Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 22
melódíu, þar sem ljóðlínurnar eru eins og „nakinn vír“ — berar opnar yfirlýsingar. Loksins tekur Heaney þá pólitísku afstöðu sem hann forðaðist einusinni. Hann sér sjálfan sig sem pólitiskt fórnarlamb og talar um von- brigði, vonleysi og sekt út frá því sjónarmiði. Station Island, öðru nafni St. Patrick’s Purgatory, er lítil eyja í vatninu Lough Derg í Donegal héraði og er helgistaður kaþólskra pílagríma. Það er hér, á þessari eyju, sem ljóðskáldið hittir og talar við fjölda drauga, svipaða þeim sem Dante mætti í Hreinsunareldinum. Eins og Heaney segir í ritgerð sinni um Dante: Það sem ég lærði fyrst að meta í Gleðileiknum var hin staðbundna spenna, ákafinn og væntumþykjan sem umleikur einstakar skuggaverur, hvernig mannlegir eiginleikar og gildi eru felld sam- an, hið öfluga persónulega raunsæi sem birtist í böndum vináttu . . . hvernig Dante gat staðsett sig í sögulegum heimi og samt skyggnst í þann heim frá sjónarhorni handan sögunnar, hvernig hann gat samræmt hið pólitíska og hið yfirskilvitlega, og þetta var mér hvatning til að yrkja flokk ljóða þar sem kanna mætti hið dæmigerða álag sem vitund manns býr við í þessu landi. Megin spennan myndast milli tveggja krafha sem oft eru í innbyrðis mótsögn, að sýna sameiginlegri sögulegri reynslu tryggð og að vera eigin vitundarvakningu trúr. Ég vonaðist til að geta unnið úr þessu álagi með því að mæta skuggum úr draumalífi mínu sem einnig höfðu átt heima í írskum raunheimi. Þeir gætu ef til vill ljáð rétttrúnaðar-kröfunum rödd sem og nauðsyn þess að viðurkenna þær kröfur. Þeir gætu vakið spurninguna um það hvers virði skuldbinding manns er.17 Allir draugarnir sem Heaney hittir í þessum kvæðum hafa verið lifandi írar í þessum heimi, bæði vinir, kunningjar, svo og rithöfundar og fleiri. Næsta bók Heaneys heitir The Haw Lantern. Þetta er lítið safn af ljóðum sem birt voru í ýmsum tímaritum, sum heimspekileg og djúp, önnur í léttari dúr, eins og „Póstkort frá íslandi“, en sem samt sem áður bera þann keim af töfrabrögðum. Hér finnum við gátur og sjónhverfingar, Ijóð sem við þurfum að lesa off til að skilja — en skiljum þó aldrei fullkomlega. Nýjasta bók Heaneys heitir Seeing Things og kom hún út árið 1991. Titillinn er skemmtilega einfaldur en með honum leikur Heaney sér að tveim merkingum þessa orðalags: „að sjá hluti sem eru fyrir hendi“ — það að vera áhorfandi í raunheimi — og „að sjá hluti sem eru í rauninni ekki til“ — það að vera á valdi ímyndunaraflsins. Bókin Seeing Things hefst með þýðingu úr Eneasarkviðu eftir Virgil, nánar 12 TMM 1996:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.