Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 39
Anton Helgi Jónsson Svarti kassinn B Fyrst gat ég aldrei skilið hvernig fólk nennir að deyja. Maður tímir ekki að deyja, hugsaði ég alltaf. Maður vill bara lifa. Þannig hugsaði ég. Og þannig hugsar mamma. Hún skilur ekki neitt í neinu. Þá getur verið ágætt að hlusta í staðinn á afa. Hann er voða góður og segir ekkert við okkur. Nema þegar kallinn kom og spurði eftir pabba. Nei, hann er farinn, sagði afí. Farinn, sagði kallinn. Hvert þá farinn? Hann stóð og var að kíkja inn í ganginn. Mér fannst hann ekkert hafa leyfi til þess. Maður vill ekkert láta spyrja svona um pabba sinn. Ég öskraði bara að hann væri dauður. En ég viðurkenni samt að hann er dáinn. Og þetta var á laugardaginn. Fólk getur ekki farið að halda neitt þótt maður rugli eitthvað við systur sína löngu seinna. Litlir krakkar fatta ekki einu sinni hvað er að deyja. Til dæmis halda þau að einhver hafi farið í ferðalag og eru svo alltaf að spyrja hvar pabbi þeirra sé og hvenær hann komi aftur. Svoleiðis eru þau að spyrja. Fólki getur fundist það þreytandi. Þá datt mér í hug að fara með hana og skoða líkin. Það er stelpa í skólanum sem sagði hvar á að fara. Hún benti á húsið einu sinni þegar við komum úr leikfimi. Og ef maður gengur bakvið þar sem bílastæðið er — þá sést um leið hvaða gluggar það eiga að vera. Maður veit það afþví rúðurnar hafa eitthvað á til að sjáist ekki í gegnum þær. En á einum stað er svona járnplata með litlum götum. Ég vil alveg segja frá þessu. Kannski fannst mér það bara ekkert merkilegt þegar þau voru að spyrja hvert við hefðum farið í morgun. Og mér myndi heldur aldrei hafa dottið það í hug ef ég hefði fengið að fara í skólann. Ég hefði átt að fá það. Þá hefði kennarinn ekki kjaftað frá. Hún hafði ekkert leyfi til að segja öllum bekknum frá pabba. Hún átti bara að lesa framhaldssöguna. Til þess er nestið. Núna get ég aldrei farið í skólann. Ekki er það mér að kenna. Og ekki er það TMM 1996:1 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.