Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 49
passa systur sína. En þá er strákurinn voða skrýtinn og segir ekkert. En hann hefði átt að segja eitthvað. Afþví stelpan veit kannski ekkert hvað hún á að segja þegar hann þegir svona. Ekki getur hún farið að tala um það sem gerðist. En þá man hún kannski eftir kassettutækinu og spyr strákinn hvort hún megi lána það til að sýna pabba sínum. Og hann vill það. Hleypur kannski inn og nær í það. Kemur svo með það og segir að stelpan megi bara eiga það. Þá verður stelpan nú soldið hissa. Hún skilur kannski ekki neitt í neinu. En hún heldur samt að hann sé bara að gera þetta vegna þess að þau séu vinir. Stelpan veit ekkert að kennarinn er búin að segja öllum bekknum að pabbi minn er dáinn og að strákurinn vorkennir henni. Hún verður bara voða glöð. Hún myndi heldur ekki vilja að hann færi að vorkenna sér. Og það er heldur ekki rétt að strákurinn geri það, hann á ekki að gefa henni tækið afþví að hann vorkenn A Mamma verður ekki róleg fyrr en hún fær einhverja skýringu. Ég hef heyrt hana segja það við afa. Hún getur ekki skilið þetta, hún skilur ekki neitt í neinu. Og þau eru búin að leita um allt að einhverjum miða sem hann gæti hafa skrifað. En það hefði ekki þurft að vera nein skýring. Það væri vel hægt að segja fólki að hann hafi dáið úr einhverju. Ef hún er að hugsa um það. Fólk getur dáið úr svo mörgu. En hún er að hugsa um það. Ég sagði henni að hætta. Ekki að spyrja mig alltaf. Núna eru þau frammi að tala um mig. Ég veit það. Þau eru alltaf að segja mér að opna og tala við sig. En ég ætla ekkert að gera það. Ég segi þeim ekkert meira. Og ef Krummi hættir ekki að hamast á hurðinni fer ég út um gluggann. Ég gæti stokkið út á bílskúrsþakið. Er það eitthvað betra? Vilja þau að ég strjúki? Þau geta þá bara hætt að spyrja mig. Þau geta ekkert haldið að ég vilji ekki viðurkenna neitt. Maður getur bara ekki talað um allt. Sérstaklega ekki við mömmu sína. Þetta verður ekkert létt fyrir hana. Og samt er hún alltaf að segja elsku stelpan mín og faðma mig að sér. Hún á ekkert að gera það. Og pabbi hefði vel getað gefið mér tækið án þess að hún vissi um það. Afhverju geta þau ekki bara trúað mér að það sé eins og ég segi? Þetta hefði ekkert þurft að komast upp. Og þess vegna varð ég ferlega reið útí þig TMM 1996:1 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.