Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 19
nota pennann til að grafa, en þessi myndhverfing fer miklu lengra en að skipta út penna fyrir skóflu. Heaney fer að grafa í moldina, en einnig í fortíð sína til að kanna hvað liggur þar. Þessari aðferð líkir hann við kenningar Jungs; sjónum er beint að hinum innra manni á meðan hann rannsakar sögu lands síns og þjóðar. Á sama hátt leitar hann að einhverju sem uppáhalds ljóðskáldið hans, Gerard Manley Hopkins, kallaði „inscape“ (innra lands- lag). Þannig er Heaney alltaf að grafa og þess vegna er hann alltaf að finna gömul orð sem liggja hálfhulin í vitundinni. Eins og Heaney sagði einusinni við John Montague: „írskt landslag er handrit sem við kunnum ekki lengur að lesa.“4 Heaney vildi gæða landslagið nýju lífi með því að blása nýjum krafti í tungumálið. En hér á Heaney við erfiðleika að etja, því tungumálið sem hann skrifar á er enska, en ekki írska eða öllu heldur gelíska. Heaney á ekki annarra kosta völ en að skrifa á tungumáli „óvinar" síns. En ef við lítum aftur á „Digging11,5 ljóð sem virðist vera um föður hans og um hvað það þýðir að vera rithöfundur í staðinn fyrir að vera bóndi, sjáum við að fyrstu línurnar eru: „Between my finger and my thumb/The squat pen rests; snug as a gun“; sem sagt, penninn er ekki eins og skófla eða sverð — heldur byssa. Þetta kvæði er ort stuttu eftir hálfrar aldar afmæli svokallaðrar Páska-uppreisnar6, þar sem fjöldi manns var drepinn er hann mótmælti breskum yfirráðum á írlandi. En eftir hverju er gamli maðurinn, faðir Heaneys, að grafa? Kartöflum, auðvitað, aðalfæðutegund íra í gegnum aldirnar, en uppskerubrestur í kartöfluræktinni hefur off valdið hung- ursneyð í landinu. Sem sagt, allt sem minnst er á í þessu kvæði er sérstaklega írskt og táknrænt — og því hljóta menn að líta á það sem hápólitískt ljóð sem byggir mjög á írskri sögu. Þriðja bók Heaneys, sem gefin var út árið 1972, heitir Wintering Out, en Heaney útskýrir titilinn fyrir okkur: „Þetta orðatiltæki, ‘wintering out’, teng- ist í senn nautgripum og strákum sem voru fengnir í vinnu á bóndabæjum og dvöldu mest úti við. Ætlun mín var að benda á angist okkar sem búum í þessu landi í dag, en þó að vonin sé ekki stór, er hugmyndin ‘wintering out’ jákvæð og segir að við munum lifa þennan vetur af‘.7 Þessi bók hlaut ekki jafn góða dóma og fyrri bækur Heaneys. Sumir töldu skáldið hjakka um of í sama farinu, en öðrum fannst hann ekki tala á sannfærandi hátt um pólitíska ástandið á írlandi, eins og hann virtist vera að gera í fyrri verkum sínum. En það má líta svo á að Wintering Outtaki öðruvísi á svipuðum málefnum, þar sem Heaney reynist vera tregur ef ekki hræddur við að tala opinskátt. Hann sýnir mýkri hlið á sér í þessari bók, en víða í kvæðunum ber á missi, einangrun, svikum og blekkingu, án þess að þau orð séu notuð. I þessu TMM 1996:1 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.