vort
með skeiðarstíl sínum, staf eftir skrýtinn staf.
Karl Guðmundsson þýddi
Skýringar:
„Stafirnir þessa stafrófs voru tré“: stafir írska (gelíska) stafrófsins heita eftir
trjám, t.d. A=álmur, B=björk, o.s. frv.
Mervíkingar, Meróvingar: konungsætt, nefnd eftir ættföðurnum Mervík
(Merovech), afa Kloðvíks, stofnanda Frankaríkis.Ætt þessi ríkti fram á miðja
áttundu öld, en þá tóku Karlungar við. Letur það sem kennt er við Mervík
var undanfari Karlungaleturs, en það letur var notað á fýrstu íslensku
handritin.
Hósíanna = hósanna (úr hebresku: hjálpa, frelsa), bæn eða ákall Gyðinga og
kristinna manna.
TMM 1996:1
5