Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 41
misskilningur. Einsog ég hafi ekki ætlað að segja frá þessu? Ég hélt þau væru bara að hugsa um annað en eitt ómerkilegt kassettutæki. Kannski trúði ég því heldur aldrei sjálf að það væri búið að gefa mér tæki. Ég fór bara heim með Bíbí. Á leiðinni hugsaði hún ábyggilega að ég hefði lánað það. Annars hefði hún heimtað líka. En svo byrjaði hún að röfla um að ég hefði ætlað að sýna henni pabba. Þá sagði ég þeim að við hefðum verið að tala við mann og hún hlyti að rugla því saman. En ég sagði þeim ekkert frá kassettutækinu. Samt ætlaði ég að tala um allt. Mér datt samt ekki í hug að nefna rúsínurnar fyrst hún gleymdi því. Ég var svo reið útí hana. Hún röfiaði bara og röflaði um pabba og vildi fá að sjá hann. Alltaf mega litlir krakkar vera með frekju án þess að vera skammaðir. Svo er ég bara skrýtin og frek. En ég sagði aldrei að pabbi hefði gefið mér tækið. Þau héldu það bara. Þau vita að ég var alltaf að suða í honum. Mér finnst þú eigir að kaupa handa mér kassettutæki, sagði ég kannski. Þú ert pabbi minn og þá áttu að gera það. Gerðu það pabbi, sagði ég kannski, ég verð að eiga tæki. Ég var alltaf suðandi. Og hann sagðist alltaf ætla að athuga málið. Athuga málið. Ekki fékk Krummi neitt tæki fyrr en hann fermdist, sagði pabbi kannski. Krummi. Alltaf eins og Krummi. Ég hélt áfram að suða um þetta. Og þá héldu allir að pabbi hefði bara gefið mér tæki. Eða Krummi og afí héldu það. Kannski ekki mamma. Hann hefði samt getað gefið mér það án þess að hún vissi neitt um það. Mér finnst það ekki skipta neinu máli. Ekki gerði ég neitt af mér, fékk bara tækið. Þau hefðu þá frekar átt að vita um búðina. Og eiginlega ætti ég að segja þeim frá búðinni til að kæra kellinguna. Það var þessi sem er alltaf að æsa sig. Ég tók ekkert eftir henni. Hún var á bakvið að klæða sig og bara kallinn frammi. Hann sér nú ekki neitt. Ein stelpa fékk sér tyggjó beint fyrir framan hann. Svo þegar ég kíkti inn og sá bara hann hélt ég að allt væri í lagi. Þetta var líka svo fínt afþví Bíbí var í úlpu og smekkbuxum innanundir. Það hefði aldrei sést. Það fer enginn að leita á litlum krakka. Þá fórum við inn og ég þóttist vera að kaupa. Gamli kallinn eitthvað að telja dósir hjá kassanum. Enginn vandi að grípa rúsínupakka án þess að hann sæi. En ég passaði mig á því að fara í hvarf til að renna niður úlpunni hjá Bíbí. Svo stakk ég pakkanum bakvið smekkinn. Bíbí greyið voða hissa. En hún hefði aldrei kjaftað. Það var bara kellingin sem lá í leyni og njósnaði um okkur. Heldur alltaf að allir séu að stela. Hvernig átti ég að vita af henni? Ég sá engan. TMM 1996:1 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.