Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 43
hlusta á það. Ætlaði bara að röfla um rúsínurnar. Alveg með rúsínur á heilanum. Svo ég öskraði að Bíbí hefði ekkert gert og þessvegna væri óréttlátt að ráðast á hana. Hún var orðin ferlega hrædd. Hún gat farið að grenja og segja að pabbi væri dáinn. En Bíbí fattaði ekkert hvað var að gerast. Og gamli kallinn — hann var alveg hneykslaður. Láttu mig sjá um þetta, sagði hann. Nú, eigum við ekki að fínna þessa blessaðu tölu, sagði kellingin. Láttu mig sjá um þetta, sagði hann bara. Þurftir þú ekki að drífa þig, sagði hann. Varstu ekki orðin of sein? En hún vildi ekkert hlusta á hann, sagðist ekkert fara fyrr en talan væri fundin. Og ég skal þá festa hana á buxurnar, en fyrst skal stelpan fá að biðja mig afsökunar. Það kallar mig enginn geðsjúkling, sagði hún. Stelpan skal fá að biðja mig afsökunar. En mér hefði sko aldrei dottið það í hug. Hún er brjáluð. Gamli kallinn sagði henni líka að láta ekki svona, hún skyldi fara að drífa sig, hann skyldi sjá um þetta. En hún vildi bara fá að æsa sig. Og þá byrjuðu þau að rífast um það hvort hún ætti að fara eða ekki. Ég hef mitt stolt, sagði hún, og ég hreyfi mig ekki fyrr en stelpan hefur beðist afsökunar. Ekki læturðu það verða til þess að þú lendir á götunni, manneskja, sagði gamli kallinn þá. Drífðu þig nú, ekki bíður lögfræðingurinn. Svona drífðu þig. Hann eiginlega ýtti henni út úr búðinni. Dauðfeginn að losna við hana. Hún gat samt ekki hætt, sagði að ég skyldi passa mig hér eftir, hún hefði nefnilega tekið eftir mér áður. En hún var að ljúga. Og ég hefði aldrei reynt neitt ef ég hefði vitað af henni. Ekki vill maður láta grípa sig. Ég bara lofaði Bíbí rúsínum afþví hún grenjaði svo mikið. Ekki gat mér dottið í hug að hún færi að grenja svona mikið og eitthvað varð ég að gera. Ekki gat ég bara látið hana grenja og grenja. Hún hlýddi mér ekki. Þótt ég segði við hana að kannski væri pabbi bara heima og svoleiðis. Það þýddi ekki neitt. Hún bara grenjaði. Þá datt mér í hug að þykjast ætla í búðina. Og þá gat hún hætt að grenja. Þegar ég þóttist ætla að fá mér rúsínur vildi hún auðvitað líka. Svo fengum við að eiga rúsínurnar afþví við fundum aldrei töluna. En gamli kallinn lét mig lofa því að passa krakkana í frímínútunum. Ég varð að lofa því, annars hefði hann ekki sleppt okkur. Jájá, sagði ég bara. Þá klappaði hann auðvitað Bíbí. Alltaf er verið að dekstra hana. Maður getur orðið þreyttur á því. Svo er bara hlustað á hana, sama þótt hún misskilji allt. Til dæmis sagði ég aldrei við hana að hún fengi að sjá pabba. Ég sagði bara að við færum að sjá hvernig hann væri. Hún fattar ekkert hvað er að vera TMM 1996:1 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.