Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 56
Og rósirnar. Líkaminn (sá sem liggur eða svífur, ég er enn að virða fyrir
mér sama málverkið) er þakinn þeim, rósir svífa umhverfis líkamann eða
spretta á honum. Og skyndilega koma ljóðlínur upp í huga minn, gleymdar
ljóðlínur sem ég heillaðist af kornungur, ljóðlínur eftir tékkneska skáldið
Frantisek Halas:
Rósailmur sem berst þér að neðan
þegar dauðinn kveður dyra
Og að næturlagi varpar þú ffá þér
skildi þínum ástinni
Ljóðlínurnar hljóma í huga mér og ég virði fyrir mér annað málverk: tvöföld
opin gröf og tvö lík liggjandi á botninum, ef til vill af elskendum, og
grafarbakkarnir eru þéttvaxnir rósum, ágengum rósum. Og ég sé fyrir mér
fæðingarland mitt, land barokksins, barokkkirkja, barokkkirkjugarða,
barokkstyttna, barokkhugarheims þar sem hugsunin er einskorðuð við
dauðann, líkamann sem hverfur á braut, er ekki lengur í tölu lifenda en
jafnvel þótt farið sé að slá í hann heldur hann áfram að vera líkami og kveikja
ást, blíðu, löngun.
46
TMM 1996:1